Vill að forseti Alþingis leiðrétti skýrsluna Boði Logason skrifar 5. júlí 2013 14:45 Ég hef falið lögmanni mínum, Sigurði G. Guðjónssyni, hrl., að fara þess á leit við forseta Alþingis að skýrsla RNA verði leiðrétt hvað þetta mál varðar og staðreyndir í heiðri hafðar.“ „Hann er ósáttur við það sem kemur þarna fram og hefur verið haldið fram í fjölmiðlum," segir Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður Franz Jezorski. Franz hefur falið Sigurði að fara þess á leit við forseta Alþingis að skýrsla rannsóknarskýrsla Alþingis um Íbúaðalánasjóð verði leiðrétt. Nefndin hafi aldrei talað við sig eða óskað eftir upplýsingum frá sér. Í Fréttablaðinu í dag var vitnað í skýrslu rannsóknarnefndarinnar þar sem segir að Franz, ásamt öðrum eigendum Fasteignafélags Austurlands, hafi greitt sér 430 milljóna króna arð vegna upbyggingar á Austurlandi, þrátt fyrir að verkefnið sjálft hafi ekki verið arðbært. Félagið hafi lýst sig gjaldþrota og skilið Íbúðalánasjóð eftir í 2,2 milljarða skuld. Í fréttatilkynningu frá Franz segir hann þetta vera rangt. „Hið rétta er að ég seldi eignarhlut minn í félaginu í júní 2006 og gekk á sama tíma úr stjórn þess sbr. meðfylgjandi staðfestingu frá hlutafélagaskrá. Ég hef engin afskipti haft af félaginu frá miðju ári 2006. Enginn arður var greiddur til mín,“ segir hann. Þegar afskiptum hans af félaginu lauk fyrir sjö árum hafi verið umfram eftirspurn eftir íbúðahúsnæði á Austurlandi, í tengslum við byggingu álvers, og biðlisti hafi verið eftir íbúðum. „RNA ræddi aldrei við mig eða óskaði upplýsinga frá mér, sem er miður. Ég hef falið lögmanni mínum, Sigurði G. Guðjónssyni, hrl., að fara þess á leit við forseta Alþingis að skýrsla RNA verði leiðrétt hvað þetta mál varðar og staðreyndir í heiðri hafðar,“ segir í yfirlýsingunni. Sigurður G. segist í samtali við fréttastofu ætla að fara yfir skýrslu rannsóknarnefndarinnar og í framhaldi af því að hafa samband við Einar K. Guðfinnsson, forseta Alþingis. Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira
„Hann er ósáttur við það sem kemur þarna fram og hefur verið haldið fram í fjölmiðlum," segir Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður Franz Jezorski. Franz hefur falið Sigurði að fara þess á leit við forseta Alþingis að skýrsla rannsóknarskýrsla Alþingis um Íbúaðalánasjóð verði leiðrétt. Nefndin hafi aldrei talað við sig eða óskað eftir upplýsingum frá sér. Í Fréttablaðinu í dag var vitnað í skýrslu rannsóknarnefndarinnar þar sem segir að Franz, ásamt öðrum eigendum Fasteignafélags Austurlands, hafi greitt sér 430 milljóna króna arð vegna upbyggingar á Austurlandi, þrátt fyrir að verkefnið sjálft hafi ekki verið arðbært. Félagið hafi lýst sig gjaldþrota og skilið Íbúðalánasjóð eftir í 2,2 milljarða skuld. Í fréttatilkynningu frá Franz segir hann þetta vera rangt. „Hið rétta er að ég seldi eignarhlut minn í félaginu í júní 2006 og gekk á sama tíma úr stjórn þess sbr. meðfylgjandi staðfestingu frá hlutafélagaskrá. Ég hef engin afskipti haft af félaginu frá miðju ári 2006. Enginn arður var greiddur til mín,“ segir hann. Þegar afskiptum hans af félaginu lauk fyrir sjö árum hafi verið umfram eftirspurn eftir íbúðahúsnæði á Austurlandi, í tengslum við byggingu álvers, og biðlisti hafi verið eftir íbúðum. „RNA ræddi aldrei við mig eða óskaði upplýsinga frá mér, sem er miður. Ég hef falið lögmanni mínum, Sigurði G. Guðjónssyni, hrl., að fara þess á leit við forseta Alþingis að skýrsla RNA verði leiðrétt hvað þetta mál varðar og staðreyndir í heiðri hafðar,“ segir í yfirlýsingunni. Sigurður G. segist í samtali við fréttastofu ætla að fara yfir skýrslu rannsóknarnefndarinnar og í framhaldi af því að hafa samband við Einar K. Guðfinnsson, forseta Alþingis.
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira