Flugukastkeppni á afmælisári Garðar Örn Úlfarsson skrifar 3. maí 2013 10:19 Guðrún Una Jónsdóttir er formaður Stangaveiðifélags Akureyrar. Mynd / Úr einkasafni. Stangaveiðifélag Akureyrar sem er tíu ára á þessu ári hyggst meðal annars minnast tímamótanna með flugukastkeppni við Leirutjörn. Stangaveiðifélag Akureyrar var stofnað á Hótel KEA í maí 2003 að viðstöddu fjölmenni að því er segir á heimasíðu félagsins. "Af þessu tilefni langar stjórn SVAK að blása til afmælisfagnaðar 1. júní næstkomandi í þeirri von að þá verði allur snjór á bak og burt og gráðustokkurinn kominn vel í plús," segir á svak.is þar sem menn eru beðnir að taka endilega daginn frá til að fagna með félaginu. Afmælisfagnaður byrjar við Leirutjörn 1. júní þar sem meðal annars verður flugukastkeppni og grillveisla. Um kvöldið er síðan veisla í Zontahúsinu. Þar verður saga Stangaveiðifélags Akureyrar rakin í máli og myndum og verðlaun veitt fyrir bestu veiðisöguna. Stangveiði Mest lesið Takan heldur dauf í kuldanum síðustu daga Veiði Laxinn mættur í fleiri ár Veiði Árbót og Tjörn aftur með Nesveiðum Veiði Svipuð veiði í Veiðivötnum og í fyrra Veiði Með 47 rjúpur um opnunarhelgina Veiði Batnandi útlit í Eyjafjarðará Veiði Tungufljót hjá Fishpartner Veiði 8 laxar á land í úrhellis rigningu við Ytri Rangá Veiði Aðeins um 100 laxar úr Hvannadalsá í sumar Veiði Gleðilegt nýtt veiðiár Veiði
Stangaveiðifélag Akureyrar sem er tíu ára á þessu ári hyggst meðal annars minnast tímamótanna með flugukastkeppni við Leirutjörn. Stangaveiðifélag Akureyrar var stofnað á Hótel KEA í maí 2003 að viðstöddu fjölmenni að því er segir á heimasíðu félagsins. "Af þessu tilefni langar stjórn SVAK að blása til afmælisfagnaðar 1. júní næstkomandi í þeirri von að þá verði allur snjór á bak og burt og gráðustokkurinn kominn vel í plús," segir á svak.is þar sem menn eru beðnir að taka endilega daginn frá til að fagna með félaginu. Afmælisfagnaður byrjar við Leirutjörn 1. júní þar sem meðal annars verður flugukastkeppni og grillveisla. Um kvöldið er síðan veisla í Zontahúsinu. Þar verður saga Stangaveiðifélags Akureyrar rakin í máli og myndum og verðlaun veitt fyrir bestu veiðisöguna.
Stangveiði Mest lesið Takan heldur dauf í kuldanum síðustu daga Veiði Laxinn mættur í fleiri ár Veiði Árbót og Tjörn aftur með Nesveiðum Veiði Svipuð veiði í Veiðivötnum og í fyrra Veiði Með 47 rjúpur um opnunarhelgina Veiði Batnandi útlit í Eyjafjarðará Veiði Tungufljót hjá Fishpartner Veiði 8 laxar á land í úrhellis rigningu við Ytri Rangá Veiði Aðeins um 100 laxar úr Hvannadalsá í sumar Veiði Gleðilegt nýtt veiðiár Veiði