Flugmaðurinn enn á sjúkrahúsi Þorbjörn Þórðarson skrifar 7. ágúst 2013 19:07 Flugmaður Mýflugs sem lifði af flugslysið á Akureyri er enn til aðhlynningar á Sjúkrahúsinu á Akureyri en er ekki í lífshættu. Áætlun liggur fyrir um útskrift hans af sjúkrahúsinu, að sögn eiginkonu hans. Flugmaðurinn sem lifði flugslysið af er talsvert slasaður og er á gjörgæsludeild Sjúkrahússins á Akureyri. Talið er nær kraftaverki líkast að maðurinn hafi lifað slysið af. Slapp við beinbrot Fréttastofa náði tali af konu hans í dag en hún var stödd hjá honum á sjúkrahúsinu þar sem honum er nú hjúkrað til heilsu. Hún sagði að hann væri enn slasaður og gert væri að meiðslum hans, en vildi ekki fara nanar út í þau. Fram hefur komið að maðurinn er óbrotinn. Kona hans sagði að læknar hefðu þegar gert áætlun um útskrift hans af sjúkrahúsinu en var ekki tilbúinn að greina frá því hvenær það yrði. Hvorki hún né maðurinn hennar myndu ræða við fjölmiðla um málið á næstunni. Bæði vegna aðstæðna og af virðingu við hina látnu. Af tillitssemi við fjölskyldu flugmannsins verður ekki greint frá nafni hans eða konu hans, að svo stöddu að minnsta kosti. Hætti við lendinguEin af grundvallarspurningunum í tengslum við flugslysið sem er enn ósvarað er, hvað var vélin að gera á þessum slóðum, skömmu áður en slysið varð? En vélin hætti við lendingu á Akureyrarflugvelli skömmu fyrir slysið. Starfsmenn Mýflugs verjast allra frétta og vísa á rannsóknarnefnd samgönguslysa. Sigurður B. Jónsson, flugöryggisfulltrúi Mýflugs, sagði í samtali við fréttastofu að ekki væri tímabært að vera með vangaveltur um það sem gerðist í aðdraganda slyssins. Hann vísaði á rannsóknarnefnd samgönguslysa. Þorkell Ágústsson hjá rannsóknarnefndinni sagði að þetta væri eitthvað sem rannsóknin yrði að leiða í ljós. Hann sagði að nefndin hefði aðeins lokið störfum á vettvangi. Hún ætti eftir að taka viðtöl við starfsmenn í flugturni og sjónarvotta. Eins og sést á myndum sem teknar voru í dag hafa öll ummerki um slysið verið hreinsuð en flak vélarinnar var flutt í gærkvöldi og er nú til rannsóknar hjá rannsóknarnefnd samgönguslysa. Akureyri Flugslys í Hlíðarfjalli Fréttir af flugi Tengdar fréttir Flugvélin hætti við lendingu skömmu fyrir slysið Tveir létust þegar sjúkraflugvél brotlenti við Hlíðarfjallsveg, rétt ofan við aðstöðu bílaklúbbs Akureyrar, á öðrum tímanum í dag. Þrír voru um borð í vélinni. Maðurinn sem lifði slysið af dvelur nú á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. 5. ágúst 2013 14:00 Fórnarlamba flugslyssins minnst Flugmaðurinn, sem komst lífs af úr flugslysinu við Akureyri í fyrradag verður væntanlega útskrifaður af sjúkrahúsi í dag. Mannanna tveggja, sem fórust, verður minnst í opinni helgistund í Glerárkirkju klukkan átta í kvöld. 7. ágúst 2013 10:31 „Það stóð allt í ljósum logum“ Sjónarvottur segist hafa séð flugvélina tætast í sundur á brautinni og að í raun sé kraftaverk að enginn hafi orðið fyrir brakinu. 6. ágúst 2013 19:13 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira
Flugmaður Mýflugs sem lifði af flugslysið á Akureyri er enn til aðhlynningar á Sjúkrahúsinu á Akureyri en er ekki í lífshættu. Áætlun liggur fyrir um útskrift hans af sjúkrahúsinu, að sögn eiginkonu hans. Flugmaðurinn sem lifði flugslysið af er talsvert slasaður og er á gjörgæsludeild Sjúkrahússins á Akureyri. Talið er nær kraftaverki líkast að maðurinn hafi lifað slysið af. Slapp við beinbrot Fréttastofa náði tali af konu hans í dag en hún var stödd hjá honum á sjúkrahúsinu þar sem honum er nú hjúkrað til heilsu. Hún sagði að hann væri enn slasaður og gert væri að meiðslum hans, en vildi ekki fara nanar út í þau. Fram hefur komið að maðurinn er óbrotinn. Kona hans sagði að læknar hefðu þegar gert áætlun um útskrift hans af sjúkrahúsinu en var ekki tilbúinn að greina frá því hvenær það yrði. Hvorki hún né maðurinn hennar myndu ræða við fjölmiðla um málið á næstunni. Bæði vegna aðstæðna og af virðingu við hina látnu. Af tillitssemi við fjölskyldu flugmannsins verður ekki greint frá nafni hans eða konu hans, að svo stöddu að minnsta kosti. Hætti við lendinguEin af grundvallarspurningunum í tengslum við flugslysið sem er enn ósvarað er, hvað var vélin að gera á þessum slóðum, skömmu áður en slysið varð? En vélin hætti við lendingu á Akureyrarflugvelli skömmu fyrir slysið. Starfsmenn Mýflugs verjast allra frétta og vísa á rannsóknarnefnd samgönguslysa. Sigurður B. Jónsson, flugöryggisfulltrúi Mýflugs, sagði í samtali við fréttastofu að ekki væri tímabært að vera með vangaveltur um það sem gerðist í aðdraganda slyssins. Hann vísaði á rannsóknarnefnd samgönguslysa. Þorkell Ágústsson hjá rannsóknarnefndinni sagði að þetta væri eitthvað sem rannsóknin yrði að leiða í ljós. Hann sagði að nefndin hefði aðeins lokið störfum á vettvangi. Hún ætti eftir að taka viðtöl við starfsmenn í flugturni og sjónarvotta. Eins og sést á myndum sem teknar voru í dag hafa öll ummerki um slysið verið hreinsuð en flak vélarinnar var flutt í gærkvöldi og er nú til rannsóknar hjá rannsóknarnefnd samgönguslysa.
Akureyri Flugslys í Hlíðarfjalli Fréttir af flugi Tengdar fréttir Flugvélin hætti við lendingu skömmu fyrir slysið Tveir létust þegar sjúkraflugvél brotlenti við Hlíðarfjallsveg, rétt ofan við aðstöðu bílaklúbbs Akureyrar, á öðrum tímanum í dag. Þrír voru um borð í vélinni. Maðurinn sem lifði slysið af dvelur nú á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. 5. ágúst 2013 14:00 Fórnarlamba flugslyssins minnst Flugmaðurinn, sem komst lífs af úr flugslysinu við Akureyri í fyrradag verður væntanlega útskrifaður af sjúkrahúsi í dag. Mannanna tveggja, sem fórust, verður minnst í opinni helgistund í Glerárkirkju klukkan átta í kvöld. 7. ágúst 2013 10:31 „Það stóð allt í ljósum logum“ Sjónarvottur segist hafa séð flugvélina tætast í sundur á brautinni og að í raun sé kraftaverk að enginn hafi orðið fyrir brakinu. 6. ágúst 2013 19:13 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira
Flugvélin hætti við lendingu skömmu fyrir slysið Tveir létust þegar sjúkraflugvél brotlenti við Hlíðarfjallsveg, rétt ofan við aðstöðu bílaklúbbs Akureyrar, á öðrum tímanum í dag. Þrír voru um borð í vélinni. Maðurinn sem lifði slysið af dvelur nú á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. 5. ágúst 2013 14:00
Fórnarlamba flugslyssins minnst Flugmaðurinn, sem komst lífs af úr flugslysinu við Akureyri í fyrradag verður væntanlega útskrifaður af sjúkrahúsi í dag. Mannanna tveggja, sem fórust, verður minnst í opinni helgistund í Glerárkirkju klukkan átta í kvöld. 7. ágúst 2013 10:31
„Það stóð allt í ljósum logum“ Sjónarvottur segist hafa séð flugvélina tætast í sundur á brautinni og að í raun sé kraftaverk að enginn hafi orðið fyrir brakinu. 6. ágúst 2013 19:13