Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Stjarnan 0-3 | Meistararnir í undanúrslit Sigmar Sigfússon skrifar 28. júní 2013 16:19 Bikarmeistarar Stjörnunnar komust í kvöld áfram í undanúrslit Borgunarbikars kvenna eftir 3-0 sigur á Val en þessi sömu lið áttust við í úrslitaleiknum í fyrra. Rúna Sif Stefánsdóttir skoraði tvö mörk fyrir Stjörnuna í kvöld og Danka Podovac eitt. Stjarnan, Breiðablik, Fylkir og Þór/KA eru því komin áfram í undanúrslit bikarsins. Leikurinn fór rólega af stað og gerðist lítið í leiknum þar til á 15. mínútu. Harpa Þorsteinsdóttir, sóknarmaður Stjörnunnar, átti þá langa og góða sendingu inn fyrir vörn Vals. Þar var Rúna Sif Stefánsdóttir mætt á harðaspretti og tók nokkrar snertingar á knöttinn áður en hún skaut framhjá markmanni Vals og skoraði. Eftir markið voru Garðbæingarnir mun sterkari aðilinn í leiknum. Valsstúlkur áttu ekki sinn besta leik í fyrri hálfleik og fór svo að gestirnir bættu við marki á 36. mínútu. Þar var að verki Danka Podovac. Danka fékk boltann inn í teig og skoraði auðveldlega með fínu skoti. Staðan var 0-2 fyrir Stjörnustúlkum í hálfleik. Seinni háfleikur var vægast sagt bragðdaufur og lítið um færi. Valsstúlkur sóttu þó örlítið í sig veðrið undir lok hálfleiksins og voru ansi líklegar á köflum. Það var þó Stjarnan sem skoraði þriðja og síðasta mark leiksins. Rúna Sif skoraði sitt annað mark í leiknum á 86. mínútu eftir sendingu frá Hörpu líkt og í fyrsta markinu. Skotið var langt fyrir utan teig og söng í netinu, einkar glæsilegt hjá henni. Þetta mark var rothöggið sem Stjarnan var að leita að. Stjarnan vann, 3-0, og liðið því komið áfram í undanúrslit Borgunarbikarsins. Stjarnan er ríkjandi bikarmeistari og verður að teljast ansi líkleg þetta árið einnig.Þorlákur: Þetta var nokkuð öruggt „Ég er fyrst og fremst ánægður. Það er komin þreyta í flest lið í deildinni vegna álags og þetta gat endað hvoru megin sem var. Þær náðu ekkert að opna okkur í þessum leik. Þetta var nokkuð öruggt,“ sagði Þorlákur Már Árnason, þjálfari Stjörnunnar eftir leikinn. „Þetta var þægileg forysta og við duttum aðeins of aftarlega hérna í seinni hálfleik. Það var ekki planið en það gerist.“ En er það einhver óska mótherji í næstu umferð? „Ég veit ekki hverjir fóru áfram en það væri fínt að fá heimaleik núna,“ sagði Þorlákur léttur í lokin.Helena: Ekki líkar sjálfum okkur „Ég er mjög ósátt við þetta. Við vorum einhvernveginn ekki klárar, hræddar og ekki líkar sjálfum okkur,“ sagði Helena Ólafsdóttir, þjálfari Vals hundfúl eftir leikinn. „Síðan í þessu þriðja marki hjá þeim vorum við farnar að taka sénsa. Við fengum ódýr mörk á okkur í fyrri hálfleik og svo vantaði mikið upp á sóknarleikinn hjá okkur.“ „Það voru ekki mörg opin færi í þessum leik og þessi mörk sem við fengum á okkur eru allt mörk sem við eigum að verjast,“ sagði Helena að lokum. Íslenski boltinn Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Bein útsending: Dagur þrjú á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Fleiri fréttir „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Sjá meira
Bikarmeistarar Stjörnunnar komust í kvöld áfram í undanúrslit Borgunarbikars kvenna eftir 3-0 sigur á Val en þessi sömu lið áttust við í úrslitaleiknum í fyrra. Rúna Sif Stefánsdóttir skoraði tvö mörk fyrir Stjörnuna í kvöld og Danka Podovac eitt. Stjarnan, Breiðablik, Fylkir og Þór/KA eru því komin áfram í undanúrslit bikarsins. Leikurinn fór rólega af stað og gerðist lítið í leiknum þar til á 15. mínútu. Harpa Þorsteinsdóttir, sóknarmaður Stjörnunnar, átti þá langa og góða sendingu inn fyrir vörn Vals. Þar var Rúna Sif Stefánsdóttir mætt á harðaspretti og tók nokkrar snertingar á knöttinn áður en hún skaut framhjá markmanni Vals og skoraði. Eftir markið voru Garðbæingarnir mun sterkari aðilinn í leiknum. Valsstúlkur áttu ekki sinn besta leik í fyrri hálfleik og fór svo að gestirnir bættu við marki á 36. mínútu. Þar var að verki Danka Podovac. Danka fékk boltann inn í teig og skoraði auðveldlega með fínu skoti. Staðan var 0-2 fyrir Stjörnustúlkum í hálfleik. Seinni háfleikur var vægast sagt bragðdaufur og lítið um færi. Valsstúlkur sóttu þó örlítið í sig veðrið undir lok hálfleiksins og voru ansi líklegar á köflum. Það var þó Stjarnan sem skoraði þriðja og síðasta mark leiksins. Rúna Sif skoraði sitt annað mark í leiknum á 86. mínútu eftir sendingu frá Hörpu líkt og í fyrsta markinu. Skotið var langt fyrir utan teig og söng í netinu, einkar glæsilegt hjá henni. Þetta mark var rothöggið sem Stjarnan var að leita að. Stjarnan vann, 3-0, og liðið því komið áfram í undanúrslit Borgunarbikarsins. Stjarnan er ríkjandi bikarmeistari og verður að teljast ansi líkleg þetta árið einnig.Þorlákur: Þetta var nokkuð öruggt „Ég er fyrst og fremst ánægður. Það er komin þreyta í flest lið í deildinni vegna álags og þetta gat endað hvoru megin sem var. Þær náðu ekkert að opna okkur í þessum leik. Þetta var nokkuð öruggt,“ sagði Þorlákur Már Árnason, þjálfari Stjörnunnar eftir leikinn. „Þetta var þægileg forysta og við duttum aðeins of aftarlega hérna í seinni hálfleik. Það var ekki planið en það gerist.“ En er það einhver óska mótherji í næstu umferð? „Ég veit ekki hverjir fóru áfram en það væri fínt að fá heimaleik núna,“ sagði Þorlákur léttur í lokin.Helena: Ekki líkar sjálfum okkur „Ég er mjög ósátt við þetta. Við vorum einhvernveginn ekki klárar, hræddar og ekki líkar sjálfum okkur,“ sagði Helena Ólafsdóttir, þjálfari Vals hundfúl eftir leikinn. „Síðan í þessu þriðja marki hjá þeim vorum við farnar að taka sénsa. Við fengum ódýr mörk á okkur í fyrri hálfleik og svo vantaði mikið upp á sóknarleikinn hjá okkur.“ „Það voru ekki mörg opin færi í þessum leik og þessi mörk sem við fengum á okkur eru allt mörk sem við eigum að verjast,“ sagði Helena að lokum.
Íslenski boltinn Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Bein útsending: Dagur þrjú á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Fleiri fréttir „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Sjá meira