Engin endurnýjun hefur átt sér stað Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. júní 2013 10:15 Mynd/Samsett "Siggi (Sigurður Ragnar Eyjólfsson) er náttúrulega búinn að ná frábærum árangri með þetta lið og lyfta því upp. Það er allt annað í dag og í allt öðru umhverfi," segir Hlynur Svan Eiriksson þjálfari kvennaliðs Breiðabliks. Íslenska kvennalandsliðið tapaði 3-2 gegn Skotum í æfingaleik á laugardaginn. Úrslitin skipta í sjálfu sér engu máli en velta má stöðu landsliðsins fyrir sér. Það hefur tapað fimm af síðustu sex leikjum sínum en rétt rúmur mánuður er þar til flautað verður til leiks á Evrópumótinu í Svíþjóð. „Bestu leikmennirnir í landsliðinu, uppistaðan í því, eru hvattir til þess að fara út að spila," segir Hlynur Svan þegar hann var beðinn um að velta fyrir sér stöðu mála hjá landsliðinu. Hann segist spyrja sig að því í hvaða umhverfi stelpurnar fari og hversu stór fótboltinn sé þar. „Það er klárt mál að ákveðin lið, t.d. Malmö, eru virkilega sterk. Ég set spurningamerki við norsku deildina. Hversu sterk er hún?" segir Hlynur Svan og segir hið sama gilda um efstu deild á Englandi. Honum finnst leikmenn leggja of mikla áherslu á að komast út að spila en grasið sé ekki endilega alltaf grænna erlendis. Katrín Ómarsdóttir fagnar marki í leik með Liverpool.Mynd/Heimasíða Liverpool „Rakel Logadóttir fór út til liðs í Noregi en kom heim og sagðist ekki hafa neinn áhuga á að staldra þar við. Liðið hefði verið lélegra en Valsliðið og öll aðstaða miklu lélegri," segir Hlynur. Hann bendir á að í þolprófi sem íslensku landsliðsstelpurnar voru látnar gangast undir á Algarve-mótinu í mars hafi stelpurnar sem spili sem atvinnumenn erlendis heilt yfir ekki komið betur út en þær sem spili hér á landi. Hlynur Svan hefur einnig áhyggjur af því hve endurnýjun sé skammt á veg komin hjá liðinu. Margrét Lára og Hólmfríður fagna marki á Laugardalsvelli.Mynd/Daníel „Lítil endurnýjun hefur orðið á undanförnum árum ef innkoma Glódísar er frátalin. Það er eins og leikmenn eigi sitt fasta sæti," segir Hlynur. Hann telur of skamman tíma til að gera alvarlegar breytingar á liðinu núna. Hefði hann getað valið lið myndi hann leggja áherslu á að velja leikmenn sem gætu hlaupið á fullu í 90 mínútur og litið að einhverju leyti fram hjá knattspyrnulegri getu. Hlynur segir að mikill munur hafi verið á frammistöðu íslensku stelpnanna í fyrri hálfleiknum og þeim síðari gegn Skotum á laugardaginn. Munurinn hafi fyrst og fremst verið í hlaupagetu leikmanna. „Ef það hefði verið kílómetramælir á leikmönnum þá hefði komið í ljós að stelpurnar hlupu miklu meira í seinni hálfleiknum," segir Hlynur. Sif Atladóttir og Þóra Björg Helgadóttir fagna á Laugardalsvelli.Mynd/Daníel Hann minnir á að mikill uppgangur sé í kvennaknattspyrnu um alla Evrópu. „Liðin eru að verða sterkari og sterkari. Það verður erfiðara og erfiðara fyrir Ísland að halda sér svo ofarlega á heimslistanum," segir Hlynur. Þjálfari Blikanna hefur miklar áhyggjur af formleysi og meiðslum leikmanna. „Mesta áhyggjuefnið er að það eru alltof margir leikmenn sem eiga langt í land, hvort sem það er formleysi eða tengist meiðslum. Það eru of margir leikmenn sem eiga alltof mikið inni og ættu að geta meira." Fanndís Friðriksdóttir á Laugardalsvelli.Mynd/Daníel Hlynur segir það jákvæða í stöðunni vera þá staðreynd að liðið geti aðeins bætt sig. „Við eigum að geta unnið bæði Noreg og Holland og komist áfram úr riðlinum," segir Hlynur. Íslenska kvennalandsliðið mætir Dönum í æfingaleik í Viborg þann 20. júní. Fyrsti leikur liðsins á EM er gegn Noregi 11. júlí í Kalmar. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Hefur trú á Glódísi Íslenska kvennalandsliðið tapaði 2-3 á móti Skotum í síðasta heimaleik sínum fyrir EM og sýndi þá á sér tvær ólíkar hliðar. Sigurður Ragnar Eyjólfsson gerði ekki 17 ára miðvörð að blóraböggli þótt illa hafi gengið í fyrri hálfleiknum. 3. júní 2013 06:00 Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Skotland 2-3 | Skelfilegur fyrri hálfleikur Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta tapaði 2-3 á móti Skotlandi í vináttulandsleik á Laugardalsvelli í kvöld en þetta var síðasta heimaleikur stelpnanna okkar fyrir úrslitakeppni Evrópumótsins sem hefst í Svíþjóð í næsta mánuði. 1. júní 2013 00:01 Utan vallar: Korter í Kalmar Lítil ástæða virðist til bjartsýni fyrir Evrópumót kvennalandsliða í knattspyrnu í sumar. Síðan stelpurnar okkar slógu út Úkraínu í tveimur umspilsleikjum um sæti í lokakeppninni í Svíþjóð hefur allt gengið á afturfótunum. 4. júní 2013 06:30 Mest lesið Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Ísfold Marý til liðs við Víking Íslenski boltinn Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Körfubolti Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Fótbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Íslenski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík Körfubolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Fleiri fréttir Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Sjá meira
"Siggi (Sigurður Ragnar Eyjólfsson) er náttúrulega búinn að ná frábærum árangri með þetta lið og lyfta því upp. Það er allt annað í dag og í allt öðru umhverfi," segir Hlynur Svan Eiriksson þjálfari kvennaliðs Breiðabliks. Íslenska kvennalandsliðið tapaði 3-2 gegn Skotum í æfingaleik á laugardaginn. Úrslitin skipta í sjálfu sér engu máli en velta má stöðu landsliðsins fyrir sér. Það hefur tapað fimm af síðustu sex leikjum sínum en rétt rúmur mánuður er þar til flautað verður til leiks á Evrópumótinu í Svíþjóð. „Bestu leikmennirnir í landsliðinu, uppistaðan í því, eru hvattir til þess að fara út að spila," segir Hlynur Svan þegar hann var beðinn um að velta fyrir sér stöðu mála hjá landsliðinu. Hann segist spyrja sig að því í hvaða umhverfi stelpurnar fari og hversu stór fótboltinn sé þar. „Það er klárt mál að ákveðin lið, t.d. Malmö, eru virkilega sterk. Ég set spurningamerki við norsku deildina. Hversu sterk er hún?" segir Hlynur Svan og segir hið sama gilda um efstu deild á Englandi. Honum finnst leikmenn leggja of mikla áherslu á að komast út að spila en grasið sé ekki endilega alltaf grænna erlendis. Katrín Ómarsdóttir fagnar marki í leik með Liverpool.Mynd/Heimasíða Liverpool „Rakel Logadóttir fór út til liðs í Noregi en kom heim og sagðist ekki hafa neinn áhuga á að staldra þar við. Liðið hefði verið lélegra en Valsliðið og öll aðstaða miklu lélegri," segir Hlynur. Hann bendir á að í þolprófi sem íslensku landsliðsstelpurnar voru látnar gangast undir á Algarve-mótinu í mars hafi stelpurnar sem spili sem atvinnumenn erlendis heilt yfir ekki komið betur út en þær sem spili hér á landi. Hlynur Svan hefur einnig áhyggjur af því hve endurnýjun sé skammt á veg komin hjá liðinu. Margrét Lára og Hólmfríður fagna marki á Laugardalsvelli.Mynd/Daníel „Lítil endurnýjun hefur orðið á undanförnum árum ef innkoma Glódísar er frátalin. Það er eins og leikmenn eigi sitt fasta sæti," segir Hlynur. Hann telur of skamman tíma til að gera alvarlegar breytingar á liðinu núna. Hefði hann getað valið lið myndi hann leggja áherslu á að velja leikmenn sem gætu hlaupið á fullu í 90 mínútur og litið að einhverju leyti fram hjá knattspyrnulegri getu. Hlynur segir að mikill munur hafi verið á frammistöðu íslensku stelpnanna í fyrri hálfleiknum og þeim síðari gegn Skotum á laugardaginn. Munurinn hafi fyrst og fremst verið í hlaupagetu leikmanna. „Ef það hefði verið kílómetramælir á leikmönnum þá hefði komið í ljós að stelpurnar hlupu miklu meira í seinni hálfleiknum," segir Hlynur. Sif Atladóttir og Þóra Björg Helgadóttir fagna á Laugardalsvelli.Mynd/Daníel Hann minnir á að mikill uppgangur sé í kvennaknattspyrnu um alla Evrópu. „Liðin eru að verða sterkari og sterkari. Það verður erfiðara og erfiðara fyrir Ísland að halda sér svo ofarlega á heimslistanum," segir Hlynur. Þjálfari Blikanna hefur miklar áhyggjur af formleysi og meiðslum leikmanna. „Mesta áhyggjuefnið er að það eru alltof margir leikmenn sem eiga langt í land, hvort sem það er formleysi eða tengist meiðslum. Það eru of margir leikmenn sem eiga alltof mikið inni og ættu að geta meira." Fanndís Friðriksdóttir á Laugardalsvelli.Mynd/Daníel Hlynur segir það jákvæða í stöðunni vera þá staðreynd að liðið geti aðeins bætt sig. „Við eigum að geta unnið bæði Noreg og Holland og komist áfram úr riðlinum," segir Hlynur. Íslenska kvennalandsliðið mætir Dönum í æfingaleik í Viborg þann 20. júní. Fyrsti leikur liðsins á EM er gegn Noregi 11. júlí í Kalmar.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Hefur trú á Glódísi Íslenska kvennalandsliðið tapaði 2-3 á móti Skotum í síðasta heimaleik sínum fyrir EM og sýndi þá á sér tvær ólíkar hliðar. Sigurður Ragnar Eyjólfsson gerði ekki 17 ára miðvörð að blóraböggli þótt illa hafi gengið í fyrri hálfleiknum. 3. júní 2013 06:00 Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Skotland 2-3 | Skelfilegur fyrri hálfleikur Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta tapaði 2-3 á móti Skotlandi í vináttulandsleik á Laugardalsvelli í kvöld en þetta var síðasta heimaleikur stelpnanna okkar fyrir úrslitakeppni Evrópumótsins sem hefst í Svíþjóð í næsta mánuði. 1. júní 2013 00:01 Utan vallar: Korter í Kalmar Lítil ástæða virðist til bjartsýni fyrir Evrópumót kvennalandsliða í knattspyrnu í sumar. Síðan stelpurnar okkar slógu út Úkraínu í tveimur umspilsleikjum um sæti í lokakeppninni í Svíþjóð hefur allt gengið á afturfótunum. 4. júní 2013 06:30 Mest lesið Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Ísfold Marý til liðs við Víking Íslenski boltinn Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Körfubolti Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Fótbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Íslenski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík Körfubolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Fleiri fréttir Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Sjá meira
Hefur trú á Glódísi Íslenska kvennalandsliðið tapaði 2-3 á móti Skotum í síðasta heimaleik sínum fyrir EM og sýndi þá á sér tvær ólíkar hliðar. Sigurður Ragnar Eyjólfsson gerði ekki 17 ára miðvörð að blóraböggli þótt illa hafi gengið í fyrri hálfleiknum. 3. júní 2013 06:00
Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Skotland 2-3 | Skelfilegur fyrri hálfleikur Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta tapaði 2-3 á móti Skotlandi í vináttulandsleik á Laugardalsvelli í kvöld en þetta var síðasta heimaleikur stelpnanna okkar fyrir úrslitakeppni Evrópumótsins sem hefst í Svíþjóð í næsta mánuði. 1. júní 2013 00:01
Utan vallar: Korter í Kalmar Lítil ástæða virðist til bjartsýni fyrir Evrópumót kvennalandsliða í knattspyrnu í sumar. Síðan stelpurnar okkar slógu út Úkraínu í tveimur umspilsleikjum um sæti í lokakeppninni í Svíþjóð hefur allt gengið á afturfótunum. 4. júní 2013 06:30