Fry líkir Pútín við Hitler Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. ágúst 2013 23:15 Stephen Fry. Nordicphotos/AFP Sjónvarpsmaðurinn og grínistinn Stephen Fry hefur bæst í hóp þeirra sem eru á móti því að Vetrarólympíuleikarnir árið 2014 fari fram í Rússlandi. Skoðun sína byggir Fry á nýjum lögum í Rússlandi sem takmarka réttindi samkynhneigðra. Líkir hann ákvörðuninni að halda leikana í Rússlandi við þá að hafa Ólympíuleika í Berlín árið 1936 þegar nasistar réðu þar völdum. Þetta kemur fram í opnu bréfi sem Fry hefur birt og er stílað á Alþjóðaólympíunefndina og David Cameron, forsætisráðherra Breta. Bréfið birti Fry á heimasíðu sinni og hefur dreift meðal annars á Twitter þar sem tvær milljónir manna fylgjast með skoðunum hans. „Vladimir Pútín er að gera samkynhneigða að sökudólgum líkt og Hitler gerði við gyðingana," skrifar Fry. Fry, sem er samkynhneigður, er afar harðorður í garð nýrra laga í Rússlandi. „Pútín er að endurtaka glæpinn. Aðeins núna beinist hann gegn samkynhneigðum, tvíkynhneigðum og transfólki í Rússlandi," skrifar Fry. Vetrarólympíuleikarnir eiga að fara fram í Sochi í febrúar. Fry segir nauðsynlegt að koma í veg fyrir að leikarnir fari fram í Rússlandi. „Haldið þá hvar sem er annars staðar, Utah, Lillehammer eða hvar sem er. Hvað sem það kostar. Það má ekki líta þannig út að Pútín hafi samþykki heimsins." Nýju lögin, sem nýlega voru samþykkt, eiga að koma í veg fyrir hvers kyns samkomur til stuðnings óhefðbundinni kynhneigð. Háar sektir bíða þeirra sem reyna að mæla með samkynhneigð fyrir fólk yngra en átján ára. Íþróttir Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Enski boltinn Fleiri fréttir Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Æsispennandi úrslitaleikir í keilunni Hareide hættur með landsliðið Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Grindvíkingar þétta raðirnar Sameinast litla bróður hjá Kolstad Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga Sjá meira
Sjónvarpsmaðurinn og grínistinn Stephen Fry hefur bæst í hóp þeirra sem eru á móti því að Vetrarólympíuleikarnir árið 2014 fari fram í Rússlandi. Skoðun sína byggir Fry á nýjum lögum í Rússlandi sem takmarka réttindi samkynhneigðra. Líkir hann ákvörðuninni að halda leikana í Rússlandi við þá að hafa Ólympíuleika í Berlín árið 1936 þegar nasistar réðu þar völdum. Þetta kemur fram í opnu bréfi sem Fry hefur birt og er stílað á Alþjóðaólympíunefndina og David Cameron, forsætisráðherra Breta. Bréfið birti Fry á heimasíðu sinni og hefur dreift meðal annars á Twitter þar sem tvær milljónir manna fylgjast með skoðunum hans. „Vladimir Pútín er að gera samkynhneigða að sökudólgum líkt og Hitler gerði við gyðingana," skrifar Fry. Fry, sem er samkynhneigður, er afar harðorður í garð nýrra laga í Rússlandi. „Pútín er að endurtaka glæpinn. Aðeins núna beinist hann gegn samkynhneigðum, tvíkynhneigðum og transfólki í Rússlandi," skrifar Fry. Vetrarólympíuleikarnir eiga að fara fram í Sochi í febrúar. Fry segir nauðsynlegt að koma í veg fyrir að leikarnir fari fram í Rússlandi. „Haldið þá hvar sem er annars staðar, Utah, Lillehammer eða hvar sem er. Hvað sem það kostar. Það má ekki líta þannig út að Pútín hafi samþykki heimsins." Nýju lögin, sem nýlega voru samþykkt, eiga að koma í veg fyrir hvers kyns samkomur til stuðnings óhefðbundinni kynhneigð. Háar sektir bíða þeirra sem reyna að mæla með samkynhneigð fyrir fólk yngra en átján ára.
Íþróttir Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Enski boltinn Fleiri fréttir Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Æsispennandi úrslitaleikir í keilunni Hareide hættur með landsliðið Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Grindvíkingar þétta raðirnar Sameinast litla bróður hjá Kolstad Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga Sjá meira