Stjórn knattspyrnuráð Völsungs hefur gengið frá starfslokum hjá Dragan Stojanovic sem aðalþjálfari meistaraflokks karla í knattspyrnu.
Stojanovic hefur verið með liðið undanfarinn tvö ár og kom liðinu upp í fyrstu deild á síðasta tímabili. Liðið er nú í neðsta sæti deildarinnar með tvö stig og útlitið svart hjá norðanmönnum.
Í yfirlýsingu frá stjórn Völsungs kemur fram að hún þakki þjálfaranum fyrir vel unnin störf og óski honum velfarnaðar í þeim störfum sem hann mun taka sér fyrir hendur.
Dragan Stojanovic rekinn sem þjálfari Völsungs
Stefán Árni Pálsson skrifar
