Íslendingar eiga að hætta við olíuleit á Drekasvæðinu Ingveldur Geirsdóttir skrifar 5. maí 2013 20:02 Einn þekktasti umhverfisblaðamaður í heimi segir að Íslendingar eigi að hætta við olíuleit á Drekasvæðinu. Það yrði markvert framlag af hálfu þjóðarinnar til að sporna gegn loftslagsbreytingum. Bill McKibben hefur skrifað fjölda bóka og greina um umhverfismál og er einn stofnenda alþjóðlegu grasrótarhreyfingarinnar 350.org sem berst fyrir því að verja jörðina fyrir hlýnun andrúmsloftsins. Hann hélt fyrirlestur í Háskólabíó í dag fyrir fullum sal. McKibben er ekki hrifin af áformum Íslenskra stjórnvalda um að bora eftir olíu á Drekasvæðinu. „Heimurinn þarf ekki meiri olíu, við höfum miklu meiri olíu, gas og kol en við getum notað. Ef við ætlum að gera eitthvað til að stöðva loftslagsbreytingarnar og hægja á súrnun hafanna verðum við að skilja olíuna eftir í jörðinni. Íslendingar geta gert okkur öllum mikinn greiða með því að segja: Það kann að vera olía þarna, við skulum láta hana vera þar sem hún hefur verið síðustu milljónir ára." Hann segir okkur ekki eiga að eltast við peninga, ef við finnum olíu eykur það losun kolefnis út í andrúmsloftið sem hækkar hitastig jarðar sem gæti til dæmis haft mjög slæm áhrif á Ísland sem er háð hafinu. Ísland þurfi heldur ekki meiri orku, landið sé vel sett með orkuauðlindir. „Það mikilvægasta sem Íslendingar geta gert er að vera fyrirmynd annarra í heiminum og þið eruð þegar byrjuð á því. Að stefna að því að hætta notkun jarðefnaseldsneytis í landinu er mjög mikilvægt, að verða kolefnahlutlaus væri mjög gott. En Ísland er auðvitað svo lítið að þetta bjargar ekki heiminum í sjálfu sér. Við þurfum líka táknræna forystu, til dæmis með því að fórna olíunni og láta hana vera í jörðinni. Það væri frábær yfirlýsing til umheimsins,“ segir hann að lokum. Loftslagsmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Einn þekktasti umhverfisblaðamaður í heimi segir að Íslendingar eigi að hætta við olíuleit á Drekasvæðinu. Það yrði markvert framlag af hálfu þjóðarinnar til að sporna gegn loftslagsbreytingum. Bill McKibben hefur skrifað fjölda bóka og greina um umhverfismál og er einn stofnenda alþjóðlegu grasrótarhreyfingarinnar 350.org sem berst fyrir því að verja jörðina fyrir hlýnun andrúmsloftsins. Hann hélt fyrirlestur í Háskólabíó í dag fyrir fullum sal. McKibben er ekki hrifin af áformum Íslenskra stjórnvalda um að bora eftir olíu á Drekasvæðinu. „Heimurinn þarf ekki meiri olíu, við höfum miklu meiri olíu, gas og kol en við getum notað. Ef við ætlum að gera eitthvað til að stöðva loftslagsbreytingarnar og hægja á súrnun hafanna verðum við að skilja olíuna eftir í jörðinni. Íslendingar geta gert okkur öllum mikinn greiða með því að segja: Það kann að vera olía þarna, við skulum láta hana vera þar sem hún hefur verið síðustu milljónir ára." Hann segir okkur ekki eiga að eltast við peninga, ef við finnum olíu eykur það losun kolefnis út í andrúmsloftið sem hækkar hitastig jarðar sem gæti til dæmis haft mjög slæm áhrif á Ísland sem er háð hafinu. Ísland þurfi heldur ekki meiri orku, landið sé vel sett með orkuauðlindir. „Það mikilvægasta sem Íslendingar geta gert er að vera fyrirmynd annarra í heiminum og þið eruð þegar byrjuð á því. Að stefna að því að hætta notkun jarðefnaseldsneytis í landinu er mjög mikilvægt, að verða kolefnahlutlaus væri mjög gott. En Ísland er auðvitað svo lítið að þetta bjargar ekki heiminum í sjálfu sér. Við þurfum líka táknræna forystu, til dæmis með því að fórna olíunni og láta hana vera í jörðinni. Það væri frábær yfirlýsing til umheimsins,“ segir hann að lokum.
Loftslagsmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira