Körfubolti

Jakob: Erum á réttri leið

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Jakob keyrir að körfunni í kvöld.
Jakob keyrir að körfunni í kvöld. mynd/stefán
„Leikurinn var ekki okkar besti en við náðum að klára þetta í lokin. En mér fannst við samt alltaf hafa yfirhönd í leiknum. Það var eftir góða byrjun,“ sagði Jakob Sigurðarson sem fór mikinn fyrir Ísland í kvöld gegn Rúmeníu.

„Við misstum þá aldrei fram úr okkur. Þeir náðu aldrei forskotinu og stjórn á leiknum. Þetta var jafnt en mér fannst við alltaf stjórn og þeir að elta okkur. Það var sterkt hjá okkur finna leið til að halda þeim fyrir aftan okkur.

„Við náðum að berja okkur saman og finna leiðir til að skora og finna leiðir til að stoppa þá þegar þeir áttu góða spretti,“ sagði Jakob sem er ekki búinn að jafna sig eftir tapið gegn Búlgaríu á þriðjudaginn.

„Það var rosalega svekkjandi og maður er ekki búinn að ná sér eftir það. Þegar maður spilar þennan leik og eftir leikinn þá fann maður að það var svo rosalega mikil stemning í Höllinni og hjá áhorfendum. Þeir lifðu sig svo mikið inn í þetta. Það var svo gott andrúmsloft sem hefur stundum ekki verið hérna áður. Það hjálpaði manni og kveikja í manni að reyna að halda því áfram. Að gefa áhorfendum góðan leik og enda þetta á góðum leik.

„Allt sumarið hefur verið gott hjá okkur. Við höfum átt einn slakan leik, gegn Búlgaríu úti. Fyrir utan það hefur þetta verið mjög gott framhald frá því í fyrra. Við erum búnir að taka næsta skref og erum komnir á betra stig körfuboltalega séð. Þetta er jákvætt og nú þurfum við bara að halda áfram og bæta okkur enn frekar.

„Þetta er erfitt ferli. Við tókum pásu og þegar við byrjum aftur þá erum við alveg á botninum. Það tekur tíma að vinna sig aftur upp og við erum á réttri leið,“ sagði Jakob.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×