Eins og í lygasögu Trausti Hafliðason skrifar 6. júní 2013 09:00 Bjarni Júlíusson með fyrsta lax sumarsins. Mynd / GVA Fyrsti lax sumarsins tók í þriðja kasti og var það Bjarni Júlíusson, formaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur, sem veiddi fiskinn í Norðurá í gærmorgun. Veiðin í Norðurá hófst klukkan sjö um morguninn. Aðstæður voru allar hinar bestu sem var ekki endilega það sem blaðamaður og ljósmyndari Fréttablaðsins höfðu búist við þegar þeir óku vestur eldsnemma um morguninn. Þegar þeir héldu af stað var rigning í borginni, rigning og hávaðarok á Kjalarnesinu, tiltölulega stillt veður í göngunum en þegar komið var upp úr þeim birti til. Niður við Norðurá þurftu menn að slá af sér flugu svo lygnt var í veðri. Það var mátulega skýjað og hann hékk þurr. Í stuttu máli þá var þetta veður sem laxveiðimenn óska sér. Norðurá var ansi bólgin og töluvert skoluð. Vatnið teygði sig upp á grasbakkana og þegar Bjarni Júlíusson, formaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur, gerði sig klárann til að veiða á Brotinu, sem er veiðistaður við Laxfoss skammt frá veiðihúsinu, ákvað hann að kasta af bakkanum öfugt við í fyrra þegar hann óð strax út í og veiddi Brotið neðarlega.Lúsug hrygna Töluverður fjöldi fólks fylgdist með Bjarna setja rauða frances túbu undir, munda síðan stöngina, kasta einu sinni, tvisvar og þrisvar - bingó! Fyrsti lax sumarsins, lúsug 73 sentímetra hrygna, tók í þriðja kasti, þegar klukkan var tvær mínútur yfir sjö. Enginn þeirra sem rætt var við á bakkanum mundi eftir öðru eins. Þetta var eins og í lygasögu. Löndunin gekk eins og í sögu sem er ekki eitthvað sem hægt var að segja um löndun fyrsta laxins í fyrra. Þá teymdi tíu punda hrygna Bjarna 2-300 metra niður ána áður en það tókst að landa henni. Fyrsti lax sumarsins var frekar langur og mjósleginn. Í fyrra var fyrsti laxinn styttri og feitara. Aðspurður sagðist Bjarni nú ekki getað lesið neitt sérstakt í þetta. „Ég kýs að trúa því að það viti á gott veiðisumar að fyrsti laxinn hafi tekið svona fljótt,“ sagði Bjarni, sem spáir því að Norðurá gefi um 1.900 laxa í sumar en í fyrra veiddust um 950 laxar í ánni. Þess ber að geta að veiðisumarið í fyrra var það versta í manna minnum eða frá því menn fóru að taka saman veiðitölur um árið 1930.Toppurinn á tilverunni Árni Friðleifsson, varaformaður Stangaveiðifélagsins, tók næsta lax en hann tók neðarlega á Brotinu um klukkan 8.20. Líkt og fyrr laxinn var þetta hrygna og mældist hún örlítið lengri en formannslaxinn eða 76 sentímetrar. „Þetta er æðislegt,“ sagði Árni. „Að vera hérna úti í íslenskri náttúru að veiða er einfaldlega toppurinn á tilverunni. Ég er hóflega bjartsýnn fyrir þetta sumar og spái því að áin fari í svona 1.450 laxa í sumar.“ Þó hlýtt hafi verið í veðri var áin köld, sem þýðir að laxinn liggur oft djúpt. Árni notaði því sökklínu og Bjarni sökkenda til að koma agninu, þungum túbum, eins neðarlega og mögulegt var. Þessum fyrstu löxum sumarsins var báðum sleppt.Smálax vekur athygli Um klukkan átta í gærkvöldi höfðu veiðst átta laxar í Norðurá og því til viðbóta höfðu veiðimenn misst aðra fimm. Af þessum átta veiddust fjórir á veiðistaðnum Brotinu, tveir á Stokkhylsbroti en hinir veiddust á Eyrinni og við neðra Skerið við Laxfoss. Það vakti sérstaka athygli að einn smálax veiddist og þá missti veiðimaður annan. Bjarni segist ekki muna eftir því að sett hafi verið í tvo smálaxa fyrsta veiðidaginn í Norðurá. Það gæti bent til þess að smálaxagöngurnar í sumar yrðu góðar en þær brugðust gjörsamlega síðasta sumar.trausti@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Stórlaxar síðustu daga Veiði Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði Fyrsti laxinn úr Vatnsdalsá af silungasvæðinu Veiði 42 laxar í opnun á Stóru Laxá svæði 4 Veiði Varar við áætlunum um virkjanir í Þjórsá Veiði Gott skot í Kjósinni Veiði Sífellt fleiri konur við árbakkann Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði Fyrsti laxinn á land í Ytri Rangá Veiði Maðkahallæri á suðvesturhorninu Veiði
Fyrsti lax sumarsins tók í þriðja kasti og var það Bjarni Júlíusson, formaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur, sem veiddi fiskinn í Norðurá í gærmorgun. Veiðin í Norðurá hófst klukkan sjö um morguninn. Aðstæður voru allar hinar bestu sem var ekki endilega það sem blaðamaður og ljósmyndari Fréttablaðsins höfðu búist við þegar þeir óku vestur eldsnemma um morguninn. Þegar þeir héldu af stað var rigning í borginni, rigning og hávaðarok á Kjalarnesinu, tiltölulega stillt veður í göngunum en þegar komið var upp úr þeim birti til. Niður við Norðurá þurftu menn að slá af sér flugu svo lygnt var í veðri. Það var mátulega skýjað og hann hékk þurr. Í stuttu máli þá var þetta veður sem laxveiðimenn óska sér. Norðurá var ansi bólgin og töluvert skoluð. Vatnið teygði sig upp á grasbakkana og þegar Bjarni Júlíusson, formaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur, gerði sig klárann til að veiða á Brotinu, sem er veiðistaður við Laxfoss skammt frá veiðihúsinu, ákvað hann að kasta af bakkanum öfugt við í fyrra þegar hann óð strax út í og veiddi Brotið neðarlega.Lúsug hrygna Töluverður fjöldi fólks fylgdist með Bjarna setja rauða frances túbu undir, munda síðan stöngina, kasta einu sinni, tvisvar og þrisvar - bingó! Fyrsti lax sumarsins, lúsug 73 sentímetra hrygna, tók í þriðja kasti, þegar klukkan var tvær mínútur yfir sjö. Enginn þeirra sem rætt var við á bakkanum mundi eftir öðru eins. Þetta var eins og í lygasögu. Löndunin gekk eins og í sögu sem er ekki eitthvað sem hægt var að segja um löndun fyrsta laxins í fyrra. Þá teymdi tíu punda hrygna Bjarna 2-300 metra niður ána áður en það tókst að landa henni. Fyrsti lax sumarsins var frekar langur og mjósleginn. Í fyrra var fyrsti laxinn styttri og feitara. Aðspurður sagðist Bjarni nú ekki getað lesið neitt sérstakt í þetta. „Ég kýs að trúa því að það viti á gott veiðisumar að fyrsti laxinn hafi tekið svona fljótt,“ sagði Bjarni, sem spáir því að Norðurá gefi um 1.900 laxa í sumar en í fyrra veiddust um 950 laxar í ánni. Þess ber að geta að veiðisumarið í fyrra var það versta í manna minnum eða frá því menn fóru að taka saman veiðitölur um árið 1930.Toppurinn á tilverunni Árni Friðleifsson, varaformaður Stangaveiðifélagsins, tók næsta lax en hann tók neðarlega á Brotinu um klukkan 8.20. Líkt og fyrr laxinn var þetta hrygna og mældist hún örlítið lengri en formannslaxinn eða 76 sentímetrar. „Þetta er æðislegt,“ sagði Árni. „Að vera hérna úti í íslenskri náttúru að veiða er einfaldlega toppurinn á tilverunni. Ég er hóflega bjartsýnn fyrir þetta sumar og spái því að áin fari í svona 1.450 laxa í sumar.“ Þó hlýtt hafi verið í veðri var áin köld, sem þýðir að laxinn liggur oft djúpt. Árni notaði því sökklínu og Bjarni sökkenda til að koma agninu, þungum túbum, eins neðarlega og mögulegt var. Þessum fyrstu löxum sumarsins var báðum sleppt.Smálax vekur athygli Um klukkan átta í gærkvöldi höfðu veiðst átta laxar í Norðurá og því til viðbóta höfðu veiðimenn misst aðra fimm. Af þessum átta veiddust fjórir á veiðistaðnum Brotinu, tveir á Stokkhylsbroti en hinir veiddust á Eyrinni og við neðra Skerið við Laxfoss. Það vakti sérstaka athygli að einn smálax veiddist og þá missti veiðimaður annan. Bjarni segist ekki muna eftir því að sett hafi verið í tvo smálaxa fyrsta veiðidaginn í Norðurá. Það gæti bent til þess að smálaxagöngurnar í sumar yrðu góðar en þær brugðust gjörsamlega síðasta sumar.trausti@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Stórlaxar síðustu daga Veiði Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði Fyrsti laxinn úr Vatnsdalsá af silungasvæðinu Veiði 42 laxar í opnun á Stóru Laxá svæði 4 Veiði Varar við áætlunum um virkjanir í Þjórsá Veiði Gott skot í Kjósinni Veiði Sífellt fleiri konur við árbakkann Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði Fyrsti laxinn á land í Ytri Rangá Veiði Maðkahallæri á suðvesturhorninu Veiði