Vikernes átti íslenskan pennavin Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 16. júlí 2013 15:41 Vikernes (t.h.) fékk senda íslenska orðabók og Hávamál frá Unnari og hafði mikinn áhuga á rúnum. samsett mynd Unnar Bjarnason, trommuleikari hljómsveitarinnar Sororicide, var í bréfasamskiptum við Kristian „Varg“ Vikernes fyrir um tveimur áratugum síðan, en Vikernes var handtekinn í morgun vegna gruns um að hafa skipulagt hryðjuverk. „Já það getur passað,“ segir Unnar í samtali við Vísi, en hann kynntist Vikernes vegna áhuga Norðmannsins á Íslandi og á hljómsveit Unnars. „Hann sendi okkur bréf og var að athuga með tengiliði á Íslandi. Ég svaraði því og þá upphófust bara bréfaskriftir okkar á milli.“ Unnar og Vikernes skrifuðust á eftir að sá síðarnefndi hóf afplánun á 21 árs fangelsisdómi sem hann hlaut fyrir morð og kirkjubrennur, og stóðu bréfaskiptin yfir í nokkur ár. Unnar segist þó ekki vera með smáatriði bréfanna á hreinu. „Hann var að ýja að því að ég ætti að gera Ísland að heiðnu landi sem var auðvitað djók. Hann var svolítið rasískur en skemmtilegur líka. Þetta var ekki bara einhver geðveiki. Ég þyrfti bara að skoða þessi bréf aftur, ég á þau einhvers staðar.“Söng á íslensku Vikernes fékk senda íslenska orðabók og Hávamál frá Unnari og hafði mikinn áhuga á rúnum. „Svo söng hann eina plötu á íslensku,“ segir Unnar, sem var nýbúinn að lesa um þessa nýjustu handtöku pennavinarins fyrrverandi. „Já ég var að lesa þetta. Ég sé ekki alveg hvað þeir hafa á hann. Konan hans kaupir einhverjar fjórar byssur. Ef hann er búinn að vera að skipuleggja eitthvað í líkingu við það sem hann er sakaður um er hann auðvitað bara brjálæðingur, en maður veit ekki hvað maður á að halda. Hann hefur komið fram í viðtölum og komið bara eðlilega fram þar. Til dæmis tjáði hann sig um Breivik-málið og var gjörsamlega á móti því sem hann gerði.“ Noregur Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Fleiri fréttir „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Sjá meira
Unnar Bjarnason, trommuleikari hljómsveitarinnar Sororicide, var í bréfasamskiptum við Kristian „Varg“ Vikernes fyrir um tveimur áratugum síðan, en Vikernes var handtekinn í morgun vegna gruns um að hafa skipulagt hryðjuverk. „Já það getur passað,“ segir Unnar í samtali við Vísi, en hann kynntist Vikernes vegna áhuga Norðmannsins á Íslandi og á hljómsveit Unnars. „Hann sendi okkur bréf og var að athuga með tengiliði á Íslandi. Ég svaraði því og þá upphófust bara bréfaskriftir okkar á milli.“ Unnar og Vikernes skrifuðust á eftir að sá síðarnefndi hóf afplánun á 21 árs fangelsisdómi sem hann hlaut fyrir morð og kirkjubrennur, og stóðu bréfaskiptin yfir í nokkur ár. Unnar segist þó ekki vera með smáatriði bréfanna á hreinu. „Hann var að ýja að því að ég ætti að gera Ísland að heiðnu landi sem var auðvitað djók. Hann var svolítið rasískur en skemmtilegur líka. Þetta var ekki bara einhver geðveiki. Ég þyrfti bara að skoða þessi bréf aftur, ég á þau einhvers staðar.“Söng á íslensku Vikernes fékk senda íslenska orðabók og Hávamál frá Unnari og hafði mikinn áhuga á rúnum. „Svo söng hann eina plötu á íslensku,“ segir Unnar, sem var nýbúinn að lesa um þessa nýjustu handtöku pennavinarins fyrrverandi. „Já ég var að lesa þetta. Ég sé ekki alveg hvað þeir hafa á hann. Konan hans kaupir einhverjar fjórar byssur. Ef hann er búinn að vera að skipuleggja eitthvað í líkingu við það sem hann er sakaður um er hann auðvitað bara brjálæðingur, en maður veit ekki hvað maður á að halda. Hann hefur komið fram í viðtölum og komið bara eðlilega fram þar. Til dæmis tjáði hann sig um Breivik-málið og var gjörsamlega á móti því sem hann gerði.“
Noregur Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Fleiri fréttir „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Sjá meira