Nadal féll úr leik á fyrsta degi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. júní 2013 20:40 Steve Darcis fagnar sigrinum í dag. Nordic Photos / AFP Rafael Nadal, einn besti tenniskappi heims, féll afar óvænt úr leik strax á fyrsta keppnisdegi Wimbledon-mótsins í tennis. Nadal mætti Belganum Steve Darcis, sem er í 135. sæti heimslistans, og tapaði með þremur settum gegn engu, 7-6, 7-6 og 6-4. Nadal féll reyndar úr leik í annarri umferð Wimbledon-mótsins í fyrra en leikurinn í dag var fyrsti leikur Nadal á grasi síðan í fyrra. Eftir Wimbledon-mótið í fyrra dró Nadal sig í hlé í sjö mánuði vegna þrálátra hnémeiðsla. Síðan hann byrjaði aftur fyrr á þessu ári hefur honum gengið vonum framar en Nadal sigraði á Opna franska meistaramótinu fyrr í þessum mánuði. „Það er erfitt að tapa í fyrstu umferð en lífið heldur áfram,“ sagði Nadal í dag. „Ég vil óska Steve Darcis til hamingju. Hann spilaði frábærlega. Það þýðir ekkert að tala um hnéð enda er það bara afsökun. Ég nota ekki afsakanir.“ Nadal lét spurningar blaðamanna um hnémeiðslin fara í taugarnar á sér og þverneitaði að tala um meiðslin. Roger Federer og Andy Murray komust báðir áfram í dag eftir auðvelda sigra en meðal þeirra sem féllu úr leik ásamt Nadal í dag eru þeir Stanislas Wawrinka, Janko Tipsarevic og Fabio Fognini. Wawrinka tapaði fyrir Ástralanum Lleyton Hewitt sem var eitt sinn í efsta sæti heimslistans en er í dag í 70. sæti. Óvæntustu úrslitin í einliðaleik kvenna var tap Söru Errani frá Ítalíu en hún tapaði fyrir Monicu Puig frá Púertó Ríkó. Tennis Mest lesið Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Spánverjar og Belgar skoruðu sex Fótbolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Sport Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Fleiri fréttir Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Andrea tók sjötta sætið Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Langþráð hjá Melsungen Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Angel Reese í hálfs leiks bann Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Sjá meira
Rafael Nadal, einn besti tenniskappi heims, féll afar óvænt úr leik strax á fyrsta keppnisdegi Wimbledon-mótsins í tennis. Nadal mætti Belganum Steve Darcis, sem er í 135. sæti heimslistans, og tapaði með þremur settum gegn engu, 7-6, 7-6 og 6-4. Nadal féll reyndar úr leik í annarri umferð Wimbledon-mótsins í fyrra en leikurinn í dag var fyrsti leikur Nadal á grasi síðan í fyrra. Eftir Wimbledon-mótið í fyrra dró Nadal sig í hlé í sjö mánuði vegna þrálátra hnémeiðsla. Síðan hann byrjaði aftur fyrr á þessu ári hefur honum gengið vonum framar en Nadal sigraði á Opna franska meistaramótinu fyrr í þessum mánuði. „Það er erfitt að tapa í fyrstu umferð en lífið heldur áfram,“ sagði Nadal í dag. „Ég vil óska Steve Darcis til hamingju. Hann spilaði frábærlega. Það þýðir ekkert að tala um hnéð enda er það bara afsökun. Ég nota ekki afsakanir.“ Nadal lét spurningar blaðamanna um hnémeiðslin fara í taugarnar á sér og þverneitaði að tala um meiðslin. Roger Federer og Andy Murray komust báðir áfram í dag eftir auðvelda sigra en meðal þeirra sem féllu úr leik ásamt Nadal í dag eru þeir Stanislas Wawrinka, Janko Tipsarevic og Fabio Fognini. Wawrinka tapaði fyrir Ástralanum Lleyton Hewitt sem var eitt sinn í efsta sæti heimslistans en er í dag í 70. sæti. Óvæntustu úrslitin í einliðaleik kvenna var tap Söru Errani frá Ítalíu en hún tapaði fyrir Monicu Puig frá Púertó Ríkó.
Tennis Mest lesið Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Spánverjar og Belgar skoruðu sex Fótbolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Sport Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Fleiri fréttir Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Andrea tók sjötta sætið Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Langþráð hjá Melsungen Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Angel Reese í hálfs leiks bann Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Sjá meira