Stóð á verði á meðan formaðurinn pissaði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. ágúst 2013 13:18 Borghildur og stuðningsmenn FK Aktobe. Mynd/Samsett „Þetta var ákveðin upplifun. Ég kunni nú samt ekki við að taka myndir af þessu," segir Borghildur Sigurðardóttir formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks. Breiðablik tekur á móti Aktobe frá Kasakstan í síðari leik liðanna í 3. umferð forkeppni Evrópudeildar á fimmtudaginn. Gestirnir urðu ekki við beiðni Blika að spila á Kópavogsvelli og fer leikurinn því fram á Laugardalsvelli. „Þeir voru búnir að samþykkja þetta en svo neitaði þjálfarinn þeirra því að lokum," segir Borghildur. Í 3. umferð forkeppni Evrópudeildar þurfa leikvangar að uppfylla meiri kröfur en í umferðinni á undan. Kópavogsvöllur uppfyllir ekki allar kröfurnar, til að mynda þá sem snýr að flóðljósum, en heimalið getur óskað eftir því við gestaliðið að fá engu að síður að spila á heimavellinum. Þeirri kröfu neituðu forráðamenn Aktobe. „Þeir höfðu áhyggjur af því að fyrst leikvangurinn uppfyllti ekki allar kröfurnar að þá væri hann ekki góður. Þetta er annar menningarheimur og erfitt að útskýra hlutina fyrir þeim," segir Borghildur sem tekur málinu með stóískri ró. Hennar strákar séu klárir í slaginn á þjóðarleikvanginum þar sem þeir spila líka á morgun í undanúrslitum Borgunarbikarsins gegn Fram. Heimavöllur Aktobe uppfyllti kröfur UEFA þrátt fyrir að bjóða ekki upp á klósettaðstöðu fyrir kvenkyns áhorfendur. Því fékk Borghildur að kynnast ytra í fyrri leiknum. Stúka hafi verið á hverri hlið vallarins og eitt klósett fyrir hverja af stúkunum fjórum. „Klósettið var risastórt með 25 pissuskálum og nokkrum holum í jörðinni. Mér var alltaf bent á að fara þangað," segir Borghildur hlæjandi. „Ég kíkti inn en sá bara fullt af karlmönnum og pissuskálarnar. Þetta hlaut að vera vitlaust," segir formaðurinn. Á endanum hafi heimamenn áttað sig á því að henni væri alvarlega mál. „Þá kom einhver vörður með mér, rak alla sem voru að pissa út og stóð vörð svo ég gæti farið inn," segir Borghildur. Hún minnir á að menningarheimurinn sé gjörólíkur og aðstaðan örugglega eðlileg í þeirra heimi. Leikur Breiðabliks og Aktobe fer fram á Laugardalsvelli á fimmtudagskvöldið og hefst klukkan 20. Evrópudeild UEFA Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Körfubolti „Ég fer bara sáttur á koddann“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Sjá meira
„Þetta var ákveðin upplifun. Ég kunni nú samt ekki við að taka myndir af þessu," segir Borghildur Sigurðardóttir formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks. Breiðablik tekur á móti Aktobe frá Kasakstan í síðari leik liðanna í 3. umferð forkeppni Evrópudeildar á fimmtudaginn. Gestirnir urðu ekki við beiðni Blika að spila á Kópavogsvelli og fer leikurinn því fram á Laugardalsvelli. „Þeir voru búnir að samþykkja þetta en svo neitaði þjálfarinn þeirra því að lokum," segir Borghildur. Í 3. umferð forkeppni Evrópudeildar þurfa leikvangar að uppfylla meiri kröfur en í umferðinni á undan. Kópavogsvöllur uppfyllir ekki allar kröfurnar, til að mynda þá sem snýr að flóðljósum, en heimalið getur óskað eftir því við gestaliðið að fá engu að síður að spila á heimavellinum. Þeirri kröfu neituðu forráðamenn Aktobe. „Þeir höfðu áhyggjur af því að fyrst leikvangurinn uppfyllti ekki allar kröfurnar að þá væri hann ekki góður. Þetta er annar menningarheimur og erfitt að útskýra hlutina fyrir þeim," segir Borghildur sem tekur málinu með stóískri ró. Hennar strákar séu klárir í slaginn á þjóðarleikvanginum þar sem þeir spila líka á morgun í undanúrslitum Borgunarbikarsins gegn Fram. Heimavöllur Aktobe uppfyllti kröfur UEFA þrátt fyrir að bjóða ekki upp á klósettaðstöðu fyrir kvenkyns áhorfendur. Því fékk Borghildur að kynnast ytra í fyrri leiknum. Stúka hafi verið á hverri hlið vallarins og eitt klósett fyrir hverja af stúkunum fjórum. „Klósettið var risastórt með 25 pissuskálum og nokkrum holum í jörðinni. Mér var alltaf bent á að fara þangað," segir Borghildur hlæjandi. „Ég kíkti inn en sá bara fullt af karlmönnum og pissuskálarnar. Þetta hlaut að vera vitlaust," segir formaðurinn. Á endanum hafi heimamenn áttað sig á því að henni væri alvarlega mál. „Þá kom einhver vörður með mér, rak alla sem voru að pissa út og stóð vörð svo ég gæti farið inn," segir Borghildur. Hún minnir á að menningarheimurinn sé gjörólíkur og aðstaðan örugglega eðlileg í þeirra heimi. Leikur Breiðabliks og Aktobe fer fram á Laugardalsvelli á fimmtudagskvöldið og hefst klukkan 20.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Körfubolti „Ég fer bara sáttur á koddann“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Sjá meira