ÍBV hefur samið við slóvenska varnartröllið og línumanninn Matjaz Mlakar. Þetta staðfesti Arnar Pétursson, þjálfari Eyjamanna, í samtali við Vísi í dag.
Mlakar er margreyndur Slóveni sem hefur leikið 111 landsleiki fyrir þjóð sína. Hann er væntanlegur til Eyja fljótlega eftir Þjóðhátíð og er mikill liðsstyrkur fyrir ÍBV sem leika á ný á meðal þeirra bestu í vetur.
Mlakar er 31 árs og var síðast á mála hjá Maribor Branik í Slóveníu og þar á undan Cimos Koper.
ÍBV mætir ÍR í Austurbergi í 1. umferð N1-deildar karla laugardaginn 21. september.
111 landsleikja maður til Eyja
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið


Bruno segist gera hlutina á sinn hátt
Enski boltinn

Allt klárt fyrir úrslitakeppnina
Körfubolti



Leifur Andri leggur skóna á hilluna
Íslenski boltinn


Víkingur missir undanúrslitasætið
Íslenski boltinn


Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni
Enski boltinn