Jafnt hjá Val og ÍBV í frábærum leik | Úrslit í Pepsi-deild kvenna Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 18. maí 2013 00:01 Valur og ÍBV skildu jöfn 3-3 í bráðfjögurum leik í Pepsí deild kvenna í dag í beinni útsendingu hér á Vísi. Bæði lið fengu urmul færa og hefðu mörkin hæglega getað orðið fleiri. Þórhildur Ólafsdóttir skoraði fyrsta markið fyrir ÍBV eftir rétt rúmlega níu mínútna leik en ÍBV hóf leikinn af miklum krafti. Elín Metta Jensen jafnaði metin aðeins níu mínútum síðar úr vítaspyrnu af fádæma öryggi. Valur komst yfir á 24. mínútu þegar Svava Rós Guðmundsdóttir skoraði eftir góða sókn og Valur því 2-1 yfir í hálfleik. ÍBV fékk vítaspyrnu strax á annarri mínútu seinni hálfleiks en Bryndís Jóhannesdóttir skaut í slána. ÍBV byrjaði seinni hálfleikinn mjög vel og fékk nokkur mjög góð færi en Þórdís María Aikman fór á kostum í marki Vals. Líkt og í fyrri hálfleik komst Valur betur inn í leikinn er leið á hálfleikinn og fékk ekki síðri færi en ÍBV en boltinn virtist ekki vilja inn fyrr en Elín Metta Jensen komst í færi á 59. mínútu. Bryndís Jóhannesdóttir hleypti spennu í leikinn aftur með skallamarki á 67. mínútu en boltinn skoppaði tvisvar á slánni í aðdragandanum. Eyjastelpur gerðu hvað þær gátu að jafna metin og eftir nokkru mislukkuð góð færi tókst Vesnu Smiljkovic að jafna metin á 89. mínútu með glæsilegum marki beint úr aukaspyrnu. Jafntefli var því staðreynd í frábærum leik.Öruggt hjá StjörnunniTveir aðrir leikir voru leiknir á sama tíma í Pepsí deild kvenna. Stjarnan skellti FH 7-0 á heimavelli og Selfoss og Afturelding gerðu markalaust jafntefli. Írunn Þorbjörg Aradóttir skoraði fyrsta markið í Garðabæ á 25. mínútu. Fjórum mínútum síðar bætti Danka Podovac við öðru marki. Podovak var aftur á ferðinni rétt fyrir hálfleik og staðan 3-0 í hálfleik. Soffía Arnþrúður Gunnarsdóttir skoraði fjórða markið á 56. mínútu og Rúna Sif Stefánsdóttir bætti því fimmta við fimm mínútum fyrir leikslok. Tveimur mínútum síðar skoraði Harpa Þorsteinsdóttir sjötta markið og Danka fullkomnaði þrennuna á þriðju mínútu uppbótartíma og Stjarnan er á toppi deildarinnar með fullt hús stiga líkt og Breiðablik. Markaskorarar úr Garðabæ eru fengnir af urslit.net.Leikskýrslan af ksí.is Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Íslenski boltinn „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ Sport Jota í frægðarhöll Úlfanna Fótbolti Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti Fleiri fréttir „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Sjá meira
Valur og ÍBV skildu jöfn 3-3 í bráðfjögurum leik í Pepsí deild kvenna í dag í beinni útsendingu hér á Vísi. Bæði lið fengu urmul færa og hefðu mörkin hæglega getað orðið fleiri. Þórhildur Ólafsdóttir skoraði fyrsta markið fyrir ÍBV eftir rétt rúmlega níu mínútna leik en ÍBV hóf leikinn af miklum krafti. Elín Metta Jensen jafnaði metin aðeins níu mínútum síðar úr vítaspyrnu af fádæma öryggi. Valur komst yfir á 24. mínútu þegar Svava Rós Guðmundsdóttir skoraði eftir góða sókn og Valur því 2-1 yfir í hálfleik. ÍBV fékk vítaspyrnu strax á annarri mínútu seinni hálfleiks en Bryndís Jóhannesdóttir skaut í slána. ÍBV byrjaði seinni hálfleikinn mjög vel og fékk nokkur mjög góð færi en Þórdís María Aikman fór á kostum í marki Vals. Líkt og í fyrri hálfleik komst Valur betur inn í leikinn er leið á hálfleikinn og fékk ekki síðri færi en ÍBV en boltinn virtist ekki vilja inn fyrr en Elín Metta Jensen komst í færi á 59. mínútu. Bryndís Jóhannesdóttir hleypti spennu í leikinn aftur með skallamarki á 67. mínútu en boltinn skoppaði tvisvar á slánni í aðdragandanum. Eyjastelpur gerðu hvað þær gátu að jafna metin og eftir nokkru mislukkuð góð færi tókst Vesnu Smiljkovic að jafna metin á 89. mínútu með glæsilegum marki beint úr aukaspyrnu. Jafntefli var því staðreynd í frábærum leik.Öruggt hjá StjörnunniTveir aðrir leikir voru leiknir á sama tíma í Pepsí deild kvenna. Stjarnan skellti FH 7-0 á heimavelli og Selfoss og Afturelding gerðu markalaust jafntefli. Írunn Þorbjörg Aradóttir skoraði fyrsta markið í Garðabæ á 25. mínútu. Fjórum mínútum síðar bætti Danka Podovac við öðru marki. Podovak var aftur á ferðinni rétt fyrir hálfleik og staðan 3-0 í hálfleik. Soffía Arnþrúður Gunnarsdóttir skoraði fjórða markið á 56. mínútu og Rúna Sif Stefánsdóttir bætti því fimmta við fimm mínútum fyrir leikslok. Tveimur mínútum síðar skoraði Harpa Þorsteinsdóttir sjötta markið og Danka fullkomnaði þrennuna á þriðju mínútu uppbótartíma og Stjarnan er á toppi deildarinnar með fullt hús stiga líkt og Breiðablik. Markaskorarar úr Garðabæ eru fengnir af urslit.net.Leikskýrslan af ksí.is
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Íslenski boltinn „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ Sport Jota í frægðarhöll Úlfanna Fótbolti Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti Fleiri fréttir „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Sjá meira