Lagerback: Stærstu vonbrigðin að nýta færin ekki betur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. ágúst 2013 22:35 Alfreð Finnbogason á ferðinni í kvöld. Lars Lagerback, þjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta, var nokkuð sáttur með leik liðsins í kvöld en Ísland vann þá 1-0 sigur á slöku liði Færeyjar. Lagerback var þó vonsvikinn að íslenska liðið nýtti ekki fleiri færi í leiknum. „Það er alltaf erfitt að spila við Færeyinga því þeir eru vel skipulagt lið sem spilar með marga menn í vörninni og eru með líkamlega sterka leikmenn," sagði Lars Lagerback, þjálfari íslenska liðsins. „Við spiluðum ekki nógu vel í fyrri hálfleiknum en við vildum ekki pressa þá hátt á vellinum því vorum að reyna að spila svipað og við komum til með að gera á móti Svisslendingum. Það gekk mun betur í seinni hálfleiknum og kannski voru þeir líka orðnir svolítið þreyttir," sagði Lars. „Ég talaði um það við leikmenn í hálfleik að vera duglegri að skipta um stöður og þá sérstaklega átti það við bakverði og vængmenn. Við stilltum líka upp sóknafjarfari miðju en við erum vanalega með í seinni hálfleiknum og settum þá Eið Smára inn á miðjuna. Það kom sér vel á móti svona liði og það gekk betur í seinni hálfleik," sagði Lars. „Þetta var frekar góður leikur hjá okkur en stærstu vonbrigðin er að liðið skyldi ekki skora fleiri mörk því liðið fékk það mörg færi og þá sérstaklega í seinni hálfleiknum. Við sköpuðum líka þrjú góð færi í fyrri hálfleiknum. Vonandi koma mörkin bara í staðinn á móti Albaníu og Sviss," sagði Lars. „Við hefðum getað náð betri úrslitum úr þessum leik ef að við hefðum beitt meiri hápressu í fyrri hálfleiknum en ég vildi ekki gera það því við vorum að undirbúa okkur fyrir leik á móti Sviss. Þetta var æfing fyrir þann leik og mikilvægt að leikmenn á miðju og í framlínu væri í réttum stöðum," sagði Lars. „Við náðum mörgum flottum sóknum í seinni hálfleik og sköpuðum fullt af færum. Við áttum því að skora að minnsta kosti tvö eða þrjú mörk til viðbótar. Svona er þetta stundum og þeir eru líka með mjög góðan markvörð sem varði oft mjög vel," sagði Lars. Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Fótbolti „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Fleiri fréttir „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Pirraður því við áttum meira skilið“ Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fíaskó Svía ætlar engan endi að taka Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum X-ið eftir leik: Frakkarnir lentu í tiki-taka köðlum Arnars Gunnlaugssonar „Ég vildi bara reyna að setja annað“ Úkraína hélt sér fyrir ofan Ísland Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Næstminnsta HM-þjóðin á eftir Íslandi Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Byrjunarlið Frakklands: Mateta tekur sæti Mbappé „Ísland er með sterkt lið“ „Ekitiké er ekki slæmur“ Íslenska liðið gæti hæglega verið með fleiri stig Frakkar geta tryggt sér sæti á HM í kvöld Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Sjá meira
Lars Lagerback, þjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta, var nokkuð sáttur með leik liðsins í kvöld en Ísland vann þá 1-0 sigur á slöku liði Færeyjar. Lagerback var þó vonsvikinn að íslenska liðið nýtti ekki fleiri færi í leiknum. „Það er alltaf erfitt að spila við Færeyinga því þeir eru vel skipulagt lið sem spilar með marga menn í vörninni og eru með líkamlega sterka leikmenn," sagði Lars Lagerback, þjálfari íslenska liðsins. „Við spiluðum ekki nógu vel í fyrri hálfleiknum en við vildum ekki pressa þá hátt á vellinum því vorum að reyna að spila svipað og við komum til með að gera á móti Svisslendingum. Það gekk mun betur í seinni hálfleiknum og kannski voru þeir líka orðnir svolítið þreyttir," sagði Lars. „Ég talaði um það við leikmenn í hálfleik að vera duglegri að skipta um stöður og þá sérstaklega átti það við bakverði og vængmenn. Við stilltum líka upp sóknafjarfari miðju en við erum vanalega með í seinni hálfleiknum og settum þá Eið Smára inn á miðjuna. Það kom sér vel á móti svona liði og það gekk betur í seinni hálfleik," sagði Lars. „Þetta var frekar góður leikur hjá okkur en stærstu vonbrigðin er að liðið skyldi ekki skora fleiri mörk því liðið fékk það mörg færi og þá sérstaklega í seinni hálfleiknum. Við sköpuðum líka þrjú góð færi í fyrri hálfleiknum. Vonandi koma mörkin bara í staðinn á móti Albaníu og Sviss," sagði Lars. „Við hefðum getað náð betri úrslitum úr þessum leik ef að við hefðum beitt meiri hápressu í fyrri hálfleiknum en ég vildi ekki gera það því við vorum að undirbúa okkur fyrir leik á móti Sviss. Þetta var æfing fyrir þann leik og mikilvægt að leikmenn á miðju og í framlínu væri í réttum stöðum," sagði Lars. „Við náðum mörgum flottum sóknum í seinni hálfleik og sköpuðum fullt af færum. Við áttum því að skora að minnsta kosti tvö eða þrjú mörk til viðbótar. Svona er þetta stundum og þeir eru líka með mjög góðan markvörð sem varði oft mjög vel," sagði Lars.
Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Fótbolti „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Fleiri fréttir „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Pirraður því við áttum meira skilið“ Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fíaskó Svía ætlar engan endi að taka Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum X-ið eftir leik: Frakkarnir lentu í tiki-taka köðlum Arnars Gunnlaugssonar „Ég vildi bara reyna að setja annað“ Úkraína hélt sér fyrir ofan Ísland Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Næstminnsta HM-þjóðin á eftir Íslandi Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Byrjunarlið Frakklands: Mateta tekur sæti Mbappé „Ísland er með sterkt lið“ „Ekitiké er ekki slæmur“ Íslenska liðið gæti hæglega verið með fleiri stig Frakkar geta tryggt sér sæti á HM í kvöld Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Sjá meira