Dularfullir bílar á kreiki í fíkniefnamáli 31. maí 2013 11:49 Sakborningur í málinu leiddur fyrir dómara. „Ég sá bíl sem elti okkur. Ég spurði þá Dainius hvað væri í gangi en hann vildi ekkert segja,“ sagði túlkur Darius Kochanas fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í stóra amfetamínmálinu í gær. Darius var þarna að lýsa því þegar hann ók Dainius Kvedaras upp að Stórhöfða þar sem þeir sóttu fíkniefni sem höfðu verið póstlögð frá Danmörku til Íslands. Litháarnir tveir eru ákærðir ásamt fimm Íslendingum fyrir að hafa smyglað rétt rúmum 19 kílóum af amfetamíni til landsins og 1,7 lítra af amfetamínbasa. Eins og fram hefur komið voru þrír Íslendingar ákærðir fyrir að hafa lagt á ráðin um að smygla fíkniefnunum með pósti frá Danmörku til Íslands í janúar síðastliðnum. Lögregla komst á snoður um innflutninginn og biðu á Stórhöfða eftir því að fíkniefnin væru send. Í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun kom fram að lögreglan var með umfangsmikla aðgerð á Stórhöfða þegar þeir Dainius og Darius komu þangað að sækja efnin. Darius, sem ók bílnum, er ákærður fyrir að hafa staðið á verði á meðan Dainius sótti pakkana. Lögreglan hafði meðal annars komið fyrir hljóðnemum í pökkunum. Athygli vakti að rannsóknarlögreglumenn staðfestu sérkennilega frásögn Dariusar sem talaði ítrekað um að hann hefði verið mjög óstyrkur þar sem bíll hefði elt þá félaga á leiðinni upp að Stórhöfða. Rannsóknarlögreglumennirnir segja að þeir hafi verið á bílasölu Guðfinns en þá hefðu þeir séð tvo bíla, bláan Susuki Vitara og rauðan pallbíl, skammt frá. Ökumennirnir ræddu saman tvívegis en eftir seinna samtalið fór rauðinn bíllinn í burtu. Rannsóknarlögreglumennirnir segja augljóst að mennirnir hafi verið að fylgjast með því sem fram fór, líkt og lögreglan. Skömmu síðar sækir Dainius pakkana. Lögreglumennirnir heyrðu hann opna pakka og hann var handtekinn í kjölfarið. Eftir það bólaði ekkert á bílunum samkvæmt lögreglumönnunum. Dainius neitar alfarið sök og segist ekki hafa vitað hvað væri í pakkanum. Skýrslutökum er lokið í héraðsdómi en málflutningur lögmanna fer nú fram og lýkur síðdegis. Fluttu inn amfetamín frá Danmörku Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Fleiri fréttir Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sjá meira
„Ég sá bíl sem elti okkur. Ég spurði þá Dainius hvað væri í gangi en hann vildi ekkert segja,“ sagði túlkur Darius Kochanas fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í stóra amfetamínmálinu í gær. Darius var þarna að lýsa því þegar hann ók Dainius Kvedaras upp að Stórhöfða þar sem þeir sóttu fíkniefni sem höfðu verið póstlögð frá Danmörku til Íslands. Litháarnir tveir eru ákærðir ásamt fimm Íslendingum fyrir að hafa smyglað rétt rúmum 19 kílóum af amfetamíni til landsins og 1,7 lítra af amfetamínbasa. Eins og fram hefur komið voru þrír Íslendingar ákærðir fyrir að hafa lagt á ráðin um að smygla fíkniefnunum með pósti frá Danmörku til Íslands í janúar síðastliðnum. Lögregla komst á snoður um innflutninginn og biðu á Stórhöfða eftir því að fíkniefnin væru send. Í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun kom fram að lögreglan var með umfangsmikla aðgerð á Stórhöfða þegar þeir Dainius og Darius komu þangað að sækja efnin. Darius, sem ók bílnum, er ákærður fyrir að hafa staðið á verði á meðan Dainius sótti pakkana. Lögreglan hafði meðal annars komið fyrir hljóðnemum í pökkunum. Athygli vakti að rannsóknarlögreglumenn staðfestu sérkennilega frásögn Dariusar sem talaði ítrekað um að hann hefði verið mjög óstyrkur þar sem bíll hefði elt þá félaga á leiðinni upp að Stórhöfða. Rannsóknarlögreglumennirnir segja að þeir hafi verið á bílasölu Guðfinns en þá hefðu þeir séð tvo bíla, bláan Susuki Vitara og rauðan pallbíl, skammt frá. Ökumennirnir ræddu saman tvívegis en eftir seinna samtalið fór rauðinn bíllinn í burtu. Rannsóknarlögreglumennirnir segja augljóst að mennirnir hafi verið að fylgjast með því sem fram fór, líkt og lögreglan. Skömmu síðar sækir Dainius pakkana. Lögreglumennirnir heyrðu hann opna pakka og hann var handtekinn í kjölfarið. Eftir það bólaði ekkert á bílunum samkvæmt lögreglumönnunum. Dainius neitar alfarið sök og segist ekki hafa vitað hvað væri í pakkanum. Skýrslutökum er lokið í héraðsdómi en málflutningur lögmanna fer nú fram og lýkur síðdegis.
Fluttu inn amfetamín frá Danmörku Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Fleiri fréttir Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sjá meira