Það er ekki beint slegist um að taka upp hanskann fyrir Aaron Hernandez þessa dagana. Búið er að kæra hann fyrir morð og hann var í kjölfarið rekinn frá NFL-liðinu New England Patriots.
Deion Branch, fyrrum félagi Hernandez hjá Patriots, hefur þó þorað að tala fallega um manninn sem er á allra vörum í Bandaríkjunum þessa dagana.
"Aaron er algjör toppmaður. Vinur minn og góður félag. Ég elska hann og er í áfalli yfir þessum fréttum. Ég vona og bið þess að hann sé ekki ábyrgur fyrir þessum gjörðum," sagði Branch en hann býr á móti Hernandez.
"Hann er minn maður og ég trúi því að nafn hans verði hreinsað."

