Hættir sem markaðsstjóri X-ins 977 til þess að semja hundadans Frosti Logason skrifar 26. ágúst 2013 13:17 Við á Xinu 977 kveðjum í dag góðan samstarfsmann til margra ára. Jóhann Örn Ólafsson, eða Jói dans eins og hann er jafnan kallaður. Jói hefur sinnt markaðsmálum fyrir X-ið og aðrar útvarpsstöðvar 365 samsteypunar eins lengi og elstu menn muna.En afhverju er hann að hætta núna? „Ég er svo lánssamur að mitt litla fyrirtæki gengur vel núna. Það er mikið að gera í dansinum og nú er svo komið að ég get ekki með góðu móti sinnt báðum störfunum á sama tíma.“ sagði Jói sem hefur átt mikilli velgengni að fagna eftir að hann samdi vinsælan dans við nýjasta stórsmell Dr. Gunna um glaðasta hundinn í heimi. Myndbandið við dansinn, sem hægt er að horfa á hér að neðan, var komið í rétt tæplega tuttugu og fimm þúsund áhorf á Youtube þegar þessi frétt var skrifuð sem verður bara að teljast harla gott fyrir gamlan Zúmba danskennara. „Mér finnst það bara magnað, alveg lygilegt.“ sagði Jói þegar Harmageddon leitaði eftir viðbrögðum hans við þessum miklu vinsældum. Já, honum Jóa dans er margt til lista lagt. Við í Harmageddon kveðjum hann nú með söknuði og óskum honum velfarnaðar á nýjum vettvangi. En eitt er víst að dansari eins og Jói er mikill gleðigjafi, hvort sem hann er í markaðsmálunum eða að dansa hundadansinn. Harmageddon Mest lesið Myndir af Breivik nokkrum mínútum eftir handtöku Harmageddon Fannst ekki spennandi að spila Little Talks fimm sinnum á dag Harmageddon Sannleikurinn: Sigmundur sennilega að ljúga því að stjórnarandstaðan muni ljúga Harmageddon Axl Rose fordæmir forseta Indónesíu Harmageddon Ofskynjunarsveppir gegn þunglyndi Harmageddon Gera á torgum það sem nasistar hefðu reynt að fela Harmageddon Árni Hjörvar spilar með John Fogerty Harmageddon Siggi Hakkari sakar Wikileaks um hroka Harmageddon BDSM - hjartnæm reynslusaga Harmageddon Chicane heillaðist af Vigri í frakklandi Harmageddon
Við á Xinu 977 kveðjum í dag góðan samstarfsmann til margra ára. Jóhann Örn Ólafsson, eða Jói dans eins og hann er jafnan kallaður. Jói hefur sinnt markaðsmálum fyrir X-ið og aðrar útvarpsstöðvar 365 samsteypunar eins lengi og elstu menn muna.En afhverju er hann að hætta núna? „Ég er svo lánssamur að mitt litla fyrirtæki gengur vel núna. Það er mikið að gera í dansinum og nú er svo komið að ég get ekki með góðu móti sinnt báðum störfunum á sama tíma.“ sagði Jói sem hefur átt mikilli velgengni að fagna eftir að hann samdi vinsælan dans við nýjasta stórsmell Dr. Gunna um glaðasta hundinn í heimi. Myndbandið við dansinn, sem hægt er að horfa á hér að neðan, var komið í rétt tæplega tuttugu og fimm þúsund áhorf á Youtube þegar þessi frétt var skrifuð sem verður bara að teljast harla gott fyrir gamlan Zúmba danskennara. „Mér finnst það bara magnað, alveg lygilegt.“ sagði Jói þegar Harmageddon leitaði eftir viðbrögðum hans við þessum miklu vinsældum. Já, honum Jóa dans er margt til lista lagt. Við í Harmageddon kveðjum hann nú með söknuði og óskum honum velfarnaðar á nýjum vettvangi. En eitt er víst að dansari eins og Jói er mikill gleðigjafi, hvort sem hann er í markaðsmálunum eða að dansa hundadansinn.
Harmageddon Mest lesið Myndir af Breivik nokkrum mínútum eftir handtöku Harmageddon Fannst ekki spennandi að spila Little Talks fimm sinnum á dag Harmageddon Sannleikurinn: Sigmundur sennilega að ljúga því að stjórnarandstaðan muni ljúga Harmageddon Axl Rose fordæmir forseta Indónesíu Harmageddon Ofskynjunarsveppir gegn þunglyndi Harmageddon Gera á torgum það sem nasistar hefðu reynt að fela Harmageddon Árni Hjörvar spilar með John Fogerty Harmageddon Siggi Hakkari sakar Wikileaks um hroka Harmageddon BDSM - hjartnæm reynslusaga Harmageddon Chicane heillaðist af Vigri í frakklandi Harmageddon