Ekki annað í boði en að leika yngra fólk Freyr Bjarnason skrifar 14. maí 2013 13:00 Spaugstofumennirnir Karl Ágúst Úlfsson, Pálmi Gestsson, Sigurður Sigurjónsson og Örn Árnason. Kynslóðaskipti eru að verða í íslenskum stjórnmálum og yngra fólk að koma inn fyrir það eldra. Meðlimir Spaugstofunnar hafa ekki farið varhluta af þessu. "Við erum í stjórnarmyndunarviðræðum. Við vitum ekki hvaða ráðuneyti við fáum, þannig að við bíðum bara spenntir," segir Örn Árnason, spurður út í Spaugstofuna og yfirvofandi stjórnarskipti. Örn hefur að undanförnu leikið Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Framsóknarflokksins, og Pálmi Gestsson leikur Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins. Mikil óvissa ríkir um önnur hlutverk, enda eru hinar raunverulegu stjórnarmyndunarviðræður enn í gangi á milli þeirra Sigmundar Davíðs og Bjarna. "Karl Ágúst er í mjög erfiðri stöðu því hann er búinn að missa Jóhönnu [Sigurðardóttur]. Það er ljóst að kynjahlutfall Spaugstofunnar á eftir að breytast verulega," segir Örn. Spaugstofan hóf göngu sína árið 1989. Þá léku þeir félagar stjórnmálamenn sem voru tuttugu til þrjátíu árum eldri en þeir og til dæmis túlkaði Pálmi, sem þá var 32 ára, þáverandi forsætisráðherra, Steingrím Hermannsson, eftirminnilega en hann var þá 61 árs gamall. Síðan þá hefur aldarfjórðungur liðið og Spaugstofumenn eru komnir vel á sextugsaldurinn en ráðherrarnir sem þeir leika eru teknir að yngjast allsvakalega. Spurður hvernig tilfinning það sé að leika núna fólk sem er ef til vill tuttugu árum yngra segir Örn: "Það er ekki annað í boði. Úr þessu er allt niður á við," segir hann og hlær dátt. "Við byrjuðum á því að leika upp fyrir okkur og nú erum við að leika niður fyrir okkur. Það segir okkur hvað Spaugstofan er búin að vera lengi starfandi." Örn segir allt benda til þess að Spaugstofan haldi áfram á Stöð 2 næsta haust, enda eru stjórnarmyndunarviðræður þeirra félaga þegar hafnar. "Við ætlum að hittast í fellihýsinu hans Sigga Sigurjóns í fyrramálið [í dag]. Við förum svo þaðan í fellihýsinu og hittumst í tjaldi hjá Karli Ágústi." Menning Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Lífið Gagnrýnir innihaldsefni í skólamat: „Mér vægast sagt brá“ Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Kynslóðaskipti eru að verða í íslenskum stjórnmálum og yngra fólk að koma inn fyrir það eldra. Meðlimir Spaugstofunnar hafa ekki farið varhluta af þessu. "Við erum í stjórnarmyndunarviðræðum. Við vitum ekki hvaða ráðuneyti við fáum, þannig að við bíðum bara spenntir," segir Örn Árnason, spurður út í Spaugstofuna og yfirvofandi stjórnarskipti. Örn hefur að undanförnu leikið Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Framsóknarflokksins, og Pálmi Gestsson leikur Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins. Mikil óvissa ríkir um önnur hlutverk, enda eru hinar raunverulegu stjórnarmyndunarviðræður enn í gangi á milli þeirra Sigmundar Davíðs og Bjarna. "Karl Ágúst er í mjög erfiðri stöðu því hann er búinn að missa Jóhönnu [Sigurðardóttur]. Það er ljóst að kynjahlutfall Spaugstofunnar á eftir að breytast verulega," segir Örn. Spaugstofan hóf göngu sína árið 1989. Þá léku þeir félagar stjórnmálamenn sem voru tuttugu til þrjátíu árum eldri en þeir og til dæmis túlkaði Pálmi, sem þá var 32 ára, þáverandi forsætisráðherra, Steingrím Hermannsson, eftirminnilega en hann var þá 61 árs gamall. Síðan þá hefur aldarfjórðungur liðið og Spaugstofumenn eru komnir vel á sextugsaldurinn en ráðherrarnir sem þeir leika eru teknir að yngjast allsvakalega. Spurður hvernig tilfinning það sé að leika núna fólk sem er ef til vill tuttugu árum yngra segir Örn: "Það er ekki annað í boði. Úr þessu er allt niður á við," segir hann og hlær dátt. "Við byrjuðum á því að leika upp fyrir okkur og nú erum við að leika niður fyrir okkur. Það segir okkur hvað Spaugstofan er búin að vera lengi starfandi." Örn segir allt benda til þess að Spaugstofan haldi áfram á Stöð 2 næsta haust, enda eru stjórnarmyndunarviðræður þeirra félaga þegar hafnar. "Við ætlum að hittast í fellihýsinu hans Sigga Sigurjóns í fyrramálið [í dag]. Við förum svo þaðan í fellihýsinu og hittumst í tjaldi hjá Karli Ágústi."
Menning Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Lífið Gagnrýnir innihaldsefni í skólamat: „Mér vægast sagt brá“ Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira