Vikernes átti íslenskan pennavin Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 16. júlí 2013 15:41 Vikernes (t.h.) fékk senda íslenska orðabók og Hávamál frá Unnari og hafði mikinn áhuga á rúnum. samsett mynd Unnar Bjarnason, trommuleikari hljómsveitarinnar Sororicide, var í bréfasamskiptum við Kristian „Varg“ Vikernes fyrir um tveimur áratugum síðan, en Vikernes var handtekinn í morgun vegna gruns um að hafa skipulagt hryðjuverk. „Já það getur passað,“ segir Unnar í samtali við Vísi, en hann kynntist Vikernes vegna áhuga Norðmannsins á Íslandi og á hljómsveit Unnars. „Hann sendi okkur bréf og var að athuga með tengiliði á Íslandi. Ég svaraði því og þá upphófust bara bréfaskriftir okkar á milli.“ Unnar og Vikernes skrifuðust á eftir að sá síðarnefndi hóf afplánun á 21 árs fangelsisdómi sem hann hlaut fyrir morð og kirkjubrennur, og stóðu bréfaskiptin yfir í nokkur ár. Unnar segist þó ekki vera með smáatriði bréfanna á hreinu. „Hann var að ýja að því að ég ætti að gera Ísland að heiðnu landi sem var auðvitað djók. Hann var svolítið rasískur en skemmtilegur líka. Þetta var ekki bara einhver geðveiki. Ég þyrfti bara að skoða þessi bréf aftur, ég á þau einhvers staðar.“Söng á íslensku Vikernes fékk senda íslenska orðabók og Hávamál frá Unnari og hafði mikinn áhuga á rúnum. „Svo söng hann eina plötu á íslensku,“ segir Unnar, sem var nýbúinn að lesa um þessa nýjustu handtöku pennavinarins fyrrverandi. „Já ég var að lesa þetta. Ég sé ekki alveg hvað þeir hafa á hann. Konan hans kaupir einhverjar fjórar byssur. Ef hann er búinn að vera að skipuleggja eitthvað í líkingu við það sem hann er sakaður um er hann auðvitað bara brjálæðingur, en maður veit ekki hvað maður á að halda. Hann hefur komið fram í viðtölum og komið bara eðlilega fram þar. Til dæmis tjáði hann sig um Breivik-málið og var gjörsamlega á móti því sem hann gerði.“ Noregur Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Innlent Fleiri fréttir Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Sjá meira
Unnar Bjarnason, trommuleikari hljómsveitarinnar Sororicide, var í bréfasamskiptum við Kristian „Varg“ Vikernes fyrir um tveimur áratugum síðan, en Vikernes var handtekinn í morgun vegna gruns um að hafa skipulagt hryðjuverk. „Já það getur passað,“ segir Unnar í samtali við Vísi, en hann kynntist Vikernes vegna áhuga Norðmannsins á Íslandi og á hljómsveit Unnars. „Hann sendi okkur bréf og var að athuga með tengiliði á Íslandi. Ég svaraði því og þá upphófust bara bréfaskriftir okkar á milli.“ Unnar og Vikernes skrifuðust á eftir að sá síðarnefndi hóf afplánun á 21 árs fangelsisdómi sem hann hlaut fyrir morð og kirkjubrennur, og stóðu bréfaskiptin yfir í nokkur ár. Unnar segist þó ekki vera með smáatriði bréfanna á hreinu. „Hann var að ýja að því að ég ætti að gera Ísland að heiðnu landi sem var auðvitað djók. Hann var svolítið rasískur en skemmtilegur líka. Þetta var ekki bara einhver geðveiki. Ég þyrfti bara að skoða þessi bréf aftur, ég á þau einhvers staðar.“Söng á íslensku Vikernes fékk senda íslenska orðabók og Hávamál frá Unnari og hafði mikinn áhuga á rúnum. „Svo söng hann eina plötu á íslensku,“ segir Unnar, sem var nýbúinn að lesa um þessa nýjustu handtöku pennavinarins fyrrverandi. „Já ég var að lesa þetta. Ég sé ekki alveg hvað þeir hafa á hann. Konan hans kaupir einhverjar fjórar byssur. Ef hann er búinn að vera að skipuleggja eitthvað í líkingu við það sem hann er sakaður um er hann auðvitað bara brjálæðingur, en maður veit ekki hvað maður á að halda. Hann hefur komið fram í viðtölum og komið bara eðlilega fram þar. Til dæmis tjáði hann sig um Breivik-málið og var gjörsamlega á móti því sem hann gerði.“
Noregur Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Innlent Fleiri fréttir Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Sjá meira