Ástrós og Helgi unnu góða sigra á EM ungmenna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. ágúst 2013 12:45 Íslensku keppendurnir ásamt fylgdarliði sínu. Mynd/Meisam Rafiei Fjórir íslenskir taekwondokappar kepptu á Evrópumóti ungmenna sem lauk í Svíþjóð um helgina. Helgi Valentín Arnarsson úr Fram náði bestum árangri íslensku keppendanna á mótinu. Helgi Valentín vann sigur á keppanda frá Úkraínu í fyrsta bardaga sínum í aukalotu. Næst mætti Helgi keppanda frá Króatíu sem sigraði eftir að Helgi hætti keppni í annarri lotu. Framarinn hafnaði í fimmta sæti í +65 kg flokknum. Ástrós Brynjarsdóttir úr Keflavík sat hjá í fyrstu umferð og mætti keppanda frá Hvíta-Rússlandi í annarri umferð. Ástrós, sem valin var taekwondo kona ársins á Íslandi í fyrra, var lengi í gang en sneri við blaðinu og vann góðan sigur. Í þriðju umferðinni þurfti Ástrós að játa sig sigraða gegn sænskum keppanda eftir mikla baráttu og jafnan bardaga. Fór svo að sú sænska vann til silfurverðlauna í -47 kg flokknum. Bjarni Júlíus Jónsson úr Keflavík mætti keppanda frá Póllandi í -65 kg flokknum. Bardaginn var jafn og spennandi og var íslenska fylgdarliðið ósátt við dómgæsluna. Svo fór að Pólverjanum var dæmdur sigur en sá pólski vann til bronsverðlauna í flokknum. Hinn efnilegi Ágúst Kristinn Eðvarðsson mætti tyrkneskum keppanda í fyrstu umferð. Sá tyrkneski reyndist of sterkur biti, vann sigur og nældi í bronsverðlaun í -33 kg flokknum áður en yfir lauk. Landsliðsþjálfarinn Meisam Rafie var ánægður með árangurinn og sagði að keppendur hefðu staðið sig mjög vel á mótinu að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Taekwondosambandi Íslands. Hann var ánægður að keppendur hlustuðu vel á leiðbeiningar og sýndu íþróttamannslega hegðun. Hann var þá líka mjög ánægður að fá tvo keppendur upp úr fyrstu og annarri umferð á mótinu en það þykir sjaldgæft á svo sterku móti. Hann segir að framtíð taekwondo á Íslandi sé í unga fólkinu, en efnilegasta taekwondofólkið á Íslandi er enn ungt að árum. Íþróttir Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Fleiri fréttir Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Í beinni: Afturelding - Fram | Hörkuleikur í Mosfellsbæ Í beinni: Svíþjóð - England | Hvort fer í undanúrslit? Í beinni: Víkingur R. - Malisheva | Standa vel að vígi Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Dani og Kínverji leiða á Opna breska Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Erlangen staðfestir komu Andra Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Gæti fengið átta milljarða króna Yamal tekur óhræddur við tíunni Sjá meira
Fjórir íslenskir taekwondokappar kepptu á Evrópumóti ungmenna sem lauk í Svíþjóð um helgina. Helgi Valentín Arnarsson úr Fram náði bestum árangri íslensku keppendanna á mótinu. Helgi Valentín vann sigur á keppanda frá Úkraínu í fyrsta bardaga sínum í aukalotu. Næst mætti Helgi keppanda frá Króatíu sem sigraði eftir að Helgi hætti keppni í annarri lotu. Framarinn hafnaði í fimmta sæti í +65 kg flokknum. Ástrós Brynjarsdóttir úr Keflavík sat hjá í fyrstu umferð og mætti keppanda frá Hvíta-Rússlandi í annarri umferð. Ástrós, sem valin var taekwondo kona ársins á Íslandi í fyrra, var lengi í gang en sneri við blaðinu og vann góðan sigur. Í þriðju umferðinni þurfti Ástrós að játa sig sigraða gegn sænskum keppanda eftir mikla baráttu og jafnan bardaga. Fór svo að sú sænska vann til silfurverðlauna í -47 kg flokknum. Bjarni Júlíus Jónsson úr Keflavík mætti keppanda frá Póllandi í -65 kg flokknum. Bardaginn var jafn og spennandi og var íslenska fylgdarliðið ósátt við dómgæsluna. Svo fór að Pólverjanum var dæmdur sigur en sá pólski vann til bronsverðlauna í flokknum. Hinn efnilegi Ágúst Kristinn Eðvarðsson mætti tyrkneskum keppanda í fyrstu umferð. Sá tyrkneski reyndist of sterkur biti, vann sigur og nældi í bronsverðlaun í -33 kg flokknum áður en yfir lauk. Landsliðsþjálfarinn Meisam Rafie var ánægður með árangurinn og sagði að keppendur hefðu staðið sig mjög vel á mótinu að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Taekwondosambandi Íslands. Hann var ánægður að keppendur hlustuðu vel á leiðbeiningar og sýndu íþróttamannslega hegðun. Hann var þá líka mjög ánægður að fá tvo keppendur upp úr fyrstu og annarri umferð á mótinu en það þykir sjaldgæft á svo sterku móti. Hann segir að framtíð taekwondo á Íslandi sé í unga fólkinu, en efnilegasta taekwondofólkið á Íslandi er enn ungt að árum.
Íþróttir Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Fleiri fréttir Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Í beinni: Afturelding - Fram | Hörkuleikur í Mosfellsbæ Í beinni: Svíþjóð - England | Hvort fer í undanúrslit? Í beinni: Víkingur R. - Malisheva | Standa vel að vígi Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Dani og Kínverji leiða á Opna breska Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Erlangen staðfestir komu Andra Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Gæti fengið átta milljarða króna Yamal tekur óhræddur við tíunni Sjá meira