Ólafur Elíasson sýnir Tiltrú á Íslandi Bergsteinn Sigurðsson skrifar 4. júní 2013 15:37 Ólafur sýnir fjögur ný verk á sýningunni í i8. Fréttablaðið/Valli Ólafur Elíasson myndlistarmaður sýnir ný verk á sýningunni Tiltrú sem opnar í galleríinu i8 fimmtudaginn 6. júní. Þetta er fjórða einkasýning Ólafs í galleríinu og samanstendur af fjórum verkum, sem öll fjalla um staðsetningu mannsins í veröldinni, skynjun hans og upplifun. Ljósmyndaserían The Hut Series inniheldur myndir af fjallakofum á hálendi Íslands. Myndirnar voru teknar að vori, áður en snjóa leysir og jafnvel áður en hlerar hafa verið teknir frá gluggum. Glerverkið Your fading self (west) er frístandandi í sýningarrýminu og sést utan frá götu. Það stendur á steyptri uppistöðu, er að hluta gegnsætt og að hluta hjúpað daufum fölva sem setur sjónina úr jafnvægi um stund. Þriðja verkið er líka leikur að sjónskynjun. Fimm þríhyrndir speglar eru festir á einn vegg gallerísins og eru allir kenndir við hik eða efa (Hesitant movement sky; Hesitant movement ground, Hesitant movement up; Hesitant Movement right og Hesitant you). Fjórða verkið nefnist Trust compass og er áttaviti gerður er úr rekaviði og látúnsstöngum sem halda sívölum seglum. Sýningin stendur til 17. ágúst. Menning Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Eftirminnilegast að hitta Loreen Lífið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Skálað fyrir skíthræddri Unni Menning Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Ólafur Elíasson myndlistarmaður sýnir ný verk á sýningunni Tiltrú sem opnar í galleríinu i8 fimmtudaginn 6. júní. Þetta er fjórða einkasýning Ólafs í galleríinu og samanstendur af fjórum verkum, sem öll fjalla um staðsetningu mannsins í veröldinni, skynjun hans og upplifun. Ljósmyndaserían The Hut Series inniheldur myndir af fjallakofum á hálendi Íslands. Myndirnar voru teknar að vori, áður en snjóa leysir og jafnvel áður en hlerar hafa verið teknir frá gluggum. Glerverkið Your fading self (west) er frístandandi í sýningarrýminu og sést utan frá götu. Það stendur á steyptri uppistöðu, er að hluta gegnsætt og að hluta hjúpað daufum fölva sem setur sjónina úr jafnvægi um stund. Þriðja verkið er líka leikur að sjónskynjun. Fimm þríhyrndir speglar eru festir á einn vegg gallerísins og eru allir kenndir við hik eða efa (Hesitant movement sky; Hesitant movement ground, Hesitant movement up; Hesitant Movement right og Hesitant you). Fjórða verkið nefnist Trust compass og er áttaviti gerður er úr rekaviði og látúnsstöngum sem halda sívölum seglum. Sýningin stendur til 17. ágúst.
Menning Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Eftirminnilegast að hitta Loreen Lífið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Skálað fyrir skíthræddri Unni Menning Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira