Murray ósáttur þrátt fyrir öruggan sigur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. ágúst 2013 08:45 Murray á titil að verja í New York. Nordicphotos/AFP Andy Murray vann sannfærandi sigur á Frakkanum Michael Llodra í 1. umferð Opna bandaríska meistaramótsins í tennis í gærkvöldi. Murray var í essinu sínu og það tók hann aðeins 98 mínútur að landa sigrinum eftir að leikurinn loksins hófst. Lokatölurnar urðu 6-2, 6-4 og 6-3 í þremur settum. Mótið í New York hófst á mánudag en Murray þurfti að bíða lengi eftir að hefja titilvörn sína. Vegna rigningar þurfti að fresta fjölmörgum leikjum og svo fór að Murray hóf ekki leik fyrr en klukkan 7 á miðvikudagskvöldið. Þá voru liðnir tveir sólarhringar frá því Rafael Nadal, sem þykir líklegur til afreka í New York, tryggði sér sæti í 2. umferð. „Að spila á þessum tíma var ekki ákjósanlegt,“ sagði Murray um tímasetninguna á leik sínum. Hann sagðist ekki hafa fengið að vita um tímasetninguna fyrr en síðdegis á þriðjudaginn. Því hafi þurft að setja upp æfingu í skyndi á þriðjudagskvöld í flóðljósum. „Þetta snýst ekki um mig heldur okkur alla. Þótt ég hafi unnið í fyrra þá skiptir það engu máli. Það eru leikmenn hérna sem fá tveimur dögum meira í hvíld á milli leikja,“ sagði Skotinn eftir leikinn. Novak Djokovic, Roger Federer, Rafael Nadal, Tomas Berdychm, Richard Gasquet og David Ferrer unnu allir sannfærandi sigra í fyrstu umferðinni. Juan Martin Del Potro lenti í maraþonviðureign gegn Guillermo Garcia-Lopez sem gera þurfti hlé á nokkrum sinnum vegna vætu. Argentínumaðurinn hafði þó sigur að lokum 6-3, 6-7 (5-7), 6-4, 7-6 (9-7) í leik sem tók á fimmtu klukkustund. Del Potro vann sigur á mótinu árið 2009. 2. umferð í einliðaleik karla hefst á morgun en í dag verður leikið í einliðaleik kvenna. Tennis Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Fótbolti Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Walker fer til Burnley Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Max Verstappen nær ráspól á Silverstone Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Jamie Gittens til Chelsea fyrir tæpar 50 milljónir Ísland fór létt með Bosníu á u-18 Eurobasket Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Jafntefli í Íslendingaslag í Noregi Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum Hægt að fá hjónabandssælu á EM „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sjá meira
Andy Murray vann sannfærandi sigur á Frakkanum Michael Llodra í 1. umferð Opna bandaríska meistaramótsins í tennis í gærkvöldi. Murray var í essinu sínu og það tók hann aðeins 98 mínútur að landa sigrinum eftir að leikurinn loksins hófst. Lokatölurnar urðu 6-2, 6-4 og 6-3 í þremur settum. Mótið í New York hófst á mánudag en Murray þurfti að bíða lengi eftir að hefja titilvörn sína. Vegna rigningar þurfti að fresta fjölmörgum leikjum og svo fór að Murray hóf ekki leik fyrr en klukkan 7 á miðvikudagskvöldið. Þá voru liðnir tveir sólarhringar frá því Rafael Nadal, sem þykir líklegur til afreka í New York, tryggði sér sæti í 2. umferð. „Að spila á þessum tíma var ekki ákjósanlegt,“ sagði Murray um tímasetninguna á leik sínum. Hann sagðist ekki hafa fengið að vita um tímasetninguna fyrr en síðdegis á þriðjudaginn. Því hafi þurft að setja upp æfingu í skyndi á þriðjudagskvöld í flóðljósum. „Þetta snýst ekki um mig heldur okkur alla. Þótt ég hafi unnið í fyrra þá skiptir það engu máli. Það eru leikmenn hérna sem fá tveimur dögum meira í hvíld á milli leikja,“ sagði Skotinn eftir leikinn. Novak Djokovic, Roger Federer, Rafael Nadal, Tomas Berdychm, Richard Gasquet og David Ferrer unnu allir sannfærandi sigra í fyrstu umferðinni. Juan Martin Del Potro lenti í maraþonviðureign gegn Guillermo Garcia-Lopez sem gera þurfti hlé á nokkrum sinnum vegna vætu. Argentínumaðurinn hafði þó sigur að lokum 6-3, 6-7 (5-7), 6-4, 7-6 (9-7) í leik sem tók á fimmtu klukkustund. Del Potro vann sigur á mótinu árið 2009. 2. umferð í einliðaleik karla hefst á morgun en í dag verður leikið í einliðaleik kvenna.
Tennis Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Fótbolti Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Walker fer til Burnley Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Max Verstappen nær ráspól á Silverstone Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Jamie Gittens til Chelsea fyrir tæpar 50 milljónir Ísland fór létt með Bosníu á u-18 Eurobasket Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Jafntefli í Íslendingaslag í Noregi Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum Hægt að fá hjónabandssælu á EM „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sjá meira