Aron valdi bandaríska landsliðið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. júlí 2013 10:57 Aron í leik með landsliði Íslands skipuðu leikmönnum undir 21 árs. Knattspyrnumaðurinn Aron Jóhannsson hefur sent frá sér tilkynningu um að hann ætli að leika með bandaríska landsliðinu í framtíðinni. Aron hefur verið á milli steins og sleggju í töluverðan tíma. Framherjinn á íslenska foreldra og hefur búið á Íslandi frá þriggja ára aldri. Hann er þó fæddur í Bandaríkjunum, þar sem foreldrar hans bjuggu um tíma, og hefur af þeim sökum bandarískt ríkisfang.Aron sagðist í viðtali við Fréttablaðið í október síðastliðnum að aldrei hefði komið til greina að leika fyrir Bandaríkin. Þá hafði hann verið valinn í landsliðshóp Íslands en meiddist svo hann gat ekki tekið þátt í leikjum gegn Albaníu og Sviss í undankeppninni. „Ég er Íslendingur og mig hefur langað að spila fyrir Ísland frá því að ég var lítill. Það kom því aldrei til greina. Þegar umræðan var í gangi fór það inn um annað og út um hitt eyrað. Ég heyrði aldrei frá neinum í bandaríska knattspyrnusambandinu heldur. Ég vil spila fyrir Ísland og nú var ég valinn í landsliðið, sem er frábært," sagði Aron við það tilefni.Skömmu síðar heyrðust fregnir af því að Jürgen Klinsmann, landsliðsþjálfari Bandaríkjanna, hefði verið í sambandi við Aron sem fór í kjölfarið að velta möguleikum sínum fyrir sér.Aron sagðist í samtali við Fréttablaðið í síðustu viku að hann væri enn að velta málunum fyrir sér. Nú virðist ákvörðunin hafa verið tekin. Aron segir ákvörðunina ekki hafa verið auðvelda. “Ég hef ákveðið að gefa kost á mér í landslið Bandaríkjanna í knattspyrnu. Val mitt hefur staðið á milli þess að spila með íslenska landsliðinu eða því bandaríska þar sem ég er með tvöfalt ríkisfang. Ákvörðunin var ekki auðveld eða tekin í flýti enda stóð valið á milli tveggja góðra landsliða. Ég þakka landsliðsþjálfurum Íslands fyrir áhuga þeirra og óska íslenska landsliðinu alls hins besta í framtíðinni.” Virðingarfyllst Aron Jóhannsson, Leikmaður AZ Alkmaar Fótbolti Tengdar fréttir Landsliðið valið | Aron gaf ekki kost á sér Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari karla í knattspyrnu, valdi í dag 22 manna landsliðshóp fyrir leikinn gegn Slóvenum í undankeppni HM 2014. Leikurinn fer fram 7. júní á Laugardalsvelli. 29. maí 2013 10:48 Aron ekki í bandaríska hópnum Bandaríska karlalandsliðið í knattspyrnu mætir Belgum í vináttulandsleik í Cleveland annað kvöld. Aron Jóhannsson er ekki í hóp Bandaríkjanna. 29. maí 2013 14:32 Aron enn á milli steins og sleggju Sóknarmaðurinn Aron Jóhannsson stefnir á að gera það gott með AZ Alkmaar á sínu fyrsta heila tímabili í Hollandi. Hann á enn eftir að ákveða hvort hann vilji frekar spila með landsliði Íslands eða Bandaríkjanna. 24. júlí 2013 06:30 Allir verða að virða ákvörðun Arons "Einn af mínum uppáhaldshandboltamönnum, Róbert Júlían Duranona, var ekki fæddur hér á landi," segir knattspyrnukappinn Grétar Rafn Steinsson. 7. júní 2013 16:30 Klinsmann vill fá Aron í landsliðið Jürgen Klinsmann, þjálfari bandaríska landsliðsins, hefur lýst því yfir að hann vilji fá Aron Jóhannsson í lið sitt sem allra fyrst. 17. maí 2013 10:18 Hvað gerir Aron? Lars Lagerbäck, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, tilkynnir í dag hverjir verða í hópnum fyrir leikinn gegn Slóveníu á Laugardalsvelli 7. júní. 29. maí 2013 06:30 Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Sport Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Frá Klaksvík á Krókinn Íslenski boltinn Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Sjá meira
Knattspyrnumaðurinn Aron Jóhannsson hefur sent frá sér tilkynningu um að hann ætli að leika með bandaríska landsliðinu í framtíðinni. Aron hefur verið á milli steins og sleggju í töluverðan tíma. Framherjinn á íslenska foreldra og hefur búið á Íslandi frá þriggja ára aldri. Hann er þó fæddur í Bandaríkjunum, þar sem foreldrar hans bjuggu um tíma, og hefur af þeim sökum bandarískt ríkisfang.Aron sagðist í viðtali við Fréttablaðið í október síðastliðnum að aldrei hefði komið til greina að leika fyrir Bandaríkin. Þá hafði hann verið valinn í landsliðshóp Íslands en meiddist svo hann gat ekki tekið þátt í leikjum gegn Albaníu og Sviss í undankeppninni. „Ég er Íslendingur og mig hefur langað að spila fyrir Ísland frá því að ég var lítill. Það kom því aldrei til greina. Þegar umræðan var í gangi fór það inn um annað og út um hitt eyrað. Ég heyrði aldrei frá neinum í bandaríska knattspyrnusambandinu heldur. Ég vil spila fyrir Ísland og nú var ég valinn í landsliðið, sem er frábært," sagði Aron við það tilefni.Skömmu síðar heyrðust fregnir af því að Jürgen Klinsmann, landsliðsþjálfari Bandaríkjanna, hefði verið í sambandi við Aron sem fór í kjölfarið að velta möguleikum sínum fyrir sér.Aron sagðist í samtali við Fréttablaðið í síðustu viku að hann væri enn að velta málunum fyrir sér. Nú virðist ákvörðunin hafa verið tekin. Aron segir ákvörðunina ekki hafa verið auðvelda. “Ég hef ákveðið að gefa kost á mér í landslið Bandaríkjanna í knattspyrnu. Val mitt hefur staðið á milli þess að spila með íslenska landsliðinu eða því bandaríska þar sem ég er með tvöfalt ríkisfang. Ákvörðunin var ekki auðveld eða tekin í flýti enda stóð valið á milli tveggja góðra landsliða. Ég þakka landsliðsþjálfurum Íslands fyrir áhuga þeirra og óska íslenska landsliðinu alls hins besta í framtíðinni.” Virðingarfyllst Aron Jóhannsson, Leikmaður AZ Alkmaar
Fótbolti Tengdar fréttir Landsliðið valið | Aron gaf ekki kost á sér Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari karla í knattspyrnu, valdi í dag 22 manna landsliðshóp fyrir leikinn gegn Slóvenum í undankeppni HM 2014. Leikurinn fer fram 7. júní á Laugardalsvelli. 29. maí 2013 10:48 Aron ekki í bandaríska hópnum Bandaríska karlalandsliðið í knattspyrnu mætir Belgum í vináttulandsleik í Cleveland annað kvöld. Aron Jóhannsson er ekki í hóp Bandaríkjanna. 29. maí 2013 14:32 Aron enn á milli steins og sleggju Sóknarmaðurinn Aron Jóhannsson stefnir á að gera það gott með AZ Alkmaar á sínu fyrsta heila tímabili í Hollandi. Hann á enn eftir að ákveða hvort hann vilji frekar spila með landsliði Íslands eða Bandaríkjanna. 24. júlí 2013 06:30 Allir verða að virða ákvörðun Arons "Einn af mínum uppáhaldshandboltamönnum, Róbert Júlían Duranona, var ekki fæddur hér á landi," segir knattspyrnukappinn Grétar Rafn Steinsson. 7. júní 2013 16:30 Klinsmann vill fá Aron í landsliðið Jürgen Klinsmann, þjálfari bandaríska landsliðsins, hefur lýst því yfir að hann vilji fá Aron Jóhannsson í lið sitt sem allra fyrst. 17. maí 2013 10:18 Hvað gerir Aron? Lars Lagerbäck, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, tilkynnir í dag hverjir verða í hópnum fyrir leikinn gegn Slóveníu á Laugardalsvelli 7. júní. 29. maí 2013 06:30 Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Sport Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Frá Klaksvík á Krókinn Íslenski boltinn Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Sjá meira
Landsliðið valið | Aron gaf ekki kost á sér Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari karla í knattspyrnu, valdi í dag 22 manna landsliðshóp fyrir leikinn gegn Slóvenum í undankeppni HM 2014. Leikurinn fer fram 7. júní á Laugardalsvelli. 29. maí 2013 10:48
Aron ekki í bandaríska hópnum Bandaríska karlalandsliðið í knattspyrnu mætir Belgum í vináttulandsleik í Cleveland annað kvöld. Aron Jóhannsson er ekki í hóp Bandaríkjanna. 29. maí 2013 14:32
Aron enn á milli steins og sleggju Sóknarmaðurinn Aron Jóhannsson stefnir á að gera það gott með AZ Alkmaar á sínu fyrsta heila tímabili í Hollandi. Hann á enn eftir að ákveða hvort hann vilji frekar spila með landsliði Íslands eða Bandaríkjanna. 24. júlí 2013 06:30
Allir verða að virða ákvörðun Arons "Einn af mínum uppáhaldshandboltamönnum, Róbert Júlían Duranona, var ekki fæddur hér á landi," segir knattspyrnukappinn Grétar Rafn Steinsson. 7. júní 2013 16:30
Klinsmann vill fá Aron í landsliðið Jürgen Klinsmann, þjálfari bandaríska landsliðsins, hefur lýst því yfir að hann vilji fá Aron Jóhannsson í lið sitt sem allra fyrst. 17. maí 2013 10:18
Hvað gerir Aron? Lars Lagerbäck, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, tilkynnir í dag hverjir verða í hópnum fyrir leikinn gegn Slóveníu á Laugardalsvelli 7. júní. 29. maí 2013 06:30