Snýst ekki um kynjamisrétti Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. maí 2013 11:22 „Leikirnir eru hraðari, það eru fleiri atvik sem geta orkað tvímælis og þýðir að gerða eru meiri kröfur til dómaranna af þeim sökum," segir Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands. Knattspyrnudómarar fá 156 prósent hærri laun fyrir að dæma í efstu deild karla og kvenna. Munurinn hefur vakið töluverð viðbrögð og hefur þingkona Sjálfstæðisflokksins, Ragnheiður Elín Árnadóttir, sagst ósátt með gang mála. „Ég get ekki séð að það eigi að gera minni kröfu til dómara í karlaleikjum en kvennaleikjum. Leikirnir eru 90 mínútur hver, það eru jafnmargir leikmenn inni á vellinum og það á að miða við," sagði þingkonan í útvarpsþættinum Ísland í bítið í morgun. Ragnheiður Elín segist hissa og svekkt á stöðu mála sem sé á skjön við það sem hún taldi eiga sér stað innan KSÍ. Hún segir að karlmenn megi líta til árangurs kvennalandsliðsins í knattspyrnu hvað varði markmiðasetningu og metnað. „Ég vil að kvennaleikirnir séu vel dæmdir og þar séu bestu dómararnir líka að dæma. KSÍ er ekki einkafyrirtæki úti í bæ. KSÍ er knattspyrnusamband Íslands sem fær tekjur meðal annars frá opinberum aðilum. Það er þeirra skylda að sömu kröfur séu gerðar til dómara í karla- og kvennaleikjum," segir Ragnheiður og kallar á svör frá KSÍ. Viðbrögð þeirra séu aftan úr forneskju. „Eru gerðar kröfur um betri dómgæslu, eru dómarar í betra formi?" spyr þingkonan.Gunnar Jarl Jónsson dæmir í efstu deild karla.Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ, svaraði athugasemdum þingkonunnar síðar í þættinum. Sagði hann að hvert knattspyrnumót, bæði hér heima og erlendis, væri metið samkvæmt ákveðnum erfiðleikastuðlum hvað við kemur dómgæslu. Munur sé á leikjum í efstu deild karla og kvenna. „Leikirnir eru hraðari, það eru fleiri atvik sem geta orkað tvímælis og gerðar eru meiri kröfur til dómaranna (innsk: í Pepsi-deild karla) af þeim sökum," segir Þórir. Hann bendir á að það séu dómararnir sjálfir sem semji um laun og meti erfiðleikastig hverrar deildar. „Það er því skoðun dómaranna sjálfra að það sé mun erfiðara að dæma leiki í efstu deild karla en öðrum deildum. Hvort að launamunurinn eigi að vera svo mikill má hins vegar ræða," segir Þórir. Ekki sé um kynjamisrétti að ræða enda gildi hið sama þegar leikur í Meistaradeild Evrópu sé borinn saman við neðrideildarleik í Noregi. Leikurinn sé hraðari, erfiðleikastigið hærra og launagreiðslur hærri eftir því. Rétt er að taka fram að kvendómarar hér á landi eru mun færri karldómarar. Karlmenn sinna undantekningalítið dómgæslu hvort sem er í Pepsi-deild karla eða kvenna. Hægt er að hlusta á innslagið með Ragnheiði Elínu og Þóri Hákonarsyni í spilaranum hér fyrir ofan.Sportið á Vísi er komið á Facebook. Fylgstu með. Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Dómarar í karladeildinni með 150% hærri laun Dómarar í Pepsi-deild karla fá 39.450 krónur í laun fyrir að dæma leiki innanbæjar. Launin eru mun hærri en kollegar þeirra kvennamegin fá. 5. maí 2013 14:49 Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: ÍA - KR | Skagamenn stefna á að hefna sín Í beinni: ÍBV - Stjarnan | Bæði lið þurfa sárlega á sigri að halda Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Sjá meira
„Leikirnir eru hraðari, það eru fleiri atvik sem geta orkað tvímælis og þýðir að gerða eru meiri kröfur til dómaranna af þeim sökum," segir Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands. Knattspyrnudómarar fá 156 prósent hærri laun fyrir að dæma í efstu deild karla og kvenna. Munurinn hefur vakið töluverð viðbrögð og hefur þingkona Sjálfstæðisflokksins, Ragnheiður Elín Árnadóttir, sagst ósátt með gang mála. „Ég get ekki séð að það eigi að gera minni kröfu til dómara í karlaleikjum en kvennaleikjum. Leikirnir eru 90 mínútur hver, það eru jafnmargir leikmenn inni á vellinum og það á að miða við," sagði þingkonan í útvarpsþættinum Ísland í bítið í morgun. Ragnheiður Elín segist hissa og svekkt á stöðu mála sem sé á skjön við það sem hún taldi eiga sér stað innan KSÍ. Hún segir að karlmenn megi líta til árangurs kvennalandsliðsins í knattspyrnu hvað varði markmiðasetningu og metnað. „Ég vil að kvennaleikirnir séu vel dæmdir og þar séu bestu dómararnir líka að dæma. KSÍ er ekki einkafyrirtæki úti í bæ. KSÍ er knattspyrnusamband Íslands sem fær tekjur meðal annars frá opinberum aðilum. Það er þeirra skylda að sömu kröfur séu gerðar til dómara í karla- og kvennaleikjum," segir Ragnheiður og kallar á svör frá KSÍ. Viðbrögð þeirra séu aftan úr forneskju. „Eru gerðar kröfur um betri dómgæslu, eru dómarar í betra formi?" spyr þingkonan.Gunnar Jarl Jónsson dæmir í efstu deild karla.Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ, svaraði athugasemdum þingkonunnar síðar í þættinum. Sagði hann að hvert knattspyrnumót, bæði hér heima og erlendis, væri metið samkvæmt ákveðnum erfiðleikastuðlum hvað við kemur dómgæslu. Munur sé á leikjum í efstu deild karla og kvenna. „Leikirnir eru hraðari, það eru fleiri atvik sem geta orkað tvímælis og gerðar eru meiri kröfur til dómaranna (innsk: í Pepsi-deild karla) af þeim sökum," segir Þórir. Hann bendir á að það séu dómararnir sjálfir sem semji um laun og meti erfiðleikastig hverrar deildar. „Það er því skoðun dómaranna sjálfra að það sé mun erfiðara að dæma leiki í efstu deild karla en öðrum deildum. Hvort að launamunurinn eigi að vera svo mikill má hins vegar ræða," segir Þórir. Ekki sé um kynjamisrétti að ræða enda gildi hið sama þegar leikur í Meistaradeild Evrópu sé borinn saman við neðrideildarleik í Noregi. Leikurinn sé hraðari, erfiðleikastigið hærra og launagreiðslur hærri eftir því. Rétt er að taka fram að kvendómarar hér á landi eru mun færri karldómarar. Karlmenn sinna undantekningalítið dómgæslu hvort sem er í Pepsi-deild karla eða kvenna. Hægt er að hlusta á innslagið með Ragnheiði Elínu og Þóri Hákonarsyni í spilaranum hér fyrir ofan.Sportið á Vísi er komið á Facebook. Fylgstu með.
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Dómarar í karladeildinni með 150% hærri laun Dómarar í Pepsi-deild karla fá 39.450 krónur í laun fyrir að dæma leiki innanbæjar. Launin eru mun hærri en kollegar þeirra kvennamegin fá. 5. maí 2013 14:49 Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: ÍA - KR | Skagamenn stefna á að hefna sín Í beinni: ÍBV - Stjarnan | Bæði lið þurfa sárlega á sigri að halda Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Sjá meira
Dómarar í karladeildinni með 150% hærri laun Dómarar í Pepsi-deild karla fá 39.450 krónur í laun fyrir að dæma leiki innanbæjar. Launin eru mun hærri en kollegar þeirra kvennamegin fá. 5. maí 2013 14:49