Börnin í Dimmuvík kvikmynduð Bergsteinn Sigurðsson skrifar 15. júní 2013 09:57 Jón Atli er með þrjá leikstjóra í sigtinu sem hann vill að leikstýri Börnunum í Dimmuvík. Fréttablaðið/Stefán „Við handsöluðum þetta í morgun en eigum eftir að ganga formlega frá samningum,“ segir Jón Atli Jónasson, en danski framleiðandinn Nimbus ætlar að kvikmynda bók hans, Börnin í Dimmuvík, sem kom út fyrir nokkrum vikum. Börnin í Dimmuvík er stutt skáldsaga, nóvella, sem gerist að mestu árið 1930 og segir frá lífsbaráttu fjölskyldu í ónefndu plássi úti á landi. Tvö framleiðslufyrirtæki fengu að sjá handritið að myndinni sem Jón Atli vann upp úr bókinni, hið danska Nimbus, sem meðal annars framleiðir spennuþættina Brúna, og annað sænskt. Bæði lýstu áhuga á að gera myndina en á endanum hreppti Nimbus hnossið. Enn á eftir að finna leikstjóra fyrir verkið. „Ég hef mikið um það að segja hver verður fyrir valinu og er með þrjá í sigtinu; þá Søren Kragh-Jacobsen, Ruben Östlund og Thomas Vinterberg. Þeir eru að skoða þetta en það á eftir að koma í ljós hvort það gengur upp.“ Næst á dagskrá hjá Jóni Atla er að halda fjögurra kvölda sumarnámskeið í handritsgerð fyrir kvikmyndir og sjónvarp í næstu viku. Á námskeiðinu, sem ber heitið frá hugmynd að handriti, kennir hann undirstöðuatriði í handritsgerð með áherslu á leik og kvikmyndahandrit. Námskeiðið er byggt upp þannig að fyrst læra þáttakendur undirstöðuatriði í handritsskrifum og eru svo settir af stað í að skrifa handrit með öllu sem því fylgir. Þáttakendur skila svo uppkasti að handriti sem Jón Atli vinnur svo áfram með þeim hverjum og einum. Námskeiðið hefst á þriðjudagskvöldið 18. júní. Enn eru nokkur sæti laus. Allar nánari fyrirspurnir á hugmyndoghandrit@gmail.com. Menning Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
„Við handsöluðum þetta í morgun en eigum eftir að ganga formlega frá samningum,“ segir Jón Atli Jónasson, en danski framleiðandinn Nimbus ætlar að kvikmynda bók hans, Börnin í Dimmuvík, sem kom út fyrir nokkrum vikum. Börnin í Dimmuvík er stutt skáldsaga, nóvella, sem gerist að mestu árið 1930 og segir frá lífsbaráttu fjölskyldu í ónefndu plássi úti á landi. Tvö framleiðslufyrirtæki fengu að sjá handritið að myndinni sem Jón Atli vann upp úr bókinni, hið danska Nimbus, sem meðal annars framleiðir spennuþættina Brúna, og annað sænskt. Bæði lýstu áhuga á að gera myndina en á endanum hreppti Nimbus hnossið. Enn á eftir að finna leikstjóra fyrir verkið. „Ég hef mikið um það að segja hver verður fyrir valinu og er með þrjá í sigtinu; þá Søren Kragh-Jacobsen, Ruben Östlund og Thomas Vinterberg. Þeir eru að skoða þetta en það á eftir að koma í ljós hvort það gengur upp.“ Næst á dagskrá hjá Jóni Atla er að halda fjögurra kvölda sumarnámskeið í handritsgerð fyrir kvikmyndir og sjónvarp í næstu viku. Á námskeiðinu, sem ber heitið frá hugmynd að handriti, kennir hann undirstöðuatriði í handritsgerð með áherslu á leik og kvikmyndahandrit. Námskeiðið er byggt upp þannig að fyrst læra þáttakendur undirstöðuatriði í handritsskrifum og eru svo settir af stað í að skrifa handrit með öllu sem því fylgir. Þáttakendur skila svo uppkasti að handriti sem Jón Atli vinnur svo áfram með þeim hverjum og einum. Námskeiðið hefst á þriðjudagskvöldið 18. júní. Enn eru nokkur sæti laus. Allar nánari fyrirspurnir á hugmyndoghandrit@gmail.com.
Menning Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira