Besta tenniskona heims, Serena Williams, vann opna franska meistaramótið í dag. Þetta er í annað sinn sem hún vinnur þetta risamót en hún vann síðast fyrir ellefu árum síðan.
Williams mætti meistaranum frá því í fyrra, Mariu Sharapovu, í úrslitum og vann í tveim settum, 6-4 og 6-4.
Williams er núna búin að vinna 16 risatitla og er nú aðeins tveim titlum frá meti þeirra Martinu Navrativlovu og Chris Evert.
Sharapova er nú búin að tapa 13 sinnum í röð gegn Williams.

