Helgi Már skoraði 20 stig gegn Danny Green Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. júní 2013 11:00 Helgi Már í umræddum leik gegn Danny Green. Landsliðsmaðurinn og KR-ingurinn Helgi Már Magnússon man vel eftir því þegar hann spilaði gegn Danny Green í háskólaboltanum. Green hefur farið á kostum með liði San Antonio Spurs gegn Miami Heat í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar. Fyrir fjórða leik liðanna var Green stigahæstur allra leikmanna liðanna. Staðan í einvíginu er 2-2 en fimmti leikurinn fer fram í nótt. „Ég var á síðasta árinu hjá Catwaba og hann var á fyrsta ári hjá háskólanum í Norður-Karólínu," segir Helgi í samtali við Vísi. Lið Helga var í b-deild en lið hans mætti stórliði fylkisins í upphitunarleik fyrir tímabilið veturinn 2005-2006. „Ég man að þeir voru með ungt og óreynt lið á móti okkur. Þeir voru pínulítið spurningamerki fyrir tímabilið," segir Helgi. Helga sjálfum gekk vel í leiknum en hann skoraði 20 stig. Það hvarflaði ekki að Helga í leiknum að Green ætti eftir að verða í stóru hlutverki í úrslitaeinvígi NBA einn daginn. „Nei, langt í frá. Ég held að það hafi ekki komið upp í kollinn á mörgum fyrir þetta tímabil," segir Helgi. Hann minnir á að Green hafi verið látinn fara frá félögum á borð við Cleveland Cavaliers og sömuleiðis San Antonio Spurs. Þá sé ekki langt síðan hann spilaði með liði í Slóveníu.Danny Green (lengst til vinstri) ásamt kempunum Tony Parker og Tim Duncan.Nordicphotos/AFPHelgi man ekki svo glöggt hvernig Green stóð sig í umræddum leik. Hann man þó að Tyler Hansbrough var á varamannabekk andstæðinganna en Hansbrough leikur í dag með Indiana Pacers. „Hann var nýliði þarna en hann er líklega einn besti háskólaleikmaður allra tíma. Hann er í það minsta ofarlega á lista," segir Helgi. Hann hafi verið mjög góður í háskóla og sé þokkalegasti NBA-leikmaður. Helgi hefur fylgst vel með gangi mála í úrslitakeppni NBA. Hann segist horfa á leikina á morgnana með nýfæddum syni sínum. Helgi, sem er gallharður stuðningsmaður New York Knicks, heldur með San Antonio í einvíginu. „Ég held með körfuboltanum og Spurs spilar miklu fallegri bolta." Fimmti leikur liðanna í Texas hefst á miðnætti í kvöld. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.Helgi Már leikur með uppeldisfélagi sínu KR. NBA Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Fleiri fréttir Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Sjá meira
Landsliðsmaðurinn og KR-ingurinn Helgi Már Magnússon man vel eftir því þegar hann spilaði gegn Danny Green í háskólaboltanum. Green hefur farið á kostum með liði San Antonio Spurs gegn Miami Heat í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar. Fyrir fjórða leik liðanna var Green stigahæstur allra leikmanna liðanna. Staðan í einvíginu er 2-2 en fimmti leikurinn fer fram í nótt. „Ég var á síðasta árinu hjá Catwaba og hann var á fyrsta ári hjá háskólanum í Norður-Karólínu," segir Helgi í samtali við Vísi. Lið Helga var í b-deild en lið hans mætti stórliði fylkisins í upphitunarleik fyrir tímabilið veturinn 2005-2006. „Ég man að þeir voru með ungt og óreynt lið á móti okkur. Þeir voru pínulítið spurningamerki fyrir tímabilið," segir Helgi. Helga sjálfum gekk vel í leiknum en hann skoraði 20 stig. Það hvarflaði ekki að Helga í leiknum að Green ætti eftir að verða í stóru hlutverki í úrslitaeinvígi NBA einn daginn. „Nei, langt í frá. Ég held að það hafi ekki komið upp í kollinn á mörgum fyrir þetta tímabil," segir Helgi. Hann minnir á að Green hafi verið látinn fara frá félögum á borð við Cleveland Cavaliers og sömuleiðis San Antonio Spurs. Þá sé ekki langt síðan hann spilaði með liði í Slóveníu.Danny Green (lengst til vinstri) ásamt kempunum Tony Parker og Tim Duncan.Nordicphotos/AFPHelgi man ekki svo glöggt hvernig Green stóð sig í umræddum leik. Hann man þó að Tyler Hansbrough var á varamannabekk andstæðinganna en Hansbrough leikur í dag með Indiana Pacers. „Hann var nýliði þarna en hann er líklega einn besti háskólaleikmaður allra tíma. Hann er í það minsta ofarlega á lista," segir Helgi. Hann hafi verið mjög góður í háskóla og sé þokkalegasti NBA-leikmaður. Helgi hefur fylgst vel með gangi mála í úrslitakeppni NBA. Hann segist horfa á leikina á morgnana með nýfæddum syni sínum. Helgi, sem er gallharður stuðningsmaður New York Knicks, heldur með San Antonio í einvíginu. „Ég held með körfuboltanum og Spurs spilar miklu fallegri bolta." Fimmti leikur liðanna í Texas hefst á miðnætti í kvöld. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.Helgi Már leikur með uppeldisfélagi sínu KR.
NBA Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Fleiri fréttir Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Sjá meira