Haraldur Franklín Magnús, kylfingur úr GR, lauk fyrsta hring á Evrópmóti einstaklinga í golfi á þremur höggum yfir pari.
Haraldur Franklín spilaði hringinn á Real Club de Golf el Prat á Spáni á 75 höggum. Hann deilir 53. sætinu ásamt fjölmörgum örðum kylfingum.
Leiknar verða 72 holur á mótinu en kylfingum verður fækkað eftir 54 holur. Aðeins sextíu bestu kylfingarnir berjast um titilinn á laugardaginn.
Axel Bóasson úr GK er á sjö höggum yfir pari eftir fimmtán holur. Guðmundur Ágúst Kristjánsson úr GR er einnig á meðal keppanda en ræsti síðastur íslensku kylfinganna.
Stöðuna í mótinu má sjá hér.
Haraldur á þremur yfir
