Aron enn á milli steins og sleggju Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. júlí 2013 06:30 Aron verður í aðalhlutverki í framlínu AZ Alkmaar á næsta tímabili eftir að Jozy Altidore var seldur frá félaginu. nordicphotos/getty Aron Jóhannsson er kominn á fullt með hollenska liðinu AZ Alkmaar og hefur raðað inn mörkum fyrir liðið á undirbúningstímabilinu. Hann verður aðalframherji liðsins að öllu óbreyttu næsta tímabil og ljóst að forráðamenn liðsins hafa tröllatrú á fyrrverandi Fjölnismanninum. Aron, sem hefur spilað með U-21 landsliði Íslands, á enn eftir að ákveða hvort hann vilji fremur gefa kost á sér í íslenska A-landsliðið en það bandaríska. Aron er fæddur í Bandaríkjunum og er með tvöfaldan ríkisborgararétt. „Ég er ekki búinn að ákveða mig og hef lítið leitt hugann að þessu,“ segir Aron. „Ég vil fyrst og fremst standa mig vel hér úti og hitt verður bara að koma í ljós.“ Aron hefur áður verið valinn í landsliðið í stjórnartíð Lars Lagerbäck en gat ekki gefið kost á sér vegna meiðsla. Lagerbäck hefur þó margsagt að dyr landsliðsins standi Aroni ávallt opnar. Tímabilið hefst formlega í Hollandi á laugardaginn er AZ mætir Ajax í Johan Cruyf-bikarnum en þar meistarar og bikarmeistarar síðasta tímabils. Aron kom til AZ frá danska liðinu AGF á síðasta tímabili þar sem hann sló í gegn. Aron kom þó meiddur til Hollands og spilaði ekki sinn fyrsta leik með liðinu fyrr en í marsmánuði. „Það er svolítið heitt hjá okkur hér úti en annars hef ég það bara gott,“ segir hann í léttum dúr við Fréttablaðið í gær. „Maður kvartar undan kuldanum allan veturinn en svo þegar sumarið kemur þá verður manni of heitt.“ Hann segist vera í toppstandi og að hann finni ekkert fyrir meiðslunum. „Nárinn hefur ekkert verið að angra mig og ég held að ég sé bara í toppstandi.“ Eftir að félagið seldi Bandaríkjamanninn Jozy Altidore eftir síðasta tímabil var ljóst að Aron yrði aðalframherji liðsins. „Það var alltaf planið að selja hann og treysta mér fyrir þessu hlutverki. Auðvitað getur svona lagað breyst en hingað til hefur mér gengið nokkuð vel, þó svo að við höfum verið að spila við misgóð lið í sumar,“ segir hann. AZ spilaði þó við tvö sterk lið á dögunum, hollenskt B-deildarlið og spænska liðið Getafe. Aron skoraði þrjú mörk í þessum tveimur leikjum. „Það gefur manni aukið sjálfstraust og það er gott að finna fyrir trausti þjálfarans líka. Ég er orðinn mjög spenntur fyrir tímabilinu, enda er planið að gera betur nú en á því síðasta.“ Fótbolti Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti Fleiri fréttir Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ Sjá meira
Aron Jóhannsson er kominn á fullt með hollenska liðinu AZ Alkmaar og hefur raðað inn mörkum fyrir liðið á undirbúningstímabilinu. Hann verður aðalframherji liðsins að öllu óbreyttu næsta tímabil og ljóst að forráðamenn liðsins hafa tröllatrú á fyrrverandi Fjölnismanninum. Aron, sem hefur spilað með U-21 landsliði Íslands, á enn eftir að ákveða hvort hann vilji fremur gefa kost á sér í íslenska A-landsliðið en það bandaríska. Aron er fæddur í Bandaríkjunum og er með tvöfaldan ríkisborgararétt. „Ég er ekki búinn að ákveða mig og hef lítið leitt hugann að þessu,“ segir Aron. „Ég vil fyrst og fremst standa mig vel hér úti og hitt verður bara að koma í ljós.“ Aron hefur áður verið valinn í landsliðið í stjórnartíð Lars Lagerbäck en gat ekki gefið kost á sér vegna meiðsla. Lagerbäck hefur þó margsagt að dyr landsliðsins standi Aroni ávallt opnar. Tímabilið hefst formlega í Hollandi á laugardaginn er AZ mætir Ajax í Johan Cruyf-bikarnum en þar meistarar og bikarmeistarar síðasta tímabils. Aron kom til AZ frá danska liðinu AGF á síðasta tímabili þar sem hann sló í gegn. Aron kom þó meiddur til Hollands og spilaði ekki sinn fyrsta leik með liðinu fyrr en í marsmánuði. „Það er svolítið heitt hjá okkur hér úti en annars hef ég það bara gott,“ segir hann í léttum dúr við Fréttablaðið í gær. „Maður kvartar undan kuldanum allan veturinn en svo þegar sumarið kemur þá verður manni of heitt.“ Hann segist vera í toppstandi og að hann finni ekkert fyrir meiðslunum. „Nárinn hefur ekkert verið að angra mig og ég held að ég sé bara í toppstandi.“ Eftir að félagið seldi Bandaríkjamanninn Jozy Altidore eftir síðasta tímabil var ljóst að Aron yrði aðalframherji liðsins. „Það var alltaf planið að selja hann og treysta mér fyrir þessu hlutverki. Auðvitað getur svona lagað breyst en hingað til hefur mér gengið nokkuð vel, þó svo að við höfum verið að spila við misgóð lið í sumar,“ segir hann. AZ spilaði þó við tvö sterk lið á dögunum, hollenskt B-deildarlið og spænska liðið Getafe. Aron skoraði þrjú mörk í þessum tveimur leikjum. „Það gefur manni aukið sjálfstraust og það er gott að finna fyrir trausti þjálfarans líka. Ég er orðinn mjög spenntur fyrir tímabilinu, enda er planið að gera betur nú en á því síðasta.“
Fótbolti Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti Fleiri fréttir Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ Sjá meira