Atli Már Þorbergsson var hetja Fjölnis sem vann 2-1 sigur á KF í lokaleik dagsins í 1. deild karla í fótbolta.
Markið kom eftir hornspyrnu á fjórðu mínútu uppbótartímans. Kristinn Þór Rósbergsson hafði komið KF yfir en Aron Sigurðarson jafnaði í upphafi síðari hálfleiks.
Allir leikir fyrstu umferð tímabilsins í 1. deildinni fóru fram í dag en úrslit þeirra má sjá hér fyrir neðan.
Upplýsingar frá Fótbolti.net.
