Andy Murray og Novak Djokovic mætast í úrslitaleiknum á Wimbledon-mótinu í tennis en heimamaðurinn Murray tryggði sér leik á móti Djokovic með öruggum 3-1 sigri á Pólverjanum Jerzy Janowicz í kvöld.
Andy Murray tapaði fyrsta settinu 6-7 en vann svo þrjú sett í röð, 6-4, 6-4 og 6-3. Novak Djokovic komst fyrr í dag í úrslitaleikinn eftir sigur á Juan Martin del Potro í mögnuðum leik.
Báðir voru þeir Andy Murray og Novak Djokovic að komast í sinn annan úrslitaleik á Wimbledon-mótinu en
Djokovic vann mótið árið 2011 og Murray tapaði í úrslitaleik á móti Roger Federer í fyrra.
Fréttamiðlar hafa talað um viðeign Andy Murray og Novak Djokovic sem draumaúrslialeik enda voru þessir tveir kappar í tveimur efstu sætunum á styrkleikalistanum fyrir Wimbledon-mótið.

