Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - Fram 27-24 Elvar Geir Magnússon á Ásvöllum skrifar 4. maí 2013 17:00 Tjörvi Þorgeirsson Mynd/Daníel Fram tókst ekki að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn á Ásvöllum í dag því Haukar unnu þriggja marka sigur 27-24 í þriðja leik liðanna í úrslitaeinvígi N1 deildar karla í handbolta. Fram er 2-1 yfir og fjórði leikur þeirra fer fram í Safmýrinni á mánudagskvöldið. Það þarf að vinna þrjá leiki til að verða Íslandsmeistari. Fram byrjaði leikinn vel en síðan hrundi spilamennska liðsins. Haukar skoruðu sjö mörk í röð í fyrri hálfleik og breyttu stöðunni úr 6-7 í 13-7. Haukar voru síðan 18-12 yfir í hálfleik. Markvarslan var lítil hjá Haukum en nánast engin frá Fram enda gerði Einar Jónsson þjálfari liðsins tíð markmannsskipti. Haukar voru 21-15 yfir þegar 19 mínútur voru eftir en Framarar komu til baka, náðu flottum kafla, og náðu að jafna metin í 23-23. Skyndilega var Íslandsmeistarabikarinn handan við hornið. Haukar gáfu þá aftur í og tryggðu sér sigurinn. Hornamennirnir Gylfi Gylfason og Freyr Brynjarsson skoruðu saman þrettán mörk fyrir Hauka í þessum leik, Gylfi sjö og Freyr sex. Tjörvi Þorgeirsson skoraði einnig sex mörk. Róbert Aron Hostert var markahæstur hjá Fram með sex mörk.Gylfi Gylfason: Blóðið á tönnunum enn til staðar"Þessi leikur var í rauninni ekkert mjög frábrugðinn hinum tveimur. Við spiluðum mjög vel í fyrri hálfleik þar sem vörn og sókn gekk upp. Markvarslan kom og við náðum smá forskot. Svo duttum við niður í seinni hálfleik. Það var algjör óþarfi en þetta reddaðist í lokin," sagði hornamaðurinn Gylfi Gylfason. Hornamennirnir voru að finna sig vel, sérstaklega þá í fyrri hálfleik. "Þetta gekk ágætlega og við vorum að skora úr hraðaupphlaupum. Við vorum að ná að opna þá út á kantana. Það er bara jákvætt ef þetta dreifist á fleiri leikmenn." Gátuð þið eitthvað nýtt dómaraumræðuna í undirbúningnum til að peppa ykkur í þennan leik: "Jájá, það var bara eins og það var. Það er búið og ekkert hægt að breyta því hvernig leikur tvö fór. Eina sem við getum gert er að vinna úrslitaleikina sem eiga eftir að koma. Við vorum alveg með blóð á tönnunum fyrir þennan sigur og það er enn til staðar."Einar Jónsson:Haukar skoruðu sjö mörk í röð í fyrri hálfleik og viðurkennir Einar Jónsson þjálfari Fram að mikil orka hafi farið í það að vinna þann mun upp. "Fyrir utan blábyrjunina vorum við ekkert sérstakir allan fyrri hálfleik. Þetta hrundi aðeins hjá okkur og það fór mikil orka í að reyna að vinna þetta upp. Við vorum grátlega nálægt því og hefðum getað stolið þessu en því miður tókst það ekki," sagði Einar. "Við vorum með meðbyr í seinni hálfleiknum en svo skoraði Gylfi þarna af endalínu og það var hrikalegt mark fyrir Hauka. Þetta er svona ef og hefði hvað hefði gerst eftir það. Maður hélt í vonina en Haukar spiluðu betur en við í dag og áttu skilið að vinna leikinn." "Nú er bara næsti leikur og við þurfum að einbeita okkur að honum. Það þýðir lítið að velta sér upp úr því hver staðan er. Sá leikur stendur einn og sér og við þurfum að ná fram virkilega góðri frammistöðu í þeim leik. Ef við náum því hef ég trú á því að við getum unnið. Við þurfum að spila betur og stefnum á því." Hafði öll þessi dómaraumræða áhrif á undirbúning Fram. "Þessi umræða hafði allavega ekki nein áhrif á mig. Það væri asnalegt að reyna að skella skuldinni á það. Við verðum að einbeita okkur að okkar leik." Olís-deild karla Mest lesið Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Fleiri fréttir Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sjá meira
Fram tókst ekki að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn á Ásvöllum í dag því Haukar unnu þriggja marka sigur 27-24 í þriðja leik liðanna í úrslitaeinvígi N1 deildar karla í handbolta. Fram er 2-1 yfir og fjórði leikur þeirra fer fram í Safmýrinni á mánudagskvöldið. Það þarf að vinna þrjá leiki til að verða Íslandsmeistari. Fram byrjaði leikinn vel en síðan hrundi spilamennska liðsins. Haukar skoruðu sjö mörk í röð í fyrri hálfleik og breyttu stöðunni úr 6-7 í 13-7. Haukar voru síðan 18-12 yfir í hálfleik. Markvarslan var lítil hjá Haukum en nánast engin frá Fram enda gerði Einar Jónsson þjálfari liðsins tíð markmannsskipti. Haukar voru 21-15 yfir þegar 19 mínútur voru eftir en Framarar komu til baka, náðu flottum kafla, og náðu að jafna metin í 23-23. Skyndilega var Íslandsmeistarabikarinn handan við hornið. Haukar gáfu þá aftur í og tryggðu sér sigurinn. Hornamennirnir Gylfi Gylfason og Freyr Brynjarsson skoruðu saman þrettán mörk fyrir Hauka í þessum leik, Gylfi sjö og Freyr sex. Tjörvi Þorgeirsson skoraði einnig sex mörk. Róbert Aron Hostert var markahæstur hjá Fram með sex mörk.Gylfi Gylfason: Blóðið á tönnunum enn til staðar"Þessi leikur var í rauninni ekkert mjög frábrugðinn hinum tveimur. Við spiluðum mjög vel í fyrri hálfleik þar sem vörn og sókn gekk upp. Markvarslan kom og við náðum smá forskot. Svo duttum við niður í seinni hálfleik. Það var algjör óþarfi en þetta reddaðist í lokin," sagði hornamaðurinn Gylfi Gylfason. Hornamennirnir voru að finna sig vel, sérstaklega þá í fyrri hálfleik. "Þetta gekk ágætlega og við vorum að skora úr hraðaupphlaupum. Við vorum að ná að opna þá út á kantana. Það er bara jákvætt ef þetta dreifist á fleiri leikmenn." Gátuð þið eitthvað nýtt dómaraumræðuna í undirbúningnum til að peppa ykkur í þennan leik: "Jájá, það var bara eins og það var. Það er búið og ekkert hægt að breyta því hvernig leikur tvö fór. Eina sem við getum gert er að vinna úrslitaleikina sem eiga eftir að koma. Við vorum alveg með blóð á tönnunum fyrir þennan sigur og það er enn til staðar."Einar Jónsson:Haukar skoruðu sjö mörk í röð í fyrri hálfleik og viðurkennir Einar Jónsson þjálfari Fram að mikil orka hafi farið í það að vinna þann mun upp. "Fyrir utan blábyrjunina vorum við ekkert sérstakir allan fyrri hálfleik. Þetta hrundi aðeins hjá okkur og það fór mikil orka í að reyna að vinna þetta upp. Við vorum grátlega nálægt því og hefðum getað stolið þessu en því miður tókst það ekki," sagði Einar. "Við vorum með meðbyr í seinni hálfleiknum en svo skoraði Gylfi þarna af endalínu og það var hrikalegt mark fyrir Hauka. Þetta er svona ef og hefði hvað hefði gerst eftir það. Maður hélt í vonina en Haukar spiluðu betur en við í dag og áttu skilið að vinna leikinn." "Nú er bara næsti leikur og við þurfum að einbeita okkur að honum. Það þýðir lítið að velta sér upp úr því hver staðan er. Sá leikur stendur einn og sér og við þurfum að ná fram virkilega góðri frammistöðu í þeim leik. Ef við náum því hef ég trú á því að við getum unnið. Við þurfum að spila betur og stefnum á því." Hafði öll þessi dómaraumræða áhrif á undirbúning Fram. "Þessi umræða hafði allavega ekki nein áhrif á mig. Það væri asnalegt að reyna að skella skuldinni á það. Við verðum að einbeita okkur að okkar leik."
Olís-deild karla Mest lesið Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Fleiri fréttir Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sjá meira