Jón Arnór kemur inn í landsliðið Stefán Árni Pálsson skrifar 24. júlí 2013 10:44 Jón Arnór Stefánsson í leik með íslenska landsliðinu. Mynd / Anton „Ég kem inn í landsliðið núna,“ sagði Jón Arnór Stefánsson, í samtali við Vísi. Ísland mætir Dönum í æfingaleikjum á morgun og fimmtudag en liðið er nýkomið frá Kína þar sem liðið stóð sig með stakri prýði. Jón Arnór telur að Ísland eigi góða möguleika á því að komast á Evrópumótið. „Ég verð að koma mér í stand og fara spila körfubolta. Þessi meiðsli hafa verið að plaga mig í vetur og því þurfti ég bara mína hvíld.“ Jón Arnór hefur verið að glíma við erfið meiðsli í mjöð undanfarna mánuði og þurfti hann meðal annars að hvílast í rúmlega mánuð á miðju tímabili hjá CAI Zaragoza. „Þetta þarf rosalega langan tíma og ég er ekki orðin alveg heill heilsu eins og staðan er í dag. Mig langar samt sem áður að taka þátt í þessum æfingaleikjum með landsliðinu, eftir það fer ég til Spánar og þá verður staðan endurmetin, hvað skal gera í framhaldinu af því.“ „Ég er með bólgur í mjöðminni sem leiðir niður í hné og hefur valdið mér miklum óþægindum. Það er ekki alveg komið í ljós hvað er að valda þessu en ég gef mér það að þetta séu ákveðin álagsmeiðsli.“ „Í vetur kom það nokkrum sinnum fyrir að það þurfti að sprauta mig fyrir leiki til að halda mér gangandi, en svo var tekinn sú ákvörðun að gefa mér mánaðar frí til að jafna mig.“ „Undanfarnar vikur hef ég verið í sjúkraþjálfun sem og í meðferð hjá Jóni Arnari [Magnússyni] sem hefur verið að rétta á mér allan skrokkinn,“ segir Jón Arnór en Jón Arnar Magnússon, fyrrum tugþrautakappi, starfar í dag sem kírópraktor. „Hann tók myndir af skrokknum á mér og hefur verið að rétta við á mér mjaðmagrindina og spjaldhrygginn en það kom í ljós að ég er töluvert skakkur.“ Íslenska landsliðið í körfubolta stóð sig frábærlega á sterku fjögurra liða móti í Kína á dögunum og hafnaði liðið í öðru sæti mótsins. Ísland bar sigur út býtum gegn Svartfjallalandi og Makedóníu en tapaði fyrir Kína. Ísland mætir Danmörku í æfingaleikjum á morgun og fimmtudag. „Ég hef ekki hugmynd um hvernig þetta danska lið er og veit lítið um leikmenn liðsins. Það verður myndbandsfundur hjá landsliðinu í síðar í dag og vonandi verð ég fróðari eftir hann.“ Ísland mun síðan mæta Rúmeníu og Búlgaríu í undankeppni Evrópumótsins í ágúst en undanfarin verkefni hafa verið til undirbúnings fyrir þá leiki. „Miðað við úrslitin hjá landsliðinu út í Kína eigum við virkilega góða möguleika á því að komast á Evrópumótið.“ Íslenski körfuboltinn Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Íslenski boltinn „Ég fer bara sáttur á koddann“ Íslenski boltinn Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Fleiri fréttir „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Sjá meira
„Ég kem inn í landsliðið núna,“ sagði Jón Arnór Stefánsson, í samtali við Vísi. Ísland mætir Dönum í æfingaleikjum á morgun og fimmtudag en liðið er nýkomið frá Kína þar sem liðið stóð sig með stakri prýði. Jón Arnór telur að Ísland eigi góða möguleika á því að komast á Evrópumótið. „Ég verð að koma mér í stand og fara spila körfubolta. Þessi meiðsli hafa verið að plaga mig í vetur og því þurfti ég bara mína hvíld.“ Jón Arnór hefur verið að glíma við erfið meiðsli í mjöð undanfarna mánuði og þurfti hann meðal annars að hvílast í rúmlega mánuð á miðju tímabili hjá CAI Zaragoza. „Þetta þarf rosalega langan tíma og ég er ekki orðin alveg heill heilsu eins og staðan er í dag. Mig langar samt sem áður að taka þátt í þessum æfingaleikjum með landsliðinu, eftir það fer ég til Spánar og þá verður staðan endurmetin, hvað skal gera í framhaldinu af því.“ „Ég er með bólgur í mjöðminni sem leiðir niður í hné og hefur valdið mér miklum óþægindum. Það er ekki alveg komið í ljós hvað er að valda þessu en ég gef mér það að þetta séu ákveðin álagsmeiðsli.“ „Í vetur kom það nokkrum sinnum fyrir að það þurfti að sprauta mig fyrir leiki til að halda mér gangandi, en svo var tekinn sú ákvörðun að gefa mér mánaðar frí til að jafna mig.“ „Undanfarnar vikur hef ég verið í sjúkraþjálfun sem og í meðferð hjá Jóni Arnari [Magnússyni] sem hefur verið að rétta á mér allan skrokkinn,“ segir Jón Arnór en Jón Arnar Magnússon, fyrrum tugþrautakappi, starfar í dag sem kírópraktor. „Hann tók myndir af skrokknum á mér og hefur verið að rétta við á mér mjaðmagrindina og spjaldhrygginn en það kom í ljós að ég er töluvert skakkur.“ Íslenska landsliðið í körfubolta stóð sig frábærlega á sterku fjögurra liða móti í Kína á dögunum og hafnaði liðið í öðru sæti mótsins. Ísland bar sigur út býtum gegn Svartfjallalandi og Makedóníu en tapaði fyrir Kína. Ísland mætir Danmörku í æfingaleikjum á morgun og fimmtudag. „Ég hef ekki hugmynd um hvernig þetta danska lið er og veit lítið um leikmenn liðsins. Það verður myndbandsfundur hjá landsliðinu í síðar í dag og vonandi verð ég fróðari eftir hann.“ Ísland mun síðan mæta Rúmeníu og Búlgaríu í undankeppni Evrópumótsins í ágúst en undanfarin verkefni hafa verið til undirbúnings fyrir þá leiki. „Miðað við úrslitin hjá landsliðinu út í Kína eigum við virkilega góða möguleika á því að komast á Evrópumótið.“
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Íslenski boltinn „Ég fer bara sáttur á koddann“ Íslenski boltinn Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Fleiri fréttir „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Sjá meira