Danskir stjórnendur hafa lítið álit á FIH bankanum 16. maí 2013 12:31 Ímynd FIH bankans meðal danskra stjórnenda er ein sú versta meðal danskra fyrirtækja. Þetta kemur fram í nýrri könnun á vegum Berlingske Tidende um hvaða fyrirtæki í Danmörku njóta mest álits meðal stjórnendanna. Fjallað er um málið á vefsíðu börsen. Þar segir að alls hafi 4.500 stjórnendur verið spurðir álits í þessari könnun. FIH bankinn lenti í fjórða neðsta sæti í könnuninni. Fyrir neðan FIH voru dönsku járnbrautirnar DSB, vindmyllufyrirtækið Vestas og SAS flugfélagið. Bjarne Graven bankastjóri FIH bankans viðurkennir í samtali við börsen að bankinn glími við ímyndarvanda. Hinsvegar standi til að bæta ímynd bankans á næstu tveimur árum. Graven segir að einn mesti ímyndarskaðinn hafi komið vegna eignarhalds Kaupþings á bankanum hér á árum áður. Það hafi ekki heldur hjálpað til að bankinn hefur stöðugt tapað fé undanfarin tæp þrjú ár og þurft á miklum stuðningi frá danska ríkinu að halda. Graven segir að í dag séu viðskiptavinir FIH almennt ánægðir með bankann. Eins og margoft hefur komið fram í fréttum eru endurheimtur á yfir 3 milljarða danskra kr. seljendaláni Seðlabankans til kaupenda FIH bankans árið 2010 bundnar við gengi FIH fram til ársloka á næsta ári. Sem stendur virðist þetta vera að mestu glatað fé. Sjá nánar hér. FIH bankinn hefur hinsvegar rétt aðeins úr kútnum á þessu ári og þess má geta að á fyrsta ársfjórðungi skilaði hann hagnaði í fyrsta sinn undanfarn 10 ársfjórðunga. Mest lesið Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Ímynd FIH bankans meðal danskra stjórnenda er ein sú versta meðal danskra fyrirtækja. Þetta kemur fram í nýrri könnun á vegum Berlingske Tidende um hvaða fyrirtæki í Danmörku njóta mest álits meðal stjórnendanna. Fjallað er um málið á vefsíðu börsen. Þar segir að alls hafi 4.500 stjórnendur verið spurðir álits í þessari könnun. FIH bankinn lenti í fjórða neðsta sæti í könnuninni. Fyrir neðan FIH voru dönsku járnbrautirnar DSB, vindmyllufyrirtækið Vestas og SAS flugfélagið. Bjarne Graven bankastjóri FIH bankans viðurkennir í samtali við börsen að bankinn glími við ímyndarvanda. Hinsvegar standi til að bæta ímynd bankans á næstu tveimur árum. Graven segir að einn mesti ímyndarskaðinn hafi komið vegna eignarhalds Kaupþings á bankanum hér á árum áður. Það hafi ekki heldur hjálpað til að bankinn hefur stöðugt tapað fé undanfarin tæp þrjú ár og þurft á miklum stuðningi frá danska ríkinu að halda. Graven segir að í dag séu viðskiptavinir FIH almennt ánægðir með bankann. Eins og margoft hefur komið fram í fréttum eru endurheimtur á yfir 3 milljarða danskra kr. seljendaláni Seðlabankans til kaupenda FIH bankans árið 2010 bundnar við gengi FIH fram til ársloka á næsta ári. Sem stendur virðist þetta vera að mestu glatað fé. Sjá nánar hér. FIH bankinn hefur hinsvegar rétt aðeins úr kútnum á þessu ári og þess má geta að á fyrsta ársfjórðungi skilaði hann hagnaði í fyrsta sinn undanfarn 10 ársfjórðunga.
Mest lesið Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira