Umfjöllun og viðtöl: Valur - Afturelding 7-0 | Elín Metta með fernu Einar Njálsson á Vodafone-vellinum skrifar 7. maí 2013 18:45 Mynd/Ernir Elín Metta Jensen skoraði fjögur mörk og gaf að auki tvær stoðsendingar þegar Valur vann 7-0 stórsigur á Aftureldingu í leik liðanna á Vodafone-vellinum á Hlíðarenda í fyrstu umferð Pepsi-deildar kvenna í fótbolta. Elín Metta var markahæsti leikmaður Pepsi-deildarinnar á síðustu leiktíð og hún var búin skora fyrsta mark leiksins eftir aðeins þriggja mínútna leik. Elín skoraði tvö fyrstu mörkin og lagði síðan upp næstu tvö. Hún innsiglaði síðan fernu sína með tveimur mörkum undir lok leiksins. Rakel Logadóttir lék sinn 200. leik í efstu deild í kvöld og hélt upp á það með því að skora þriðja mark liðsins. Hin mörkin skoruðu þær Hildur Antonsdóttir, og Katrín Gylfadóttir. Leikurinn í kvöld byrjaði fjörlega og Afturelding fékk fyrsta færi leiksins þegar fyrrum leikmaður Vals, Thelma Hjaltalín slapp ein innfyrir vörn Vals en skot hennar fór framhjá markinu. En það var Valur sem skoraði fyrsta markið og var þar að verki Elín Metta þegar hún komst inn í misheppnaða sendingu til baka frá varnarmanni Aftureldingar á markvörð sinn. Elín lætur ekki slíkt færi framhjá sér fara og setti knöttinn auðveldlega í autt markið. Elín var síðan aftur á ferðinni á 25 mínútu þegar hún kom Val í 2-0 eftir góðan undirbúning Dagnýjar Brynjarsdóttur. Rétt fyrir hálfleik skoraði fyrirliðinn Rakel Logadóttir í sínum 200. mótsleik fyrir Val og heimamenn fóru inn í hálfleik með 3-0 forystu. Afturelding mætti mun ákveðnari til leiks í seinni hálfleik og ætluðu greinilega ekki að láta valta yfir sig. Valur hélt áfram sýnu spili og uppskáru 4. markið á 58. mínútu en þar var að verki Hildur Antonsdóttir eftir undirbúning Elínar Mettu. Eftir fjórða markið var eins og Afturelding gæfist endanlega upp og Valsarar gengu á lagið. Katrín Gylfadóttir skoraði fallegasta mark kvöldsins þegar hún átti fast skot fyrir utan teig sem Halla Margrét markvörður Aftureldingar átti ekki möguleika að verja. Elín Metta kórónaði síðan góðan leik sinn með 2 mörkum í lok leiksins, það seinna eftir að hafa leikið laglega á varnarmann Aftureldingar. Valur gaf heldur betur tóninn fyrir sumarið með frammistöðu sinni í kvöld. Valsarar spiluðu vel og voru vel skipulagðar. Ekki reyndi mikið á varnarlínu þeirra en sóknarlega má búast við miklu frá Val í sumar. Lið Vals er reyndara og eldra en í fyrra og hafa bætt við sig tveimur reynsluboltum í vetur með þeim Emblu Grétarsdóttur og Kristínu Ýr en sú síðarnefnda kom af bekknum í dag - ekki slæmt að eiga hana inni. Afturelding átti ekki góðan dag í kvöld og mætti hreinlega ofjörlum sínum, liðið verður að spila betur í næsta leik ef þær ætla sér að ná í stig gegn Þrótti. Ber þó að geta að þær reyndu oft á tíðum að halda boltanum innan liðsins en með misjöfnum árangri. Úrslitin voru eins og áður segir sanngjörn.Helena Ólafs: Stefnan er sett á toppbaráttuna Helena Ólafsdóttir, þjálfari Vals, var sátt við leik sinna stelpna í kvöld „Við náðum einungis í eitt stig á móti Aftureldingu í fyrra og þurftum að byrja mótið af krafti. Ég hefði bjóst ekki við að þetta yrði svona stór sigur en þetta var okkar dagur en ekki þeirra. Sóknarleikurinn okkar var flottur í dag," sagði Helena. Valur hefur ekki orðið Íslandsmeistari síðan 2010 sem telst vera löng bið á þeim bænum. Helena segir Val setja stefnuna á toppbaráttuna í sumar. „Við ætlum að fikra okkur nær toppnum en Valur var í fyrra og ætlum að taka þátt í toppbaráttunni," sagði Helena. Rakel Logadóttir: Liðið er ferskara en í fyrra Rakel Logadóttir, fyrirliði Vals, vissi ekki alveg við hverju hún átti að búast fyrir leikinn: „Ég bjóst eiginlega ekki við neinu, við ætluðum bara að vinna þennan leik í dag, við vorum ótrúlega þéttar, vel skipulagðar og þá gerist þetta, mörkin komu þá sjálfkrafa," sagði Rakel. „Mér finnst liðið ferskara en í fyrra og meiri léttleiki í kringum liðið. Við ætlum klárlega að stefna á toppbaráttuna sem verður mjög jöfn í þessari jöfnu deild," sagði Rakel. Elín Metta Jensen átti mjög góðan leik í dag og að sögn Rakelar með sannkallað markanef: „Hún á eftir að halda áfram að skora í sumar".John Andrews: Ræðst ekki í leikjum á móti toppliðunum John Andrews, þjálfari Aftureldingar, taldi lið sitt hafa einfaldlega mætt betra liði í kvöld: „Ég held að lið mitt hafi jafnvel vanmetið Valsliðið. Valsarar spiluðu frábærlega í dag og það verður erfitt fyrir lið að vinna hér í sumar," sagði John. Afturelding náði ekki að ógna Val að neinu ráði í leiknum: „Við náðum ekki að spila sama fótbolta og við höfum sýnt í vetur og við verðum að laga það. Vinnusemin í leikmönnum mínum var samt sem áður til fyrirmyndar en þær mættu einfaldlega frábæru Vals liði í dag. Við munum fara yfir okkar mál og mæta tilbúnar í næsta leik gegn Þrótti," sagði John. „Við erum ekki hrædd við nein lið en okkar tímabil mun ekki ákvarðast á leikjum við liðin í toppbaráttunni heldur á úrslitum við lið sem eru nær okkar styrkleika. Þetta er í fyrsta skipti sem ég tapa í fyrsta umferð en við munum komast yfir þetta og mæta tilbúin í næsta leik," sagði John bjartsýnn og ákveðinn. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ Sport Uppgjörið: Valur - Höttur 92 - 58 | Valsmenn keyrðu yfir Hött í fyrri hálfleik Körfubolti Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Fleiri fréttir ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Sjá meira
Elín Metta Jensen skoraði fjögur mörk og gaf að auki tvær stoðsendingar þegar Valur vann 7-0 stórsigur á Aftureldingu í leik liðanna á Vodafone-vellinum á Hlíðarenda í fyrstu umferð Pepsi-deildar kvenna í fótbolta. Elín Metta var markahæsti leikmaður Pepsi-deildarinnar á síðustu leiktíð og hún var búin skora fyrsta mark leiksins eftir aðeins þriggja mínútna leik. Elín skoraði tvö fyrstu mörkin og lagði síðan upp næstu tvö. Hún innsiglaði síðan fernu sína með tveimur mörkum undir lok leiksins. Rakel Logadóttir lék sinn 200. leik í efstu deild í kvöld og hélt upp á það með því að skora þriðja mark liðsins. Hin mörkin skoruðu þær Hildur Antonsdóttir, og Katrín Gylfadóttir. Leikurinn í kvöld byrjaði fjörlega og Afturelding fékk fyrsta færi leiksins þegar fyrrum leikmaður Vals, Thelma Hjaltalín slapp ein innfyrir vörn Vals en skot hennar fór framhjá markinu. En það var Valur sem skoraði fyrsta markið og var þar að verki Elín Metta þegar hún komst inn í misheppnaða sendingu til baka frá varnarmanni Aftureldingar á markvörð sinn. Elín lætur ekki slíkt færi framhjá sér fara og setti knöttinn auðveldlega í autt markið. Elín var síðan aftur á ferðinni á 25 mínútu þegar hún kom Val í 2-0 eftir góðan undirbúning Dagnýjar Brynjarsdóttur. Rétt fyrir hálfleik skoraði fyrirliðinn Rakel Logadóttir í sínum 200. mótsleik fyrir Val og heimamenn fóru inn í hálfleik með 3-0 forystu. Afturelding mætti mun ákveðnari til leiks í seinni hálfleik og ætluðu greinilega ekki að láta valta yfir sig. Valur hélt áfram sýnu spili og uppskáru 4. markið á 58. mínútu en þar var að verki Hildur Antonsdóttir eftir undirbúning Elínar Mettu. Eftir fjórða markið var eins og Afturelding gæfist endanlega upp og Valsarar gengu á lagið. Katrín Gylfadóttir skoraði fallegasta mark kvöldsins þegar hún átti fast skot fyrir utan teig sem Halla Margrét markvörður Aftureldingar átti ekki möguleika að verja. Elín Metta kórónaði síðan góðan leik sinn með 2 mörkum í lok leiksins, það seinna eftir að hafa leikið laglega á varnarmann Aftureldingar. Valur gaf heldur betur tóninn fyrir sumarið með frammistöðu sinni í kvöld. Valsarar spiluðu vel og voru vel skipulagðar. Ekki reyndi mikið á varnarlínu þeirra en sóknarlega má búast við miklu frá Val í sumar. Lið Vals er reyndara og eldra en í fyrra og hafa bætt við sig tveimur reynsluboltum í vetur með þeim Emblu Grétarsdóttur og Kristínu Ýr en sú síðarnefnda kom af bekknum í dag - ekki slæmt að eiga hana inni. Afturelding átti ekki góðan dag í kvöld og mætti hreinlega ofjörlum sínum, liðið verður að spila betur í næsta leik ef þær ætla sér að ná í stig gegn Þrótti. Ber þó að geta að þær reyndu oft á tíðum að halda boltanum innan liðsins en með misjöfnum árangri. Úrslitin voru eins og áður segir sanngjörn.Helena Ólafs: Stefnan er sett á toppbaráttuna Helena Ólafsdóttir, þjálfari Vals, var sátt við leik sinna stelpna í kvöld „Við náðum einungis í eitt stig á móti Aftureldingu í fyrra og þurftum að byrja mótið af krafti. Ég hefði bjóst ekki við að þetta yrði svona stór sigur en þetta var okkar dagur en ekki þeirra. Sóknarleikurinn okkar var flottur í dag," sagði Helena. Valur hefur ekki orðið Íslandsmeistari síðan 2010 sem telst vera löng bið á þeim bænum. Helena segir Val setja stefnuna á toppbaráttuna í sumar. „Við ætlum að fikra okkur nær toppnum en Valur var í fyrra og ætlum að taka þátt í toppbaráttunni," sagði Helena. Rakel Logadóttir: Liðið er ferskara en í fyrra Rakel Logadóttir, fyrirliði Vals, vissi ekki alveg við hverju hún átti að búast fyrir leikinn: „Ég bjóst eiginlega ekki við neinu, við ætluðum bara að vinna þennan leik í dag, við vorum ótrúlega þéttar, vel skipulagðar og þá gerist þetta, mörkin komu þá sjálfkrafa," sagði Rakel. „Mér finnst liðið ferskara en í fyrra og meiri léttleiki í kringum liðið. Við ætlum klárlega að stefna á toppbaráttuna sem verður mjög jöfn í þessari jöfnu deild," sagði Rakel. Elín Metta Jensen átti mjög góðan leik í dag og að sögn Rakelar með sannkallað markanef: „Hún á eftir að halda áfram að skora í sumar".John Andrews: Ræðst ekki í leikjum á móti toppliðunum John Andrews, þjálfari Aftureldingar, taldi lið sitt hafa einfaldlega mætt betra liði í kvöld: „Ég held að lið mitt hafi jafnvel vanmetið Valsliðið. Valsarar spiluðu frábærlega í dag og það verður erfitt fyrir lið að vinna hér í sumar," sagði John. Afturelding náði ekki að ógna Val að neinu ráði í leiknum: „Við náðum ekki að spila sama fótbolta og við höfum sýnt í vetur og við verðum að laga það. Vinnusemin í leikmönnum mínum var samt sem áður til fyrirmyndar en þær mættu einfaldlega frábæru Vals liði í dag. Við munum fara yfir okkar mál og mæta tilbúnar í næsta leik gegn Þrótti," sagði John. „Við erum ekki hrædd við nein lið en okkar tímabil mun ekki ákvarðast á leikjum við liðin í toppbaráttunni heldur á úrslitum við lið sem eru nær okkar styrkleika. Þetta er í fyrsta skipti sem ég tapa í fyrsta umferð en við munum komast yfir þetta og mæta tilbúin í næsta leik," sagði John bjartsýnn og ákveðinn.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ Sport Uppgjörið: Valur - Höttur 92 - 58 | Valsmenn keyrðu yfir Hött í fyrri hálfleik Körfubolti Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Fleiri fréttir ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Sjá meira