Frjálsíþróttakonan Aníta Hinriksdóttir, ÍR, bætti í dag Íslandsmet sitt í 800 metra hlaupi þegar hún kom í mark á tímanum 2:01,17 mínútum í Evrópukeppni landsliða sem fer fram þessa daganna í Slóvakíu.
Aníta bætti fyrra Íslandsmet sitt um tæplega tvær sekúndur en frá þessu er greint á vefsíðunni mbl.is.
Aníta kom fyrst í mark í hlaupinu og vann það nokkuð örugglega en með sigrinum tryggði hún sér sæti á heimsmeistaramótinu í Rússlandi sem fer fram í ágúst.
