Siggi Hakkari sakar Wikileaks um hroka Frosti Logason skrifar 29. ágúst 2013 16:45 Siggi Hakkari og Julian Assange þegar allt lék í lyndi. Í morgun birti útvarpsþátturinn Harmageddon viðtal við hinn umdeilda Sigurð Inga Þórðarsson, eða Sigga hakkara eins og hann er jafnan kallaður. Sigurður sem er aðeins tuttugu ára gamall hefur verið mikið í fréttum undanfarið. Hann er sagður hafa leikið mörgum skjöldum og skilið eftir sig sviðna jörð víða. Í sumar var hann úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald grunaður um stórfeld fjársvik. Embætti ríkissaksónara felldi þó nýverið niður svokallað Nóa Siríus fjárkúgunarmál á hendur honum þar sem að gögn sem fram komu í málinu töldust ekki líkleg eða nægjanleg til sakfellingar. Sigurður mætti á glæsilegri Audi bifreið til fundar við Harmageddon í morgun. Hægt er að hlusta á spjallið hér að ofan. Siggi hefur komið víða við þrátt fyrir ungan aldur.mynd/Hörður Sveinsson Í viðtalinu talar Sigurður um hver tengsl hans voru við Wikileaks samtökin og forsprakka þeirra, Julian Assange. Hann þvertók fyrir það að hafa dregið að sér fé frá samtökunum en sagðist hafa þegið einhverjar greiðslur upp í útlagðan kostnað vegna vefverslunar sem hann setti á fót í sjálfboðavinnu fyrir Wikileaks. Sigurður segir að sér hafi verið misboðið þegar gögn, eða tölvupóstar, sem Wikileaks komst yfir frá sýrlensku ríkisstjórninni og svokallaðar Global Inteligence upplýsingar, voru birtar á vef samtakanna. Þá hafi hann ákveðið að láta bandaríska sendiráðið á Íslandi vita af málinu sem var svo upphafið að því að FBI komu með einkaþotu til landsins til þess að ræða við Sigurð, en hann var boðaður á þingnefndarfund vegna málsins. Hann þvertekur þó fyrir að samstarf hans með bandarískum yfirvöldum hafi verið nokkurskonar hefndaraðgerð vegna ásakana á hendur honum um fjárdrátt frá samtökunum. „Að fara inn í tölvukerfi og stela upplýsingum af svona stórum skammti, það er bara rangt,“ segir Sigurður sem segir þetta hreinlega hafa verið réttlætismál. En finnst þér að Julian Assange og Wikileaks samtökin eigi bara heima í fangelsi? „Nei ég segi það ekki, en mér finnst þeir eiga svara fyrir sínar sakir. Wikileaks eru samtök sem segjast ekki hafa neinar pólitískar tengingar en samt er Julian assange í framboði til þings í Ástralíu og hann er með sjónvarpsþátt á sjónvarpsstöðinni Russia Today sem er mikið rekin af rússneska ríkinu. Wikileaks eru svo samtök sem berjast fyrir réttlæti en á sama tíma er Julian Assange að flýja undan réttlæti fyrir kvenfólk í Svíþjóð hvort sem hann kann eða kann ekki að hafa stundað kynlíf með þeim eða ekki. Þetta er bara hroki.“ Aðspurður að því hvort það geti verið að hann eigi erfitt með að vera heiðarlegur segir Siggi svo ekki vera heldur séu öll þessi mál sem lögreglan er með í rannsókn á honum flókin og eigi öll eftir að skýrast betur síðar. Siggi mætti með lífverði þegar hann var boðaður á þingnefndarfund. Harmageddon Mál Sigga hakkara Mest lesið Söngvari Stone Roses vitni í kynferðisafbrotamáli Harmageddon Queens of the Stone Age á toppi Pepsi Max listans Harmageddon „Þeir sleppa aðal sannleikanum“ Harmageddon Sannleikurinn: Bilun hjá Símanum olli því að þingmenn Pírata misstu samband við stjórnstöð Harmageddon Nine Inch Nails: Sjálfsmorð með vott af bjartsýni Harmageddon „Listamenn eru ekki að græða neitt“ Harmageddon Frábær stemmning á Secret Solstice Harmageddon Undir stjórn Jaruzelskis Harmageddon Söngvari Muse hvetur Skota til að lýsa yfir sjálfstæði Harmageddon Ný plata hjá The Vaccines á þessu ári Harmageddon
Í morgun birti útvarpsþátturinn Harmageddon viðtal við hinn umdeilda Sigurð Inga Þórðarsson, eða Sigga hakkara eins og hann er jafnan kallaður. Sigurður sem er aðeins tuttugu ára gamall hefur verið mikið í fréttum undanfarið. Hann er sagður hafa leikið mörgum skjöldum og skilið eftir sig sviðna jörð víða. Í sumar var hann úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald grunaður um stórfeld fjársvik. Embætti ríkissaksónara felldi þó nýverið niður svokallað Nóa Siríus fjárkúgunarmál á hendur honum þar sem að gögn sem fram komu í málinu töldust ekki líkleg eða nægjanleg til sakfellingar. Sigurður mætti á glæsilegri Audi bifreið til fundar við Harmageddon í morgun. Hægt er að hlusta á spjallið hér að ofan. Siggi hefur komið víða við þrátt fyrir ungan aldur.mynd/Hörður Sveinsson Í viðtalinu talar Sigurður um hver tengsl hans voru við Wikileaks samtökin og forsprakka þeirra, Julian Assange. Hann þvertók fyrir það að hafa dregið að sér fé frá samtökunum en sagðist hafa þegið einhverjar greiðslur upp í útlagðan kostnað vegna vefverslunar sem hann setti á fót í sjálfboðavinnu fyrir Wikileaks. Sigurður segir að sér hafi verið misboðið þegar gögn, eða tölvupóstar, sem Wikileaks komst yfir frá sýrlensku ríkisstjórninni og svokallaðar Global Inteligence upplýsingar, voru birtar á vef samtakanna. Þá hafi hann ákveðið að láta bandaríska sendiráðið á Íslandi vita af málinu sem var svo upphafið að því að FBI komu með einkaþotu til landsins til þess að ræða við Sigurð, en hann var boðaður á þingnefndarfund vegna málsins. Hann þvertekur þó fyrir að samstarf hans með bandarískum yfirvöldum hafi verið nokkurskonar hefndaraðgerð vegna ásakana á hendur honum um fjárdrátt frá samtökunum. „Að fara inn í tölvukerfi og stela upplýsingum af svona stórum skammti, það er bara rangt,“ segir Sigurður sem segir þetta hreinlega hafa verið réttlætismál. En finnst þér að Julian Assange og Wikileaks samtökin eigi bara heima í fangelsi? „Nei ég segi það ekki, en mér finnst þeir eiga svara fyrir sínar sakir. Wikileaks eru samtök sem segjast ekki hafa neinar pólitískar tengingar en samt er Julian assange í framboði til þings í Ástralíu og hann er með sjónvarpsþátt á sjónvarpsstöðinni Russia Today sem er mikið rekin af rússneska ríkinu. Wikileaks eru svo samtök sem berjast fyrir réttlæti en á sama tíma er Julian Assange að flýja undan réttlæti fyrir kvenfólk í Svíþjóð hvort sem hann kann eða kann ekki að hafa stundað kynlíf með þeim eða ekki. Þetta er bara hroki.“ Aðspurður að því hvort það geti verið að hann eigi erfitt með að vera heiðarlegur segir Siggi svo ekki vera heldur séu öll þessi mál sem lögreglan er með í rannsókn á honum flókin og eigi öll eftir að skýrast betur síðar. Siggi mætti með lífverði þegar hann var boðaður á þingnefndarfund.
Harmageddon Mál Sigga hakkara Mest lesið Söngvari Stone Roses vitni í kynferðisafbrotamáli Harmageddon Queens of the Stone Age á toppi Pepsi Max listans Harmageddon „Þeir sleppa aðal sannleikanum“ Harmageddon Sannleikurinn: Bilun hjá Símanum olli því að þingmenn Pírata misstu samband við stjórnstöð Harmageddon Nine Inch Nails: Sjálfsmorð með vott af bjartsýni Harmageddon „Listamenn eru ekki að græða neitt“ Harmageddon Frábær stemmning á Secret Solstice Harmageddon Undir stjórn Jaruzelskis Harmageddon Söngvari Muse hvetur Skota til að lýsa yfir sjálfstæði Harmageddon Ný plata hjá The Vaccines á þessu ári Harmageddon
Sannleikurinn: Bilun hjá Símanum olli því að þingmenn Pírata misstu samband við stjórnstöð Harmageddon
Sannleikurinn: Bilun hjá Símanum olli því að þingmenn Pírata misstu samband við stjórnstöð Harmageddon