Miami meistari annað árið í röð Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 21. júní 2013 07:02 Mynd/AP Miami Heat tryggði sér sinn annan NBA-meistaratitil í röð eftir sjö stiga sigur, 95-88, á San Antonio Spurs í oddaleik liðanna um titilinn í nótt. LeBron James var valinn besti leikmaður lokaúrslitanna en það er einnig annað árið í röð sem það gerist. James skoraði 37 stig í nótt og tók tólf fráköst. Hann hefur nú unnið tvo titla og Ólympíugull á aðeins tólf mánaða tímabili. „Ég legg mikið á mig og æfi mig í sumarfríinu. Það er því ekkert sem toppar það að ná þessum árangri. Ég er orðlaus,“ sagði James eftir leikinn í nótt en myndbönd úr leiknum má sjá neðst í fréttinni. Stóra tækifærið hjá San Antonio kom í síðasta leik er liðið var hársbreidd frá því að klára leikinn og vinna titilinn. Leikurinn í nótt var jafn en Miami var oftast skrefinu á undan og sigldi fram úr á lokamínútunni.Tim Duncan fékk þó tækifæri til að jafna leikinn í stöðunni 90-88. Hann fékk gott skotfæri undir körfunni en hitti ekki, né heldur eftir að hafa sjálfur náð frákastinu. Duncan, sem er 37 ára gamall og fjórfaldur meistari, virtist bugaður eftir þetta. James kom svo Miami fjórum stigum yfir er hálf mínúta var eftir. Manu Ginobili tapaði svo boltanum klaufalega og James kláraði leikinn endanlega af vítalínunni. Líklegt er að þetta hafi verið í síðasta sinn sem þeir Duncan, Ginobili og Tony Parker spili saman í lokaúrslitunum en eftir hetjulega baráttu framan af í nótt urðu þeir að játa sig sigraða. „Ég er enn með síðasta leik í kollinum. Við spiluðum ágætlega í dag en þeir hittu bara betur en við,“ sagði Ginobili. „LeBron snögghitnaði og Shane Battier líka. Svona lagað gerist. En það er bara svo erfitt að missa af titlinum þegar maður sér að hann var innan seilingar.“Battier hafði átt erfitt uppdráttar í úrslitakeppninni en hann var frábær í nótt og skoraði átján stig. Wade var með 23 stig og tíu fráköst en þess má geta að Chris Bosh var stigalaus í nótt. Kawhi Leonard átti frábæran leik fyrir San Antonio. Hann skoraði nítján stig og tók sextán fráköst. Ginobili var með átján stig en Parker, sem nýtti aðeins þrjú skot af tólf, var með tíu. Danny Green, sem spilaði svo vel í úrslitakeppninni, nýtti aðeins eitt skot af tólf. Maður kvöldsins var þó án efa títtnefndur LeBron James sem hefur nú skorað 33,8 stig að meðaltali í oddaleikjum í sjö leikja seríum. Hann hefur tekið fram úr Michael Jordan hvað þetta varðar og er enn og aftur að sýna að þarna fer einn besti leikmaður sögunnar. NBA Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti Guðmundur rekinn frá Fredericia Handbolti Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Enski boltinn „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Í beinni: Valur - Breiðablik | Geta minnkað forskot Víkinga í tvö stig Íslenski boltinn Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Íslenski boltinn Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Sjá meira
Miami Heat tryggði sér sinn annan NBA-meistaratitil í röð eftir sjö stiga sigur, 95-88, á San Antonio Spurs í oddaleik liðanna um titilinn í nótt. LeBron James var valinn besti leikmaður lokaúrslitanna en það er einnig annað árið í röð sem það gerist. James skoraði 37 stig í nótt og tók tólf fráköst. Hann hefur nú unnið tvo titla og Ólympíugull á aðeins tólf mánaða tímabili. „Ég legg mikið á mig og æfi mig í sumarfríinu. Það er því ekkert sem toppar það að ná þessum árangri. Ég er orðlaus,“ sagði James eftir leikinn í nótt en myndbönd úr leiknum má sjá neðst í fréttinni. Stóra tækifærið hjá San Antonio kom í síðasta leik er liðið var hársbreidd frá því að klára leikinn og vinna titilinn. Leikurinn í nótt var jafn en Miami var oftast skrefinu á undan og sigldi fram úr á lokamínútunni.Tim Duncan fékk þó tækifæri til að jafna leikinn í stöðunni 90-88. Hann fékk gott skotfæri undir körfunni en hitti ekki, né heldur eftir að hafa sjálfur náð frákastinu. Duncan, sem er 37 ára gamall og fjórfaldur meistari, virtist bugaður eftir þetta. James kom svo Miami fjórum stigum yfir er hálf mínúta var eftir. Manu Ginobili tapaði svo boltanum klaufalega og James kláraði leikinn endanlega af vítalínunni. Líklegt er að þetta hafi verið í síðasta sinn sem þeir Duncan, Ginobili og Tony Parker spili saman í lokaúrslitunum en eftir hetjulega baráttu framan af í nótt urðu þeir að játa sig sigraða. „Ég er enn með síðasta leik í kollinum. Við spiluðum ágætlega í dag en þeir hittu bara betur en við,“ sagði Ginobili. „LeBron snögghitnaði og Shane Battier líka. Svona lagað gerist. En það er bara svo erfitt að missa af titlinum þegar maður sér að hann var innan seilingar.“Battier hafði átt erfitt uppdráttar í úrslitakeppninni en hann var frábær í nótt og skoraði átján stig. Wade var með 23 stig og tíu fráköst en þess má geta að Chris Bosh var stigalaus í nótt. Kawhi Leonard átti frábæran leik fyrir San Antonio. Hann skoraði nítján stig og tók sextán fráköst. Ginobili var með átján stig en Parker, sem nýtti aðeins þrjú skot af tólf, var með tíu. Danny Green, sem spilaði svo vel í úrslitakeppninni, nýtti aðeins eitt skot af tólf. Maður kvöldsins var þó án efa títtnefndur LeBron James sem hefur nú skorað 33,8 stig að meðaltali í oddaleikjum í sjö leikja seríum. Hann hefur tekið fram úr Michael Jordan hvað þetta varðar og er enn og aftur að sýna að þarna fer einn besti leikmaður sögunnar.
NBA Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti Guðmundur rekinn frá Fredericia Handbolti Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Enski boltinn „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Í beinni: Valur - Breiðablik | Geta minnkað forskot Víkinga í tvö stig Íslenski boltinn Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Íslenski boltinn Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Sjá meira