Federer úr leik á Wimbledon | Ótrúlegum degi lokið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. júní 2013 19:49 Afar óvænt tíðindi urðu á Wimbledon-mótinu í tennis í dag er Roger Federer, sjöfaldur meistari á mótinu, féll úr leik eftir að hafa tapað fyrir óþekktum Úkraínumanni í annarri umferð einliðaleiks karla. Sergiy Stakhovsky, sem er í 116. sæti heimslistans, fagnaði sigri í þremur settum gegn einu. Hann tapaði fyrsta settinu, 7-6, en vann hin þrjú 7-6, 7-5 og 7-6. Þetta er í fyrsta sinn í átta ár sem Federer tapar fyrir andstæðingi sem er ekki meðal efstu 100 manna á heimslistanum í tennis. Federer hafði einnig komist í fjórðungsúrslit á 36 risamótum í röð, þar til að hann féll úr leik í dag. Þetta var enn fremur í fyrsta sinn sem Federer tapar viðureign í annarri umferð stórmóts í tennis. Hann hafði unnið 49 slíkar viðureignir í röð. Federer er þó ekki eina stórstjarnan sem féll úr leik í dag. Maria Sharapova, sem er í þriðja sæti heimslistans, tapaði fyrir Michelle Larcher de Brito frá Portúgal, sem er í 131. sæti heimslistans, í tveimur settum, 6-4 og 6-3. Þá þurftu alls sjö keppendur að draga sig úr keppni vegna meiðsla í dag en meðal þeirra er Jo-Wilfried Tsonga (6. sæti í karlaflokki) og Victoria Azarenka (2. sæti í kvennaflokki). Belginn Steve Darcis hætti einnig vegna meiðsla en hann vann Rafael Nadal í fyrstu umferð mótsins. Heimamaðurinn Andy Murray er þó kominn áfram eftir öruggan sigur á Lu Yen-hsun frá Taipei. Novak Djokovic er einnig kominn áfram í þriðju umferðina en Djokovic og Murray eru í efstu tveimur sætum heimslistans. Tennis Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti Fleiri fréttir Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Í beinni: Pólland - Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Í beinni: Svíþjóð - Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Sjá meira
Afar óvænt tíðindi urðu á Wimbledon-mótinu í tennis í dag er Roger Federer, sjöfaldur meistari á mótinu, féll úr leik eftir að hafa tapað fyrir óþekktum Úkraínumanni í annarri umferð einliðaleiks karla. Sergiy Stakhovsky, sem er í 116. sæti heimslistans, fagnaði sigri í þremur settum gegn einu. Hann tapaði fyrsta settinu, 7-6, en vann hin þrjú 7-6, 7-5 og 7-6. Þetta er í fyrsta sinn í átta ár sem Federer tapar fyrir andstæðingi sem er ekki meðal efstu 100 manna á heimslistanum í tennis. Federer hafði einnig komist í fjórðungsúrslit á 36 risamótum í röð, þar til að hann féll úr leik í dag. Þetta var enn fremur í fyrsta sinn sem Federer tapar viðureign í annarri umferð stórmóts í tennis. Hann hafði unnið 49 slíkar viðureignir í röð. Federer er þó ekki eina stórstjarnan sem féll úr leik í dag. Maria Sharapova, sem er í þriðja sæti heimslistans, tapaði fyrir Michelle Larcher de Brito frá Portúgal, sem er í 131. sæti heimslistans, í tveimur settum, 6-4 og 6-3. Þá þurftu alls sjö keppendur að draga sig úr keppni vegna meiðsla í dag en meðal þeirra er Jo-Wilfried Tsonga (6. sæti í karlaflokki) og Victoria Azarenka (2. sæti í kvennaflokki). Belginn Steve Darcis hætti einnig vegna meiðsla en hann vann Rafael Nadal í fyrstu umferð mótsins. Heimamaðurinn Andy Murray er þó kominn áfram eftir öruggan sigur á Lu Yen-hsun frá Taipei. Novak Djokovic er einnig kominn áfram í þriðju umferðina en Djokovic og Murray eru í efstu tveimur sætum heimslistans.
Tennis Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti Fleiri fréttir Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Í beinni: Pólland - Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Í beinni: Svíþjóð - Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Sjá meira