Tilda Swinton dansaði við Apparat Organ Quartet Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 28. júní 2013 23:03 Góð stemning er á All Tomorrows Parties í Keflavík þar sem veðrið leikur við tónleikagesti. MYND/ATP Rúmlega tvö þúsund manns eru samankomin í gömlu herstöðinni í Keflavík þessa stundina, en þar verður tónlistarhátíðin All Tomorrows Parties haldin um helgina. Hljómsveitin Apparat Organ Quartet reið á vaðið klukkan hálf sex í kvöld við mikinn fögnuð, en leikkonan Tilda Swinton var meðal áhorfenda. Hún lét afar vel af og fór sérstaklega til hljómsveitarmeðlima eftir tónleikana til að þakka þeim fyrir. Tilda, sem er stödd hér á landi sérstaklega vegna ATP, var hin hressasta og virtist skemmta sér konunglega ásamt börnum sínum og eiginmanni á tónleikunum. Kamilla Ingibergsdóttir, einn skipuleggjenda hátíðarinnar, segir stemninguna vera ótrúlega góða. „Fólk er rosalega ánægt. Hljómsveitirnar eru frábærar og við erum ótrúlega ánægð með staðinn. Herstöðin hefur lengi verið sveipuð einhverskonar dulúð sem gerir þetta alveg extra spennandi. Svo hefur líka heldur betur ræst úr veðrinu og sólin er farin að skína,“ segir Kamilla. Kamilla býst við margmenni annað kvöld, en þá mun hinn goðsagnakenndi Nick Cave stíga á stokk. Enn eru til miðar, og Kamilla tekur sérstaklega framað hægt sé að kaupa miða á stakt kvöld. Þá er ekki orðið of seint fyrir fólk að skella sér til Keflavíkur í kvöld, en dagskráin stendur þrjú í nótt. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurnesjum hefur tónleikahaldið verið til fyrirmyndar það sem af er kvöldi. Nánari upplýsingar um hátíðina er að finna hér. ATP í Keflavík Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Rúmlega tvö þúsund manns eru samankomin í gömlu herstöðinni í Keflavík þessa stundina, en þar verður tónlistarhátíðin All Tomorrows Parties haldin um helgina. Hljómsveitin Apparat Organ Quartet reið á vaðið klukkan hálf sex í kvöld við mikinn fögnuð, en leikkonan Tilda Swinton var meðal áhorfenda. Hún lét afar vel af og fór sérstaklega til hljómsveitarmeðlima eftir tónleikana til að þakka þeim fyrir. Tilda, sem er stödd hér á landi sérstaklega vegna ATP, var hin hressasta og virtist skemmta sér konunglega ásamt börnum sínum og eiginmanni á tónleikunum. Kamilla Ingibergsdóttir, einn skipuleggjenda hátíðarinnar, segir stemninguna vera ótrúlega góða. „Fólk er rosalega ánægt. Hljómsveitirnar eru frábærar og við erum ótrúlega ánægð með staðinn. Herstöðin hefur lengi verið sveipuð einhverskonar dulúð sem gerir þetta alveg extra spennandi. Svo hefur líka heldur betur ræst úr veðrinu og sólin er farin að skína,“ segir Kamilla. Kamilla býst við margmenni annað kvöld, en þá mun hinn goðsagnakenndi Nick Cave stíga á stokk. Enn eru til miðar, og Kamilla tekur sérstaklega framað hægt sé að kaupa miða á stakt kvöld. Þá er ekki orðið of seint fyrir fólk að skella sér til Keflavíkur í kvöld, en dagskráin stendur þrjú í nótt. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurnesjum hefur tónleikahaldið verið til fyrirmyndar það sem af er kvöldi. Nánari upplýsingar um hátíðina er að finna hér.
ATP í Keflavík Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira