Hrafnhildur hafnaði í 16. sæti eða því síðasta sem gefur sæti í undanúrslitum. Hrafnhildur synti á tímanum 2:28,12 mínútum sem er rúmri sekúndu frá Íslandsmetinu hennar, 2:27,11 mínútur.
„Þegar maður er í 16. sæti er engin leið önnur en upp," sagði Hrafnhildur í viðtali á heimasíðu Sundsambandsins um undanúrslitasundið í kvöld.