Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Rúmenía 77-71 Guðmundur Marinó Ingvarsson í Laugardalshöllinni skrifar 16. ágúst 2013 11:07 Mynd/Daníel Ísland sigraði Rúmeníu 77-71 og tryggði sér annað sæti A-riðils í undankeppni Evrópumeistaramótsins í körfubolta 2015. Ísland var yfir allan leikinn þó Rúmenía hafi aldrei verið langt undan en staðan í hálfleik var 40-36. Ísland byrjaði leikinn frábærlega og var níu stigum yfir eftir fyrsta leikhluta 22-13. Það var mikill kraftur í íslenska liðinu og virtist vera mikið sjálfstraust í liðinu eftir frábæran leik gegn Búlgaríu á þriðjudaginn. Rúmenía sýndi þó að það er ekki tilviljun að liðið náði að leggja Búlgaríu að velli fyrr í undankeppninni. Liðið vann sig fljótt inn í leikinn og náði að jafna metin en komst aldrei yfir. Ísland var alltaf yfir fyrir utan þau fáu skipti sem Rúmenía náði að jafna. Þó var alltaf mikil spenna í leiknum en aðeins einu stigi munaði þegar einn leikhluti var eftir af leiknum, 61-60. Rúmenía skoraði fyrsta stig fjórða leikhluta en náði ekki að nýta vítið sem liðið fékk til að komast yfir í fyrsta sinn í leiknum. Ísland refsaði það og var staðan aldrei aftur jöfn í leiknum þó Rúmenía hafi nokkrum sinnum minnkað muninn í eitt stig. Íslenska liðið lék frábæra vörn í fjórða leikhluta og vann að lokum sex stiga sigur en þetta var fyrsti sigur Ísland í Laugardalshöll síðan 2008. Jakob Sigurðarson átti frábæran leik en hann skoraði 23 stig. Haukur Helgi Pálsson var einnig frábær en hann skoraði 14 stig, tók 5 fráköst og gaf 5 stoðsendingar auk þess að leika frábærlega í vörninni. Jón Arnór Stefánsson átti í villu vandræðum í fyrri hálfleik en skoraði 11 stig og var virkilega öflugur í fjórða leikhluta. Pavel Ermolinskij skoraði 9 stig og tók 9 fráköst og Hlynur Bæringsson skoraði 7 stig og hirti 13 fráköst en eitt þeirra var sóknarfrákast eftir að Pavel hitti ekki úr vítaskot þegar 20 sekúndur voru eftir. Segja má að það hafi endanlega gert út um leikinn. Peter: Skiptir mestu máli að vinna fyrir framan fólkið„Maður er alltaf glaður þegar maður vinnur landsleik. Að vinna hér heima fyrir framan okkar áhorfendur er frábært,“ sagði Peter Öqvist þjálfari Íslands. „Það skipti strákana mestu máli að vinna fyrir framan okkar áhorfendur hér heima. Við vitum líka að það skiptir máli að fara ofar á styrkleikalista alþjóða körfuknattleikssambandsins. „Í fyrra byrjuðum við á botninum þar sem Ísland lék ekki árin á undan. Við settum nokkur lið aftur fyrir okkur þá og svo endurtókum við leikinn í ár. Ef Ísland nær að halda þessu striki þá er það leiðin til góðs árangurs. Ég er ánægður með að ná þessum sigri og öðru sæti riðilsins. „Við byrjðum mjög vel og náðum góðu forskoti. Svo fannst mér Rúmenía leika góða vörn og hindraði hlaupin okkar upp að körfunni og hraðaupphlaup okkar. Við skutum ekki eins vel og við getum og það skrifast bæði á okkur og vörn Rúmeníu,“ sagði Peter en Ísland hitti aðeins úr 3 af 21 þriggja stiga skoti sínu í leiknum og alls 23 af 56 skota sinna utan af velli. „Það er styrkleikamerki fyrir Ísland að vinna þegar liði skýtur illa. Það er mikil framför. „Við tökum þetta ár fyrir ár. Ég þarf tíma til að skoða stöðuna eftir þetta sumar. Ég hef notið mín mikils sem þjálfari Íslands. Ég er mjög ánægður með hvað körfuknattleikssambandið er að gera. Hvað allir í kringum körfuboltann eru að gera. Íslensk menning og landið er fallegt. „Leikmenn liðsins er mjög faglegir og reyna allt hvað þeir geta. Þetta er frábær hópur að vinna með en við verðum að sjá til með hvað framtíðin ber í skauti sér. „Það er frábær hvernig ungu mennirnir komu inn í hópinn (Martin Hermannsson, Ragnar Nathanaelsson og Stefán Karl Torfason). Það eru fleiri ungir strákar á leiðinni og svo aðrir eldri leikmenn líka sem eiga erindi í hópinn. Framtíðin lítur vel út fyrir Ísland.“ Jakob: Erum á réttri leið„Leikurinn var ekki okkar besti en við náðum að klára þetta í lokin. En mér fannst við samt alltaf hafa yfirhönd í leiknum. Það var eftir góða byrjun,“ sagði Jakob Sigurðarson sem fór mikinn fyrir Ísland í kvöld gegn Rúmeníu. „Við misstum þá aldrei fram úr okkur. Þeir náðu aldrei forskotinu og stjórn á leiknum. Þetta var jafnt en mér fannst við alltaf stjórn og þeir að elta okkur. Það var sterkt hjá okkur finna leið til að halda þeim fyrir aftan okkur. „Við náðum að berja okkur saman og finna leiðir til að skora og finna leiðir til að stoppa þá þegar þeir áttu góða spretti,“ sagði Jakob sem er ekki búinn að jafna sig eftir tapið gegn Búlgaríu á þriðjudaginn. „Það var rosalega svekkjandi og maður er ekki búinn að ná sér eftir það. Þegar maður spilar þennan leik og eftir leikinn þá fann maður að það var svo rosalega mikil stemning í Höllinni og hjá áhorfendum. Þeir lifðu sig svo mikið inn í þetta. Það var svo gott andrúmsloft sem hefur stundum ekki verið hérna áður. Það hjálpaði manni og kveikja í manni að reyna að halda því áfram. Að gefa áhorfendum góðan leik og enda þetta á góðum leik. „Allt sumarið hefur verið gott hjá okkur. Við höfum átt einn slakan leik, gegn Búlgaríu úti. Fyrir utan það hefur þetta verið mjög gott framhald frá því í fyrra. Við erum búnir að taka næsta skref og erum komnir á betra stig körfuboltalega séð. Þetta er jákvætt og nú þurfum við bara að halda áfram og bæta okkur enn frekar. „Þetta er erfitt ferli. Við tókum pásu og þegar við byrjum aftur þá erum við alveg á botninum. Það tekur tíma að vinna sig aftur upp og við erum á réttri leið,“ sagði Jakob. Haukur: Gott að vinna báða leikina gegn þeim„Þetta var mjög flottur sigur. Það er flott að við náðum að halda þessu forskoti allan leikinn. Þeir komu alltaf aftur en komast aldrei yfir og ég er sáttastur við það í leiknum,“ sagði Haukur Helgi Pálsson sem átti frábæran leik fyrir Ísland. „Þeir eru með gott lið en mér fannst við vera pínulítið kærulausir í þriðja leikhluta. En það er flott að við héldum þessu,“ sagði Haukur sem átti ekki í vandræðum með gíra sig upp fyrir leikinn eftir vonbrigðin á þriðjudag gegn Búlgaríu. „Það var erfitt í byrjun en þegar það kemur að leikdegi þá kemur þetta af sjálfu sér. Þetta var stór leikur fyrir okkur því þetta snérist um það hvar við ætlum að vera í styrkleikalistanum. Það er gott að vinna báða leikina gegn þessu liði,“ sagði Haukur Helgi sem var með tæplega 40 stiga hita í leiknum gegn Búlgaríu. „Þetta var aðeins skárra. Nú gat maður hlaupið og gert eitthvað meira. Þetta var miklu betra. „Þetta er allt upp á við hér í landsliðinu. Það mikill stígandi í þessu. Við erum betri en við vorum í fyrra og það er góð þróun á þessu,“ sagði Haukur. Leiklýsing:Leik lokið (77-71): Frábær sigur Íslands og annað sætið í riðlinum staðreynd.40. mínúta (75-69): Pavel klikkar úr tveimur vítum en Hlynur hirðir sóknarfrákastið, aleinn í baráttunni. Þá er brotið á Jóni og hann setur bara annað niður. 20 sekúndur eftir.40. mínúta (74-67): Haukur Helgi setur 2 víti niður. 40 sekúndur eftir.39. mínúta (72-67): Rúmenía klikkar úr 2 vítum og öðru skoti eftir frákastið en Jón Arnór klikkar ekki úr löngum tvist.38. mínúta (70-67): Þrjú stig og tvær mínútur eftir.37. mínúta (70-65): Með taugarnar þandar gera bæði lið sig sek um klaufaleg mistök í sókninni. Bæði lið tapa boltanum með því að stíga útaf vellinum og hvorugt lið finnur opið skot fyrr en Jón Arnór kemst á vítalínuna og setur bæði niður.35. mínúta (68-65): Þetta heldur áfram að rokka úr einu stigi upp í þrjú. Jakob kominn með 21 stig fyrir Ísland.34. mínúta (66-63): Tvö víti hjá Jóni Arnóri koma þessu aftur í þrjú stig.33. mínúta (64-63): Sjö mínútur eftir og Rúmenía komin í bónus. Margar klaufalegar villur hér í upphafi fjórða leikhluta.32. mínúta (64-61): Logi setur niður opinn þrist eftir sendingu frá Jóni Arnóri.31. mínúta (61-61): Rúmenía fékk víti til að komast yfir en það tókst ekki. Jafn leikur í staðin.3. leikhluta lokið (61-60): Rúmenía skorar níu af ellefu síðustu sitgum fjórðungsins og því munar aðeins einu stigi fyrir fjórða leikhluta.28. mínúta (59-51): Jón Arnór með troðslu í hraðaupphlaupi. Þetta kveikir í áhorfendum.28. mínúta (57-51): Pavel setur tvö víti niður.26. mínúta (55-49): Pavel með laglegan þrist.25. mínúta (52-47): Jakob svarar sjö stiga sprett Rúmeníu.23. mínúta (50-42): Haukur Helgi með sendingu inn á opinn Martin undir körfunni.22. mínúta (45-40): Haukur Helgi heldur áfram að fara á kostum!21. mínúta (42-36): Stolinn bolti og Martin Hermannsson skorar úr sniðskoti.Hálfleikur: Ísland er yfir þrátt fyrir að hafa aðeins hitt úr einum af 13 þriggja stiga skotum sínum í fyrri hálfleik. Ísland hefur aftur á móti hitt úr 11 af 12 vítum sínum á sama tíma og Rúmenía hefur hitt úr 6 af 13 vítum sínum.Hálfleikur: Hlynur Bæringsson hefur skora 4 stig og tekið 7 fráköst. Pavel er líka með 4 stig til viðbótar við 4 fráköst.Hálfleikur: Jakob Sigurðarson hefur verið frábær í sókn íslenska liðsins og skorað 15 stig. Haukur Helgi Pálsson hefur einnig leikið virkilega vel en hann er með 9 stig, 3 fráköst og 3 stoðsendingar.Hálfleikur: Jón Arnór hefur lítið leikið vegna villu vandræða, hann er með þrjár villur á tæpum sex mínútum.Hálfleikur (40-36): Haukur stelur boltanum í frákasta baráttunni, kemur boltanum á Jakob sem skorar í þann mund sem brotið er á honum. Vítið fer líka niður og Ísland er fjórum stigum yfir í hálfleik. Rúmenía nær neyðarskoti frá miðju var ekki langt frá því að fara niður.19. mínúta (37-36): Jakob setur eitt víti niður og Ísland er einu yfir þegar mínúta er til hálfleiks.18. mínúta (34-34): Jafn leikur.17. mínúta (34-30): Jakob með þriggja stiga fléttu.16. mínúta (31-30): Sex rúmensk stig í röð.15. mínúta (28-24): Haukur Helgi með glæsileg tilþrif undir körfunni.13. mínúta (26-23): Þristur dettur og nú munar bara þremur stigum.12. mínúta (26-18): Hlynur Bæringsson með sín fyrstu stig en Rúmenska liðið er að fá opnari skot en í fyrsta leikhluta og það má Ísland ekki gefa.11. mínúta (24-16): Rúmenía skoraði þrjú fyrstu stigin og Jakob svaraði með 2 vítum.Fyrsta leikhluta lokið (22-13): Glæsilegur fyrsti fjórðungur hjá Íslandi. Níu stiga munur og það þó Jón Arnór og Hlynur Bæringsson hafi ekki spilað margar mínútur.9. mínúta (20-11): Haukur Helgi er ekki lengur veikur og það sést. Kominn í sjö stig.7. mínúta (18-11): Hörður svarar eftir fjöur stig Rúmena í röð.6. mínúta (16-7): Ísland náði sóknarfrákasti og Logi fékk opið skot sem fór niður. 5. mínúta (14-7): Pavel keyrði auðveldlega inn að körfunni og skoraði úr erfiðu sniðskoti.4. mínúta (12-5): Frábær spilamennska. Haukur Helgi með glæsilega sendingu inn á Ragnar Nathanaelsson sem var einn undir körfunni og því ekki að sökum að spyrja þó áhorfendur hafi ekki fengið troðslu.3. mínúta (10-5): Haukur Helgi með viðstöðulausa troðslu eftir sendingu frá Pavel.2. mínúta (8-4): Jón Arnór með fyrstu stigin sín áðu r en Jakob setur niður þrist. 100. þristur Jakobs með landsliðinu, ekki slæmt það.1. mínúta (3-2): Rúmenía skorar fyrstu stigin en Haukur Helgi svarar með þriggja stiga leikfléttu.Fyrir leik: Þá er búið að leika þjóðsöngva landanna og allt að verða klárt fyrir leikinn. Eins og gegn Búlgaríu fær Peter Öqvist þjálfari Íslands frægasta lag Svíþjóðar eftir íslenska þjóðsöngin, Final Countdown með Europe.Fyrir leik: Ísland hefur ekki unnið heimaleik í Laugardalshöllinni frá því 10. september 2008. Síðan þá hefur liðið tapað sjö leikjum í röð.Fyrir leik: Sex af tólf leikmönnum Rúmeníu eru yfir tvo metra á hæð. Einu tveir leikmenn vallarins undir 190 sentimetrum koma jafnframt frá Rúmeníu en 32 sentimetrum munar á hæsta og lægsta leikmanni liðsins.Fyrir leik: Haukur Helgi Pálsson var með tæplega 40 stiga hita þegar Ísland tapaði fyrir Búlgaríu á þriðjudaginn. Hann hefur jafnað sig af flensunni og er klár í slaginn.Fyrir leik: Búast má við því að Hlynur Bæringsson leiki fáar mínútur í leiknum en hann hefur verið að berjast við meiðsli alla undankeppnina.Fyrir leik: Jón Arnór Stefánsson sem fór á kostum gegn Búlgaríu verður með Íslandi í kvöld þó hann hafi átt við einhver meiðsli að stríða.Fyrir leik: Þó Ísland eigi ekki lengur möguleika á að komast í lokakeppni EM 2015 í Úkraínu þá skiptir leikurinn í kvöld miklu máli. Vinni Ísland fari liðið upp um styrkleikaflokk þegar dregið verður í næstu undankeppni. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Fleiri fréttir Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Leik lokið: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Leik lokið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Sjá meira
Ísland sigraði Rúmeníu 77-71 og tryggði sér annað sæti A-riðils í undankeppni Evrópumeistaramótsins í körfubolta 2015. Ísland var yfir allan leikinn þó Rúmenía hafi aldrei verið langt undan en staðan í hálfleik var 40-36. Ísland byrjaði leikinn frábærlega og var níu stigum yfir eftir fyrsta leikhluta 22-13. Það var mikill kraftur í íslenska liðinu og virtist vera mikið sjálfstraust í liðinu eftir frábæran leik gegn Búlgaríu á þriðjudaginn. Rúmenía sýndi þó að það er ekki tilviljun að liðið náði að leggja Búlgaríu að velli fyrr í undankeppninni. Liðið vann sig fljótt inn í leikinn og náði að jafna metin en komst aldrei yfir. Ísland var alltaf yfir fyrir utan þau fáu skipti sem Rúmenía náði að jafna. Þó var alltaf mikil spenna í leiknum en aðeins einu stigi munaði þegar einn leikhluti var eftir af leiknum, 61-60. Rúmenía skoraði fyrsta stig fjórða leikhluta en náði ekki að nýta vítið sem liðið fékk til að komast yfir í fyrsta sinn í leiknum. Ísland refsaði það og var staðan aldrei aftur jöfn í leiknum þó Rúmenía hafi nokkrum sinnum minnkað muninn í eitt stig. Íslenska liðið lék frábæra vörn í fjórða leikhluta og vann að lokum sex stiga sigur en þetta var fyrsti sigur Ísland í Laugardalshöll síðan 2008. Jakob Sigurðarson átti frábæran leik en hann skoraði 23 stig. Haukur Helgi Pálsson var einnig frábær en hann skoraði 14 stig, tók 5 fráköst og gaf 5 stoðsendingar auk þess að leika frábærlega í vörninni. Jón Arnór Stefánsson átti í villu vandræðum í fyrri hálfleik en skoraði 11 stig og var virkilega öflugur í fjórða leikhluta. Pavel Ermolinskij skoraði 9 stig og tók 9 fráköst og Hlynur Bæringsson skoraði 7 stig og hirti 13 fráköst en eitt þeirra var sóknarfrákast eftir að Pavel hitti ekki úr vítaskot þegar 20 sekúndur voru eftir. Segja má að það hafi endanlega gert út um leikinn. Peter: Skiptir mestu máli að vinna fyrir framan fólkið„Maður er alltaf glaður þegar maður vinnur landsleik. Að vinna hér heima fyrir framan okkar áhorfendur er frábært,“ sagði Peter Öqvist þjálfari Íslands. „Það skipti strákana mestu máli að vinna fyrir framan okkar áhorfendur hér heima. Við vitum líka að það skiptir máli að fara ofar á styrkleikalista alþjóða körfuknattleikssambandsins. „Í fyrra byrjuðum við á botninum þar sem Ísland lék ekki árin á undan. Við settum nokkur lið aftur fyrir okkur þá og svo endurtókum við leikinn í ár. Ef Ísland nær að halda þessu striki þá er það leiðin til góðs árangurs. Ég er ánægður með að ná þessum sigri og öðru sæti riðilsins. „Við byrjðum mjög vel og náðum góðu forskoti. Svo fannst mér Rúmenía leika góða vörn og hindraði hlaupin okkar upp að körfunni og hraðaupphlaup okkar. Við skutum ekki eins vel og við getum og það skrifast bæði á okkur og vörn Rúmeníu,“ sagði Peter en Ísland hitti aðeins úr 3 af 21 þriggja stiga skoti sínu í leiknum og alls 23 af 56 skota sinna utan af velli. „Það er styrkleikamerki fyrir Ísland að vinna þegar liði skýtur illa. Það er mikil framför. „Við tökum þetta ár fyrir ár. Ég þarf tíma til að skoða stöðuna eftir þetta sumar. Ég hef notið mín mikils sem þjálfari Íslands. Ég er mjög ánægður með hvað körfuknattleikssambandið er að gera. Hvað allir í kringum körfuboltann eru að gera. Íslensk menning og landið er fallegt. „Leikmenn liðsins er mjög faglegir og reyna allt hvað þeir geta. Þetta er frábær hópur að vinna með en við verðum að sjá til með hvað framtíðin ber í skauti sér. „Það er frábær hvernig ungu mennirnir komu inn í hópinn (Martin Hermannsson, Ragnar Nathanaelsson og Stefán Karl Torfason). Það eru fleiri ungir strákar á leiðinni og svo aðrir eldri leikmenn líka sem eiga erindi í hópinn. Framtíðin lítur vel út fyrir Ísland.“ Jakob: Erum á réttri leið„Leikurinn var ekki okkar besti en við náðum að klára þetta í lokin. En mér fannst við samt alltaf hafa yfirhönd í leiknum. Það var eftir góða byrjun,“ sagði Jakob Sigurðarson sem fór mikinn fyrir Ísland í kvöld gegn Rúmeníu. „Við misstum þá aldrei fram úr okkur. Þeir náðu aldrei forskotinu og stjórn á leiknum. Þetta var jafnt en mér fannst við alltaf stjórn og þeir að elta okkur. Það var sterkt hjá okkur finna leið til að halda þeim fyrir aftan okkur. „Við náðum að berja okkur saman og finna leiðir til að skora og finna leiðir til að stoppa þá þegar þeir áttu góða spretti,“ sagði Jakob sem er ekki búinn að jafna sig eftir tapið gegn Búlgaríu á þriðjudaginn. „Það var rosalega svekkjandi og maður er ekki búinn að ná sér eftir það. Þegar maður spilar þennan leik og eftir leikinn þá fann maður að það var svo rosalega mikil stemning í Höllinni og hjá áhorfendum. Þeir lifðu sig svo mikið inn í þetta. Það var svo gott andrúmsloft sem hefur stundum ekki verið hérna áður. Það hjálpaði manni og kveikja í manni að reyna að halda því áfram. Að gefa áhorfendum góðan leik og enda þetta á góðum leik. „Allt sumarið hefur verið gott hjá okkur. Við höfum átt einn slakan leik, gegn Búlgaríu úti. Fyrir utan það hefur þetta verið mjög gott framhald frá því í fyrra. Við erum búnir að taka næsta skref og erum komnir á betra stig körfuboltalega séð. Þetta er jákvætt og nú þurfum við bara að halda áfram og bæta okkur enn frekar. „Þetta er erfitt ferli. Við tókum pásu og þegar við byrjum aftur þá erum við alveg á botninum. Það tekur tíma að vinna sig aftur upp og við erum á réttri leið,“ sagði Jakob. Haukur: Gott að vinna báða leikina gegn þeim„Þetta var mjög flottur sigur. Það er flott að við náðum að halda þessu forskoti allan leikinn. Þeir komu alltaf aftur en komast aldrei yfir og ég er sáttastur við það í leiknum,“ sagði Haukur Helgi Pálsson sem átti frábæran leik fyrir Ísland. „Þeir eru með gott lið en mér fannst við vera pínulítið kærulausir í þriðja leikhluta. En það er flott að við héldum þessu,“ sagði Haukur sem átti ekki í vandræðum með gíra sig upp fyrir leikinn eftir vonbrigðin á þriðjudag gegn Búlgaríu. „Það var erfitt í byrjun en þegar það kemur að leikdegi þá kemur þetta af sjálfu sér. Þetta var stór leikur fyrir okkur því þetta snérist um það hvar við ætlum að vera í styrkleikalistanum. Það er gott að vinna báða leikina gegn þessu liði,“ sagði Haukur Helgi sem var með tæplega 40 stiga hita í leiknum gegn Búlgaríu. „Þetta var aðeins skárra. Nú gat maður hlaupið og gert eitthvað meira. Þetta var miklu betra. „Þetta er allt upp á við hér í landsliðinu. Það mikill stígandi í þessu. Við erum betri en við vorum í fyrra og það er góð þróun á þessu,“ sagði Haukur. Leiklýsing:Leik lokið (77-71): Frábær sigur Íslands og annað sætið í riðlinum staðreynd.40. mínúta (75-69): Pavel klikkar úr tveimur vítum en Hlynur hirðir sóknarfrákastið, aleinn í baráttunni. Þá er brotið á Jóni og hann setur bara annað niður. 20 sekúndur eftir.40. mínúta (74-67): Haukur Helgi setur 2 víti niður. 40 sekúndur eftir.39. mínúta (72-67): Rúmenía klikkar úr 2 vítum og öðru skoti eftir frákastið en Jón Arnór klikkar ekki úr löngum tvist.38. mínúta (70-67): Þrjú stig og tvær mínútur eftir.37. mínúta (70-65): Með taugarnar þandar gera bæði lið sig sek um klaufaleg mistök í sókninni. Bæði lið tapa boltanum með því að stíga útaf vellinum og hvorugt lið finnur opið skot fyrr en Jón Arnór kemst á vítalínuna og setur bæði niður.35. mínúta (68-65): Þetta heldur áfram að rokka úr einu stigi upp í þrjú. Jakob kominn með 21 stig fyrir Ísland.34. mínúta (66-63): Tvö víti hjá Jóni Arnóri koma þessu aftur í þrjú stig.33. mínúta (64-63): Sjö mínútur eftir og Rúmenía komin í bónus. Margar klaufalegar villur hér í upphafi fjórða leikhluta.32. mínúta (64-61): Logi setur niður opinn þrist eftir sendingu frá Jóni Arnóri.31. mínúta (61-61): Rúmenía fékk víti til að komast yfir en það tókst ekki. Jafn leikur í staðin.3. leikhluta lokið (61-60): Rúmenía skorar níu af ellefu síðustu sitgum fjórðungsins og því munar aðeins einu stigi fyrir fjórða leikhluta.28. mínúta (59-51): Jón Arnór með troðslu í hraðaupphlaupi. Þetta kveikir í áhorfendum.28. mínúta (57-51): Pavel setur tvö víti niður.26. mínúta (55-49): Pavel með laglegan þrist.25. mínúta (52-47): Jakob svarar sjö stiga sprett Rúmeníu.23. mínúta (50-42): Haukur Helgi með sendingu inn á opinn Martin undir körfunni.22. mínúta (45-40): Haukur Helgi heldur áfram að fara á kostum!21. mínúta (42-36): Stolinn bolti og Martin Hermannsson skorar úr sniðskoti.Hálfleikur: Ísland er yfir þrátt fyrir að hafa aðeins hitt úr einum af 13 þriggja stiga skotum sínum í fyrri hálfleik. Ísland hefur aftur á móti hitt úr 11 af 12 vítum sínum á sama tíma og Rúmenía hefur hitt úr 6 af 13 vítum sínum.Hálfleikur: Hlynur Bæringsson hefur skora 4 stig og tekið 7 fráköst. Pavel er líka með 4 stig til viðbótar við 4 fráköst.Hálfleikur: Jakob Sigurðarson hefur verið frábær í sókn íslenska liðsins og skorað 15 stig. Haukur Helgi Pálsson hefur einnig leikið virkilega vel en hann er með 9 stig, 3 fráköst og 3 stoðsendingar.Hálfleikur: Jón Arnór hefur lítið leikið vegna villu vandræða, hann er með þrjár villur á tæpum sex mínútum.Hálfleikur (40-36): Haukur stelur boltanum í frákasta baráttunni, kemur boltanum á Jakob sem skorar í þann mund sem brotið er á honum. Vítið fer líka niður og Ísland er fjórum stigum yfir í hálfleik. Rúmenía nær neyðarskoti frá miðju var ekki langt frá því að fara niður.19. mínúta (37-36): Jakob setur eitt víti niður og Ísland er einu yfir þegar mínúta er til hálfleiks.18. mínúta (34-34): Jafn leikur.17. mínúta (34-30): Jakob með þriggja stiga fléttu.16. mínúta (31-30): Sex rúmensk stig í röð.15. mínúta (28-24): Haukur Helgi með glæsileg tilþrif undir körfunni.13. mínúta (26-23): Þristur dettur og nú munar bara þremur stigum.12. mínúta (26-18): Hlynur Bæringsson með sín fyrstu stig en Rúmenska liðið er að fá opnari skot en í fyrsta leikhluta og það má Ísland ekki gefa.11. mínúta (24-16): Rúmenía skoraði þrjú fyrstu stigin og Jakob svaraði með 2 vítum.Fyrsta leikhluta lokið (22-13): Glæsilegur fyrsti fjórðungur hjá Íslandi. Níu stiga munur og það þó Jón Arnór og Hlynur Bæringsson hafi ekki spilað margar mínútur.9. mínúta (20-11): Haukur Helgi er ekki lengur veikur og það sést. Kominn í sjö stig.7. mínúta (18-11): Hörður svarar eftir fjöur stig Rúmena í röð.6. mínúta (16-7): Ísland náði sóknarfrákasti og Logi fékk opið skot sem fór niður. 5. mínúta (14-7): Pavel keyrði auðveldlega inn að körfunni og skoraði úr erfiðu sniðskoti.4. mínúta (12-5): Frábær spilamennska. Haukur Helgi með glæsilega sendingu inn á Ragnar Nathanaelsson sem var einn undir körfunni og því ekki að sökum að spyrja þó áhorfendur hafi ekki fengið troðslu.3. mínúta (10-5): Haukur Helgi með viðstöðulausa troðslu eftir sendingu frá Pavel.2. mínúta (8-4): Jón Arnór með fyrstu stigin sín áðu r en Jakob setur niður þrist. 100. þristur Jakobs með landsliðinu, ekki slæmt það.1. mínúta (3-2): Rúmenía skorar fyrstu stigin en Haukur Helgi svarar með þriggja stiga leikfléttu.Fyrir leik: Þá er búið að leika þjóðsöngva landanna og allt að verða klárt fyrir leikinn. Eins og gegn Búlgaríu fær Peter Öqvist þjálfari Íslands frægasta lag Svíþjóðar eftir íslenska þjóðsöngin, Final Countdown með Europe.Fyrir leik: Ísland hefur ekki unnið heimaleik í Laugardalshöllinni frá því 10. september 2008. Síðan þá hefur liðið tapað sjö leikjum í röð.Fyrir leik: Sex af tólf leikmönnum Rúmeníu eru yfir tvo metra á hæð. Einu tveir leikmenn vallarins undir 190 sentimetrum koma jafnframt frá Rúmeníu en 32 sentimetrum munar á hæsta og lægsta leikmanni liðsins.Fyrir leik: Haukur Helgi Pálsson var með tæplega 40 stiga hita þegar Ísland tapaði fyrir Búlgaríu á þriðjudaginn. Hann hefur jafnað sig af flensunni og er klár í slaginn.Fyrir leik: Búast má við því að Hlynur Bæringsson leiki fáar mínútur í leiknum en hann hefur verið að berjast við meiðsli alla undankeppnina.Fyrir leik: Jón Arnór Stefánsson sem fór á kostum gegn Búlgaríu verður með Íslandi í kvöld þó hann hafi átt við einhver meiðsli að stríða.Fyrir leik: Þó Ísland eigi ekki lengur möguleika á að komast í lokakeppni EM 2015 í Úkraínu þá skiptir leikurinn í kvöld miklu máli. Vinni Ísland fari liðið upp um styrkleikaflokk þegar dregið verður í næstu undankeppni.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Fleiri fréttir Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Leik lokið: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Leik lokið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Sjá meira