Murray ósáttur þrátt fyrir öruggan sigur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. ágúst 2013 08:45 Murray á titil að verja í New York. Nordicphotos/AFP Andy Murray vann sannfærandi sigur á Frakkanum Michael Llodra í 1. umferð Opna bandaríska meistaramótsins í tennis í gærkvöldi. Murray var í essinu sínu og það tók hann aðeins 98 mínútur að landa sigrinum eftir að leikurinn loksins hófst. Lokatölurnar urðu 6-2, 6-4 og 6-3 í þremur settum. Mótið í New York hófst á mánudag en Murray þurfti að bíða lengi eftir að hefja titilvörn sína. Vegna rigningar þurfti að fresta fjölmörgum leikjum og svo fór að Murray hóf ekki leik fyrr en klukkan 7 á miðvikudagskvöldið. Þá voru liðnir tveir sólarhringar frá því Rafael Nadal, sem þykir líklegur til afreka í New York, tryggði sér sæti í 2. umferð. „Að spila á þessum tíma var ekki ákjósanlegt,“ sagði Murray um tímasetninguna á leik sínum. Hann sagðist ekki hafa fengið að vita um tímasetninguna fyrr en síðdegis á þriðjudaginn. Því hafi þurft að setja upp æfingu í skyndi á þriðjudagskvöld í flóðljósum. „Þetta snýst ekki um mig heldur okkur alla. Þótt ég hafi unnið í fyrra þá skiptir það engu máli. Það eru leikmenn hérna sem fá tveimur dögum meira í hvíld á milli leikja,“ sagði Skotinn eftir leikinn. Novak Djokovic, Roger Federer, Rafael Nadal, Tomas Berdychm, Richard Gasquet og David Ferrer unnu allir sannfærandi sigra í fyrstu umferðinni. Juan Martin Del Potro lenti í maraþonviðureign gegn Guillermo Garcia-Lopez sem gera þurfti hlé á nokkrum sinnum vegna vætu. Argentínumaðurinn hafði þó sigur að lokum 6-3, 6-7 (5-7), 6-4, 7-6 (9-7) í leik sem tók á fimmtu klukkustund. Del Potro vann sigur á mótinu árið 2009. 2. umferð í einliðaleik karla hefst á morgun en í dag verður leikið í einliðaleik kvenna. Tennis Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Sjá meira
Andy Murray vann sannfærandi sigur á Frakkanum Michael Llodra í 1. umferð Opna bandaríska meistaramótsins í tennis í gærkvöldi. Murray var í essinu sínu og það tók hann aðeins 98 mínútur að landa sigrinum eftir að leikurinn loksins hófst. Lokatölurnar urðu 6-2, 6-4 og 6-3 í þremur settum. Mótið í New York hófst á mánudag en Murray þurfti að bíða lengi eftir að hefja titilvörn sína. Vegna rigningar þurfti að fresta fjölmörgum leikjum og svo fór að Murray hóf ekki leik fyrr en klukkan 7 á miðvikudagskvöldið. Þá voru liðnir tveir sólarhringar frá því Rafael Nadal, sem þykir líklegur til afreka í New York, tryggði sér sæti í 2. umferð. „Að spila á þessum tíma var ekki ákjósanlegt,“ sagði Murray um tímasetninguna á leik sínum. Hann sagðist ekki hafa fengið að vita um tímasetninguna fyrr en síðdegis á þriðjudaginn. Því hafi þurft að setja upp æfingu í skyndi á þriðjudagskvöld í flóðljósum. „Þetta snýst ekki um mig heldur okkur alla. Þótt ég hafi unnið í fyrra þá skiptir það engu máli. Það eru leikmenn hérna sem fá tveimur dögum meira í hvíld á milli leikja,“ sagði Skotinn eftir leikinn. Novak Djokovic, Roger Federer, Rafael Nadal, Tomas Berdychm, Richard Gasquet og David Ferrer unnu allir sannfærandi sigra í fyrstu umferðinni. Juan Martin Del Potro lenti í maraþonviðureign gegn Guillermo Garcia-Lopez sem gera þurfti hlé á nokkrum sinnum vegna vætu. Argentínumaðurinn hafði þó sigur að lokum 6-3, 6-7 (5-7), 6-4, 7-6 (9-7) í leik sem tók á fimmtu klukkustund. Del Potro vann sigur á mótinu árið 2009. 2. umferð í einliðaleik karla hefst á morgun en í dag verður leikið í einliðaleik kvenna.
Tennis Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Sjá meira