Fékk svartan hauspoka fyrir "gróft" brot Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 3. ágúst 2013 18:04 Áslaug spilar með stúlknaliðinu RSU Muddy en þær stöllur vissu ekki hvort þær hefðu náð áfram þegar Vísir náði af henni tali. Mynd/Áslaug Arna „Þetta var samsæri hjá dómurunum gegn mér,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, sem er stödd á Mýrarboltanum á Ísafirði sem fer fram nú um helgina. Fékk hún svartan hauspoka sem hún þurfti að spila með í tvær mínútur en að hennar mati átti hún pokann ekki skilið. „Þú færð svartan hauspoka fyrir grófara brot. Ég braut á mótspilara mínum – lítillega. Ég hélt þeim ágætlega fast frá boltanum,“ útskýrir hún hásum rómi eftir að hafa öskrað úr sér röddina í keppnum dagsins. „Ég var fyrst til að fá pokann í morgun í keppninni þetta árið.“ Hún segir stemninguna rosalega á hátíðinni. „Hér eru yfir hundrað lið og fullt af fólki,“ segir hún. „Veðrið er fínt, sólin kemur inn á milli og hlýjar okkur keppendunum sem erum drullug frá toppi til táar.“ Hún segir að tónlistin sé í botni á staðnum og að fólk dansi milli keppna. Mýrarboltinn á Ísafirði hefur orðið æ vinsælli síðustu ár. Í ár var tekið upp á því að fjölga völlum í átta og því keppa sextán lið á hverjum tíma. Íbúafjöldi Ísafjarðarbæjar hefur tvöfaldast yfir helgina. Í kvöld taka við böll og skemmtanir. Verður brenna í fjörunni á Suðurtanga og verða þar haldnir stórtónleikar þar sem Mugison, Sniglabandið og Jónas Sig & Ritvélar framtíðarinnar koma fram. Að þeim loknum verður skotið upp flugeldum. Mýrarboltinn Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
„Þetta var samsæri hjá dómurunum gegn mér,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, sem er stödd á Mýrarboltanum á Ísafirði sem fer fram nú um helgina. Fékk hún svartan hauspoka sem hún þurfti að spila með í tvær mínútur en að hennar mati átti hún pokann ekki skilið. „Þú færð svartan hauspoka fyrir grófara brot. Ég braut á mótspilara mínum – lítillega. Ég hélt þeim ágætlega fast frá boltanum,“ útskýrir hún hásum rómi eftir að hafa öskrað úr sér röddina í keppnum dagsins. „Ég var fyrst til að fá pokann í morgun í keppninni þetta árið.“ Hún segir stemninguna rosalega á hátíðinni. „Hér eru yfir hundrað lið og fullt af fólki,“ segir hún. „Veðrið er fínt, sólin kemur inn á milli og hlýjar okkur keppendunum sem erum drullug frá toppi til táar.“ Hún segir að tónlistin sé í botni á staðnum og að fólk dansi milli keppna. Mýrarboltinn á Ísafirði hefur orðið æ vinsælli síðustu ár. Í ár var tekið upp á því að fjölga völlum í átta og því keppa sextán lið á hverjum tíma. Íbúafjöldi Ísafjarðarbæjar hefur tvöfaldast yfir helgina. Í kvöld taka við böll og skemmtanir. Verður brenna í fjörunni á Suðurtanga og verða þar haldnir stórtónleikar þar sem Mugison, Sniglabandið og Jónas Sig & Ritvélar framtíðarinnar koma fram. Að þeim loknum verður skotið upp flugeldum.
Mýrarboltinn Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira