Opnunarhollið í Norðurá auglýst til sölu Kristján Hjálmarsson skrifar 11. maí 2013 08:00 Bjarni Júlíusson, formaður SVFR, sést hér landa einum fiski í opnun Norðurár í fyrra. Mynd/Trausti Stjórn Stangveiðifélags Reykjavíkur mun ekki opna Norðurá í sumar eins og hefð er fyrir heldur selja hana ef viðundandi verð fæst fyrir. "Ef svo fer sem horfir munum við auglýsa eftir tilboðum strax í næstu viku," segir Bjarni Júlíusson, formaður SVFR. Að minnsta kosti hálfrar aldar hefð er fyrir því að stjórn SVFR opni Norðurá en þar sem hart hefur verið í ári hjá félaginu fór stjórnin þess á leit við aðalfund að fá að bjóða opnunina hæstbjóðanda. "Þetta eru verðmæti og í ljósi þess að staðan er erfið veltum við því fyrir okkur hvort við ættum að reyna að ná þessum fjármunum. Við ákváðum að stíga skrefið og fengum leyfi aðalfundar til þess," segir Bjarni. "En við seljum þetta ekki nema við fáum viðundandi tilboð því þetta er heilmikils virði." Opnunarhollið í Norðurá fær tvo og hálfan dag til veiða en Bjarni vill ekki gefa upp hvert viðmiðunarverðið er. Á aðalfundinum var ákveðið að stjórn SVFR fengi einhverja hóflegri veiði sem er laus í stað opnunarinnar í Norðurá. Spurður hvort ekki sé eftirsjá af þessari gömlu hefð segir Bjarni. "Þegar tímarnir eru erfiðir og það vantar pening er okkur ekkert heilagt nema afkoma Stangveiðifélags Reykjavíkur." Stangveiði Mest lesið Stórurriði sleit sig lausann við Elliðavatn í gærkvöldi Veiði 75 ára afmæli SVFR Veiði Ellefu milljónir úr Veiðikortasjóði til rjúpnarannsókna Veiði Gengið með Langá og Haukadalsá Veiði Ný vötn í Veiðikortinu Veiði Kalt við vötnin næstu daga Veiði Nýr leigutaki Þverár og Kjarrár Veiði Ágætis rjúpnaveiði en skilyrðin erfið Veiði Fimmta framboðið til stjórnar SVFR Veiði Húseyjakvísl gaf vel þrátt fyrir erfið skilyrði Veiði
Stjórn Stangveiðifélags Reykjavíkur mun ekki opna Norðurá í sumar eins og hefð er fyrir heldur selja hana ef viðundandi verð fæst fyrir. "Ef svo fer sem horfir munum við auglýsa eftir tilboðum strax í næstu viku," segir Bjarni Júlíusson, formaður SVFR. Að minnsta kosti hálfrar aldar hefð er fyrir því að stjórn SVFR opni Norðurá en þar sem hart hefur verið í ári hjá félaginu fór stjórnin þess á leit við aðalfund að fá að bjóða opnunina hæstbjóðanda. "Þetta eru verðmæti og í ljósi þess að staðan er erfið veltum við því fyrir okkur hvort við ættum að reyna að ná þessum fjármunum. Við ákváðum að stíga skrefið og fengum leyfi aðalfundar til þess," segir Bjarni. "En við seljum þetta ekki nema við fáum viðundandi tilboð því þetta er heilmikils virði." Opnunarhollið í Norðurá fær tvo og hálfan dag til veiða en Bjarni vill ekki gefa upp hvert viðmiðunarverðið er. Á aðalfundinum var ákveðið að stjórn SVFR fengi einhverja hóflegri veiði sem er laus í stað opnunarinnar í Norðurá. Spurður hvort ekki sé eftirsjá af þessari gömlu hefð segir Bjarni. "Þegar tímarnir eru erfiðir og það vantar pening er okkur ekkert heilagt nema afkoma Stangveiðifélags Reykjavíkur."
Stangveiði Mest lesið Stórurriði sleit sig lausann við Elliðavatn í gærkvöldi Veiði 75 ára afmæli SVFR Veiði Ellefu milljónir úr Veiðikortasjóði til rjúpnarannsókna Veiði Gengið með Langá og Haukadalsá Veiði Ný vötn í Veiðikortinu Veiði Kalt við vötnin næstu daga Veiði Nýr leigutaki Þverár og Kjarrár Veiði Ágætis rjúpnaveiði en skilyrðin erfið Veiði Fimmta framboðið til stjórnar SVFR Veiði Húseyjakvísl gaf vel þrátt fyrir erfið skilyrði Veiði