Meistararnir misstigu sig en Blikar sluppu með skrekkinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. maí 2013 17:30 Mynd/Valli Stjarnan, Valur, Selfoss og Breiðablik fögnuðu öll sigrum þegar fyrsta umferð Pepsi-deildar kvenna í fótbolta fór fram í kvöld. Íslandsmeistarar Þór/KA töpuðu hinsvegar tveimnur stigum á heimavelli í fyrsta leik sínum í titilvörninni. Elín MettaJensen skoraði fernu fyrir Val, Harpa Þorsteinsdóttir skoraði þrennu fyrir Stjörnuna og þær Berglind Bjarnadóttir (HK/Víkingi) og Guðmunda Brynja Óladóttir (Selfossi) voru báðir með tvö mörk. Nýliðar HK/Víkings voru nálægt óvæntum sigri á Breiðabliki enda komst liðið í 3-1 í seinni hálfleik en Blikar tryggðu sér öll stigin með því að skora þrjú mörk á síðasta hálftímanum. Stjörnustúlkan Harpa Þorsteinsdóttir skoraði fyrsta mark Pepsi-deildar kvenna í sumar þegar hún afgreiddi boltann laglega í markið á 15. mínútu eftir að hafa fengið frábæra stungusendingu frá Írunni Aradóttur. Harpa bætti síðan við öðru marki tíu mínútum síðar eftir mikinn einleik og innsiglaði síðan þrennu sína í uppbótartíma leiksins.Katrín Ásbjörnsdóttir hjá Þór/KA kom sínu liði í 1-0 á 11. mínútu leiks Þór/KA og FH í Boganum en hún skoraði ekki fyrsta mark Pepsi-deildar kvenna í sumar þar sem að leikurinn fyrir norðan hófst seinna en leikurinn í Garðabænum. Mark Katrínar dugði þó ekki til því FH náði að tryggja sér jafntefli í lokin.Elín Metta Jensen, markahæsti leikmaður Pepsi-deildar kvenna á síðustu leiktíð skoraði tvö mörk á fyrstu 25 mínútunum á Vodafone-vellinum á Hlíðarenda. Hún lagði síðan upp næstu tvö mörk fyrir félaga sína og skoraði síðan tvö mörk til viðbótar á lokakafla leiksins. Fjögur mörk og tvær stoðsendingar eru ekki slæm uppskera í fyrsta leiknum.Berglind Bjarnadóttir er búin að skora tvö mörk beint úr aukaspyrnum fyrir nýliða HK/Víkings sem eru að spila við nágranna sína í Breiðabliki. Það dugði ekki til því Blikar skoruðu þrjú síðustu mörk leiksins og tryggðu sér 4-3 sigur. Rakel Hönnudóttir skoraði sigurmarkið í uppbótartíma.Guðmunda Brynja Óladóttir skoraði bæði mörk Selfoss sem vann 2-0 sigur á nýliðum Þróttar á gervigrasinu í Laugardalnum. Upplýsingar um markaskorara eru meðal annars fengnar af vefsíðunni urslit.net.Úrslit leikjanna í Pepsi-deild kvenna í dag:Leikirnir klukkan 18: Stjarnan 3-0 ÍBV (2-0 í hálfleik)- leik lokið 1-0 Harpa Þorsteinsdóttir (15.), 2-0 Harpa Þorsteinsdóttir (25.), 3-0 Harpa Þorsteinsdóttir (90.+2)Þór/KA 1-1 FH (1-0 í hálfleik) - leik lokið1-0 Katrín Ásbjörnsdóttir (11.), 1-1 Teresa Marie Rynier (88.).Leikirnir klukkan 19.15:Þróttur 0-2 Selfoss (0-1 í hálfleik) - leik lokið 0-1 Guðmunda Brynja Óladóttir, víti (33.), 0-2 Guðmunda Brynja Óladóttir (78.)HK/Víkingur 3-4 Breiðablik (1-1 í hálfleik) - leik lokið 1-0 Berglind Bjarnadóttir (28.), 1-1 Berglind Björg Þorvaldsdóttir (41.), 2-1 Berglind Bjarnadóttir (47.), 3-1 Hugrún María Friðriksdóttir (56.), 3-2 Gréta Mjöll Samúelsdóttir (62.), 3-3 Björk Gunnarsdóttir (81.), 3-4 Rakel Hönnudóttir (90.+1).Valur 7-0 Afturelding (3-0 í hálfleik) - leik lokið1-0 Elín Metta Jensen (3.), 2-0 Elín Metta Jensen (25.), 3-0 Rakel Logadóttir (42.), 4-0 Hildur Antonsdóttir (58.), 5-0 Katrín Gylfadóttir (70.), 6-0 Elín Metta Jensen (76.), 7-0 Elín Metta Jensen (84.)Titilvörn Norðankvenna hefst gegn FH í Boganum.Mynd/Auðunn NíelssonSelfyssingar sækja Þróttara heim í Laugardal.Mynd/Auðunn NíelssonBlikastelpur heimsækja granna sína og nýliða í HK/Víkingi.Embla er mættur aftur á völlinn.Mynd/Stefán Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Katalóníu Sport Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Fleiri fréttir Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Sjá meira
Stjarnan, Valur, Selfoss og Breiðablik fögnuðu öll sigrum þegar fyrsta umferð Pepsi-deildar kvenna í fótbolta fór fram í kvöld. Íslandsmeistarar Þór/KA töpuðu hinsvegar tveimnur stigum á heimavelli í fyrsta leik sínum í titilvörninni. Elín MettaJensen skoraði fernu fyrir Val, Harpa Þorsteinsdóttir skoraði þrennu fyrir Stjörnuna og þær Berglind Bjarnadóttir (HK/Víkingi) og Guðmunda Brynja Óladóttir (Selfossi) voru báðir með tvö mörk. Nýliðar HK/Víkings voru nálægt óvæntum sigri á Breiðabliki enda komst liðið í 3-1 í seinni hálfleik en Blikar tryggðu sér öll stigin með því að skora þrjú mörk á síðasta hálftímanum. Stjörnustúlkan Harpa Þorsteinsdóttir skoraði fyrsta mark Pepsi-deildar kvenna í sumar þegar hún afgreiddi boltann laglega í markið á 15. mínútu eftir að hafa fengið frábæra stungusendingu frá Írunni Aradóttur. Harpa bætti síðan við öðru marki tíu mínútum síðar eftir mikinn einleik og innsiglaði síðan þrennu sína í uppbótartíma leiksins.Katrín Ásbjörnsdóttir hjá Þór/KA kom sínu liði í 1-0 á 11. mínútu leiks Þór/KA og FH í Boganum en hún skoraði ekki fyrsta mark Pepsi-deildar kvenna í sumar þar sem að leikurinn fyrir norðan hófst seinna en leikurinn í Garðabænum. Mark Katrínar dugði þó ekki til því FH náði að tryggja sér jafntefli í lokin.Elín Metta Jensen, markahæsti leikmaður Pepsi-deildar kvenna á síðustu leiktíð skoraði tvö mörk á fyrstu 25 mínútunum á Vodafone-vellinum á Hlíðarenda. Hún lagði síðan upp næstu tvö mörk fyrir félaga sína og skoraði síðan tvö mörk til viðbótar á lokakafla leiksins. Fjögur mörk og tvær stoðsendingar eru ekki slæm uppskera í fyrsta leiknum.Berglind Bjarnadóttir er búin að skora tvö mörk beint úr aukaspyrnum fyrir nýliða HK/Víkings sem eru að spila við nágranna sína í Breiðabliki. Það dugði ekki til því Blikar skoruðu þrjú síðustu mörk leiksins og tryggðu sér 4-3 sigur. Rakel Hönnudóttir skoraði sigurmarkið í uppbótartíma.Guðmunda Brynja Óladóttir skoraði bæði mörk Selfoss sem vann 2-0 sigur á nýliðum Þróttar á gervigrasinu í Laugardalnum. Upplýsingar um markaskorara eru meðal annars fengnar af vefsíðunni urslit.net.Úrslit leikjanna í Pepsi-deild kvenna í dag:Leikirnir klukkan 18: Stjarnan 3-0 ÍBV (2-0 í hálfleik)- leik lokið 1-0 Harpa Þorsteinsdóttir (15.), 2-0 Harpa Þorsteinsdóttir (25.), 3-0 Harpa Þorsteinsdóttir (90.+2)Þór/KA 1-1 FH (1-0 í hálfleik) - leik lokið1-0 Katrín Ásbjörnsdóttir (11.), 1-1 Teresa Marie Rynier (88.).Leikirnir klukkan 19.15:Þróttur 0-2 Selfoss (0-1 í hálfleik) - leik lokið 0-1 Guðmunda Brynja Óladóttir, víti (33.), 0-2 Guðmunda Brynja Óladóttir (78.)HK/Víkingur 3-4 Breiðablik (1-1 í hálfleik) - leik lokið 1-0 Berglind Bjarnadóttir (28.), 1-1 Berglind Björg Þorvaldsdóttir (41.), 2-1 Berglind Bjarnadóttir (47.), 3-1 Hugrún María Friðriksdóttir (56.), 3-2 Gréta Mjöll Samúelsdóttir (62.), 3-3 Björk Gunnarsdóttir (81.), 3-4 Rakel Hönnudóttir (90.+1).Valur 7-0 Afturelding (3-0 í hálfleik) - leik lokið1-0 Elín Metta Jensen (3.), 2-0 Elín Metta Jensen (25.), 3-0 Rakel Logadóttir (42.), 4-0 Hildur Antonsdóttir (58.), 5-0 Katrín Gylfadóttir (70.), 6-0 Elín Metta Jensen (76.), 7-0 Elín Metta Jensen (84.)Titilvörn Norðankvenna hefst gegn FH í Boganum.Mynd/Auðunn NíelssonSelfyssingar sækja Þróttara heim í Laugardal.Mynd/Auðunn NíelssonBlikastelpur heimsækja granna sína og nýliða í HK/Víkingi.Embla er mættur aftur á völlinn.Mynd/Stefán
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Katalóníu Sport Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Fleiri fréttir Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Sjá meira