Heat jafnar einvígið gegn Spurs Stefán Árni Pálsson skrifar 14. júní 2013 08:00 James setur hér boltann í körfuna í nótt. Mynd / Getty Images Einvígið um NBA-meistaratitilinn heldur áfram að vera gríðarlega spennandi en Miami Heat náði að jafna einvígið, 2-2, gegn San Antonio Spurs með frábærum sigri 109-93 í nótt. Það var greinilegt frá fyrstu mínútu að gestirnir frá Miami ætluðu sér að jafna einvígið. Liðið byrjaði betur í leiknum og setti strax tóninn en liðið leiddi samt sem áður leikinn aðeins með þremur stigum eftir fyrsta fjórðung, 29-26. Spurs gáfu ekkert færi á sér í öðrum leikhluta og börðust eins og ljón. Með Tony Parker, leikstjórnanda San Antonio Spurs, á annarri löppinni náði liðið að fara inn í hálfleikinn í stöðunni 49-49. Í þriðja leikhlutanum voru liðin en jöfn en Miami Heat ávallt einu skrefi á undan. Gestirnir í Miami Heat tóku völdin í loka fjórðungnum og byrjuðu að auka við forskot sitt í leiknum. Heimamenn misstu boltann sjö sinnum beint í hendurnar á leikmönnum Miami Heat í fjórða leikhlutanum sem gerði það ómögulegt fyrir liðið að koma sér inn í leikinn. Heat vann að lokum flottan sigur, 109-93, og jafnaði liðið metin í einvíginu 2-2. Lebron James var með 33 stig fyrir Miami Heat í leiknum, Dwyane Wade skoraði 32 stig og Chris Bosh var með 20 stig. Þessir þrír leikmenn skoruðu því 85 stig af þeim 109 sem Miami Heat gerði í leiknum. Tim Duncan var atkvæðamestur í liði San Antonio Spurs með 20 stig. Fimmti leikur liðanna fer fram á sunnudagskvöld en liðið sem vinnur þann leik tekur bílstjórasætið í einvíginu um NBA-meistaratitilinn. NBA Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Fleiri fréttir Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Sjá meira
Einvígið um NBA-meistaratitilinn heldur áfram að vera gríðarlega spennandi en Miami Heat náði að jafna einvígið, 2-2, gegn San Antonio Spurs með frábærum sigri 109-93 í nótt. Það var greinilegt frá fyrstu mínútu að gestirnir frá Miami ætluðu sér að jafna einvígið. Liðið byrjaði betur í leiknum og setti strax tóninn en liðið leiddi samt sem áður leikinn aðeins með þremur stigum eftir fyrsta fjórðung, 29-26. Spurs gáfu ekkert færi á sér í öðrum leikhluta og börðust eins og ljón. Með Tony Parker, leikstjórnanda San Antonio Spurs, á annarri löppinni náði liðið að fara inn í hálfleikinn í stöðunni 49-49. Í þriðja leikhlutanum voru liðin en jöfn en Miami Heat ávallt einu skrefi á undan. Gestirnir í Miami Heat tóku völdin í loka fjórðungnum og byrjuðu að auka við forskot sitt í leiknum. Heimamenn misstu boltann sjö sinnum beint í hendurnar á leikmönnum Miami Heat í fjórða leikhlutanum sem gerði það ómögulegt fyrir liðið að koma sér inn í leikinn. Heat vann að lokum flottan sigur, 109-93, og jafnaði liðið metin í einvíginu 2-2. Lebron James var með 33 stig fyrir Miami Heat í leiknum, Dwyane Wade skoraði 32 stig og Chris Bosh var með 20 stig. Þessir þrír leikmenn skoruðu því 85 stig af þeim 109 sem Miami Heat gerði í leiknum. Tim Duncan var atkvæðamestur í liði San Antonio Spurs með 20 stig. Fimmti leikur liðanna fer fram á sunnudagskvöld en liðið sem vinnur þann leik tekur bílstjórasætið í einvíginu um NBA-meistaratitilinn.
NBA Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Fleiri fréttir Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Sjá meira