Íslenski boltinn

Ríkharður: Maður vanmetur ekki andstæðing í 8-liða úrslitum

Stefán Árni Pálsson skrifar
„Við fáum lið sem er í 2. deild sem á þar að leiðandi að vera lakara lið en við Framarar,“ sagði Ríkharður Daðason, þjálfari Fram, eftir að dregið hafði verið í 8-liða úrslit Borgunarbikarsins.

„Aftur á móti þegar maður er kominn í 8-liða úrslitin þá getur allt gerst. Við erum í raun fegnastir að þurfa ekki að fara í annað ferðalag.“

„Fram fékk Gróttu í bikar árið 2004 eða 2005 og þá komu þeir í heimsókn til okkar, nú er komið að okkur að fara til þeirra.“

„Þegar maður er kominn svona langt í bikar þá er ekki til neitt sem heitir vanmat og mínir menn fara ekki að vanmeta Gróttu, það kemur ekki til greina.“

„Mér hefur alltaf þótt bikarinn vera rosalega heillandi keppni og við ætlum að selja okkur dýrt í ár.“

Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Ríkharð hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×