Til hamingju Þjóðleikhús Íris Hauksdóttir skrifar 21. apríl 2013 13:54 Atli Rafn Sigurðarson var óhugnarlega sannfærandi í hlutverki Páls. Ævintýri þulið af bjána, fullt af mögli og bulli og merkir ekki neitt. Það er þannig sem Páll Ólafsson lýsir sínum skáldaða veruleika. Þeim veruleika sem stóra svið Þjóðleikhússins hýsir um þessar mundir. Sögunni um Englana fjóra, Engla Alheimsins.Þeir sem eiga eftir að sjá leikritið ættu að varast að lesa lengra, því upplýsingar um verkið sem lesa má í þessari rýni gætu spillt upplifun áhorfandans.Sýningin er útfærð sem saga inn í sögu, þar sem áhorfendur eru meðvitaðir um stöðu sína í salnum. Söguna þekkja flestir og fer leikstjóri verksins Þorleifur Arnarson, þá leið að endursegja ekki söguna heldur gefur sér að áhorfendur þekki atburðarrásina. Þeir Þorleifur og Símon Birgisson sjá um leikgerð verksins og gera að mínu mati mjög vel, eru textanum afar trúir en nálgast söguna á nýstárlegan hátt. Sýningin er saga hins sjálfskipaða listamanns Páls, sem telur sig vera Vincent Van Gogh endurfæddur. Áhorfendur fylgjast með Páli missa tökin á tilveru sinni og verða vistaður á geðspítala. Verkið er ekki aðeins fullt af einsemd og útskúfun heldur líka innri átökum Páls við sjálfan sig og samfélagið. Það eru árekstrar geðveikinnar og þess sem við köllum norm sem myndar rauðan þráð í verki Einars Más Guðmundssonar, en söguna byggir hann á ævi bróður síns, Pálma Arnar Guðmundssonar.Upprisa öryrkjanna Í verkinu fylgjumst við með veröld Páls þar sem hann er ekki aðeins sögumaður heldur líka leikstjóri. Hann kallar á svið leikara lífs síns meðan sviðsmenn Þjóðleikhússins minna okkur reglulega á að þetta er aðeins uppfærsla á sögu sem eitt sinn var. Veröldin er leiksvið eins og skáldið sagði, en hvað hefur merkingu. Sagan hans Páls. Full af mögli og bulli og merkir, jú alveg heilmikið. Verkið er fullt af ádeilum á þöggun samfélagins gegn þeim sem standa á jaðri þess þó listi þeirra sé lengri en meðal klósettrúlla. Hver hefur rödd og hvers vegna. Afhverju teljum við tannlækni á jeppa betri en listamann í hvítum slopp. Hér á sér stað upprisa öryrkjanna sem yrkja þó ekki hratt heldur lifa við lífsins lægstu kjör og litið er niður á af öllum stigum samfélagsins. Persónur verksins kasta fram mörgum af þekktustu leiðtogum þessa heims og draga á köflum geðheilsu þeirra í efa. Kannski er það rétt hjá Páli að enginn eigi að skrifa ævisögu sína fyrr en hann er dauður. Steindauður. Þá fyrst verður tekið mark á honum. Leikmynd Vytautas Narbutasar var bæði hrá og nútímaleg. Hún lýsti innra lífi Páls að miklu leiti og fangaði bæði meðvirknislega matmálstíð fjölskyldu Páls þegar sjúkdómurinn hefur heltekið hann sem og geðsjúkrahúsið sem hýsti hann síðar á lífsleiðinni, eða eins og segir í verkinu, heimilin eru orðin svo lík geðspítölum að maður er hættur að sjá muninn. Búningar Filipíu Elísdóttur voru undarlegir eins og persónurnar allar og kallaðist þannig á við verkið. Sjálfur klæddist Páll töffaralegum leðurbuxum og jakka í stíl en líktist svo klæðaburði kvikmyndapersónunnar eftir því sem leið á leikinn. Þegar líða tók á leikritið hlóð hann utan á sig klæðum í takt við lyfjafituna og kom vel út. Hinir vistmennirnir klæddust í takt við hugarfóstur sín og kom vel út á öllum.Óhugnarlegur Atli Mikið mæðir á stjörnu sýningarinnar og eflaust erfitt að toppa fyrirrennarann í þeim efnum. Mikilvægt er að hafa í huga ólíka nálgun leikaranna tveggja og festast ekki í samanburði á sýningu og bíómynd. Í þessari uppfærslu velur Atli Rafn Sigurðarson að túlka Pál eilítið eiturlyfjalegan. Í það minnsta minnti hann mig mjög á fíkil þar sem hann fjárkúgaði foreldra sína og talaði kækjað og óðamála eins og eiturlyfjafíklum gjarnan er vani. Atli var óhugnarlega sannfærandi. Þeir Jóhannes Haukur Jóhannsson og Ólafur Egill Egilsson fóru feiknar vel með hlutverk sín sem Viktor og Óli bítill en Snorri Engilbertsson náði ekki að sannfæra mig sem Pétur. Auk þess hefði ég viljað séð meira gert úr sjálfsmorði Péturs en erfitt að toppa sjórekið lík hýft upp úr hafinu. Eggert Þorleifsson kom skemmtilega á óvart sem kankvís geðlæknir sem með bananabrögðum hélt sjúklingum sínum góðum. Foreldar Páls þau Sólveig Arnardóttir og Baldur Trausti Hreinsson, voru heldur litlaus en sennilegast var það af ásettu ráði. Saga Garðarsdóttir og Ævar Þór Benediktsson fóru vel með þann litla efnivið sem þau höfðu í persónusköpun yngri systkina Páls. Þáttur Dagnýjar var talsvert ólíkur þeirri sýn sem kvikmyndin kastaði fram en þar var gefið í skyn að höfnun hennar hefði verið kveikjan af veikindum Páls. Í verkinu er persóna Dagnýjar líkari hugarburði en raunverulegri veru. Ágústa Eva Erlendsdóttir fór fantavel með hlutverk sitt og virðist flestir vegir færir. Æskuvinur Páls, hinn góði og heilsteypti Rögnvaldur, er leikinn af Rúnari Frey Gíslasyni sem á hér endurkomu á sviðið og var einkar skemmtilegt að sjá hvernig hinn útlægi leikari við leikhús landsmanna var færður með tvíræðum texta aftur upp á leiksviðið þar sem hann á heima. Saga í sögu Það er einmitt þessi viðsnúningur hlutverka sem gerir aðlögun sýningarinnar svo áhugaverða. Skemmtilegt dæmi er þegar Páll dettur úr karakter yfir í leikarann Atla. Hugarburður Páls, um leikarann Atla, breytti í raun hlutverkaskipan leikara og persónu sem ein birtingarmynd geðhvarfasýki söguhetjunnar. Kleppur er víða. Sýningin er sögð með aðstoð kvikmyndarinnar góðkunnu þar sem áhorfendur grípa inn í kafla úr myndinni sem kallast á við atburði leikverksins og endurvarpa kunnuglegum aðstæðum á skemmtilegan hátt.Sérstaklega fannst mér vel til takast þegar Páli finnst einhver vera bregða fyrir sig fæti en á sama tíma spilast sama atriði úr myndinni í bakgrunni hans.Skáldsaga - Kvikmynd - Leikverk Vissulega er margt sem ekki er hægt að túlka á leiksviði en hefur sterka upplifun á hvíta tjaldinu og má þar helst nefna söguna um hestana fjóra sem birtust okkur svo ljóslifandi í fjörunni í bíósalnum. Frásögn móður Páls á draumnum er ekki eins átakamikil. Eins er lokasena myndarinnar sterkari en orðin í munni leikarans sem lýsir atburðunum. Í raun má segja að upphaf og endir sögunnar sé raunverulegri í kvikmyndinni en ekki við leikhúsið að sakast. Vissulega komu líka senur sem náðu sér betur á strik með beinni upplifun en á bíótjaldinu svo sem þjóðsöngur í Þjóðleikhúsinu. Sjálfsagt voru margir spenntir að sjá leikhúslausnina á einnu þekktasta atriði kvikmyndarinnar þegar vinirnir þrír sitja að snæðingi á einum virtasta veitingarstað borgarinnar. Í verkinu leysist senan með óborganlegum hætti þar sem leikhúsgestir eru minntir á hversu ljótt það er að gera grín af sjúkum. Í heildina er sýningin stórskemmtileg og sorgleg á sama tíma. Sagan er þörf í samfélaginu nú sem ávallt og minnir okkur á hverfulleika lífsins og mikilvægi þess að skoða allar hliðar samfélagsins. Boðskapurinn um að Kleppur sé víða skín skært og dregur fram þá þunnu línu milli þess sem við köllum heilbrigt og sýkt. Hver hefur sinn djöful að draga og oft verða bestu sögurnar ekki góðar fyrr en aðalpersónan er dauð. Engillinn hans Páls lifir þó í þessari sívinsælu sögu sem mun vafalaust sóma sér vel innan sviðsveggjanna langt fram á næsta leikár. Ein stærsta sýning leikársins sem allir leikhúsgestir geta glaðst yfir að sjá. Til hamingju Þjóðleikhús. Gagnrýni Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Ævintýri þulið af bjána, fullt af mögli og bulli og merkir ekki neitt. Það er þannig sem Páll Ólafsson lýsir sínum skáldaða veruleika. Þeim veruleika sem stóra svið Þjóðleikhússins hýsir um þessar mundir. Sögunni um Englana fjóra, Engla Alheimsins.Þeir sem eiga eftir að sjá leikritið ættu að varast að lesa lengra, því upplýsingar um verkið sem lesa má í þessari rýni gætu spillt upplifun áhorfandans.Sýningin er útfærð sem saga inn í sögu, þar sem áhorfendur eru meðvitaðir um stöðu sína í salnum. Söguna þekkja flestir og fer leikstjóri verksins Þorleifur Arnarson, þá leið að endursegja ekki söguna heldur gefur sér að áhorfendur þekki atburðarrásina. Þeir Þorleifur og Símon Birgisson sjá um leikgerð verksins og gera að mínu mati mjög vel, eru textanum afar trúir en nálgast söguna á nýstárlegan hátt. Sýningin er saga hins sjálfskipaða listamanns Páls, sem telur sig vera Vincent Van Gogh endurfæddur. Áhorfendur fylgjast með Páli missa tökin á tilveru sinni og verða vistaður á geðspítala. Verkið er ekki aðeins fullt af einsemd og útskúfun heldur líka innri átökum Páls við sjálfan sig og samfélagið. Það eru árekstrar geðveikinnar og þess sem við köllum norm sem myndar rauðan þráð í verki Einars Más Guðmundssonar, en söguna byggir hann á ævi bróður síns, Pálma Arnar Guðmundssonar.Upprisa öryrkjanna Í verkinu fylgjumst við með veröld Páls þar sem hann er ekki aðeins sögumaður heldur líka leikstjóri. Hann kallar á svið leikara lífs síns meðan sviðsmenn Þjóðleikhússins minna okkur reglulega á að þetta er aðeins uppfærsla á sögu sem eitt sinn var. Veröldin er leiksvið eins og skáldið sagði, en hvað hefur merkingu. Sagan hans Páls. Full af mögli og bulli og merkir, jú alveg heilmikið. Verkið er fullt af ádeilum á þöggun samfélagins gegn þeim sem standa á jaðri þess þó listi þeirra sé lengri en meðal klósettrúlla. Hver hefur rödd og hvers vegna. Afhverju teljum við tannlækni á jeppa betri en listamann í hvítum slopp. Hér á sér stað upprisa öryrkjanna sem yrkja þó ekki hratt heldur lifa við lífsins lægstu kjör og litið er niður á af öllum stigum samfélagsins. Persónur verksins kasta fram mörgum af þekktustu leiðtogum þessa heims og draga á köflum geðheilsu þeirra í efa. Kannski er það rétt hjá Páli að enginn eigi að skrifa ævisögu sína fyrr en hann er dauður. Steindauður. Þá fyrst verður tekið mark á honum. Leikmynd Vytautas Narbutasar var bæði hrá og nútímaleg. Hún lýsti innra lífi Páls að miklu leiti og fangaði bæði meðvirknislega matmálstíð fjölskyldu Páls þegar sjúkdómurinn hefur heltekið hann sem og geðsjúkrahúsið sem hýsti hann síðar á lífsleiðinni, eða eins og segir í verkinu, heimilin eru orðin svo lík geðspítölum að maður er hættur að sjá muninn. Búningar Filipíu Elísdóttur voru undarlegir eins og persónurnar allar og kallaðist þannig á við verkið. Sjálfur klæddist Páll töffaralegum leðurbuxum og jakka í stíl en líktist svo klæðaburði kvikmyndapersónunnar eftir því sem leið á leikinn. Þegar líða tók á leikritið hlóð hann utan á sig klæðum í takt við lyfjafituna og kom vel út. Hinir vistmennirnir klæddust í takt við hugarfóstur sín og kom vel út á öllum.Óhugnarlegur Atli Mikið mæðir á stjörnu sýningarinnar og eflaust erfitt að toppa fyrirrennarann í þeim efnum. Mikilvægt er að hafa í huga ólíka nálgun leikaranna tveggja og festast ekki í samanburði á sýningu og bíómynd. Í þessari uppfærslu velur Atli Rafn Sigurðarson að túlka Pál eilítið eiturlyfjalegan. Í það minnsta minnti hann mig mjög á fíkil þar sem hann fjárkúgaði foreldra sína og talaði kækjað og óðamála eins og eiturlyfjafíklum gjarnan er vani. Atli var óhugnarlega sannfærandi. Þeir Jóhannes Haukur Jóhannsson og Ólafur Egill Egilsson fóru feiknar vel með hlutverk sín sem Viktor og Óli bítill en Snorri Engilbertsson náði ekki að sannfæra mig sem Pétur. Auk þess hefði ég viljað séð meira gert úr sjálfsmorði Péturs en erfitt að toppa sjórekið lík hýft upp úr hafinu. Eggert Þorleifsson kom skemmtilega á óvart sem kankvís geðlæknir sem með bananabrögðum hélt sjúklingum sínum góðum. Foreldar Páls þau Sólveig Arnardóttir og Baldur Trausti Hreinsson, voru heldur litlaus en sennilegast var það af ásettu ráði. Saga Garðarsdóttir og Ævar Þór Benediktsson fóru vel með þann litla efnivið sem þau höfðu í persónusköpun yngri systkina Páls. Þáttur Dagnýjar var talsvert ólíkur þeirri sýn sem kvikmyndin kastaði fram en þar var gefið í skyn að höfnun hennar hefði verið kveikjan af veikindum Páls. Í verkinu er persóna Dagnýjar líkari hugarburði en raunverulegri veru. Ágústa Eva Erlendsdóttir fór fantavel með hlutverk sitt og virðist flestir vegir færir. Æskuvinur Páls, hinn góði og heilsteypti Rögnvaldur, er leikinn af Rúnari Frey Gíslasyni sem á hér endurkomu á sviðið og var einkar skemmtilegt að sjá hvernig hinn útlægi leikari við leikhús landsmanna var færður með tvíræðum texta aftur upp á leiksviðið þar sem hann á heima. Saga í sögu Það er einmitt þessi viðsnúningur hlutverka sem gerir aðlögun sýningarinnar svo áhugaverða. Skemmtilegt dæmi er þegar Páll dettur úr karakter yfir í leikarann Atla. Hugarburður Páls, um leikarann Atla, breytti í raun hlutverkaskipan leikara og persónu sem ein birtingarmynd geðhvarfasýki söguhetjunnar. Kleppur er víða. Sýningin er sögð með aðstoð kvikmyndarinnar góðkunnu þar sem áhorfendur grípa inn í kafla úr myndinni sem kallast á við atburði leikverksins og endurvarpa kunnuglegum aðstæðum á skemmtilegan hátt.Sérstaklega fannst mér vel til takast þegar Páli finnst einhver vera bregða fyrir sig fæti en á sama tíma spilast sama atriði úr myndinni í bakgrunni hans.Skáldsaga - Kvikmynd - Leikverk Vissulega er margt sem ekki er hægt að túlka á leiksviði en hefur sterka upplifun á hvíta tjaldinu og má þar helst nefna söguna um hestana fjóra sem birtust okkur svo ljóslifandi í fjörunni í bíósalnum. Frásögn móður Páls á draumnum er ekki eins átakamikil. Eins er lokasena myndarinnar sterkari en orðin í munni leikarans sem lýsir atburðunum. Í raun má segja að upphaf og endir sögunnar sé raunverulegri í kvikmyndinni en ekki við leikhúsið að sakast. Vissulega komu líka senur sem náðu sér betur á strik með beinni upplifun en á bíótjaldinu svo sem þjóðsöngur í Þjóðleikhúsinu. Sjálfsagt voru margir spenntir að sjá leikhúslausnina á einnu þekktasta atriði kvikmyndarinnar þegar vinirnir þrír sitja að snæðingi á einum virtasta veitingarstað borgarinnar. Í verkinu leysist senan með óborganlegum hætti þar sem leikhúsgestir eru minntir á hversu ljótt það er að gera grín af sjúkum. Í heildina er sýningin stórskemmtileg og sorgleg á sama tíma. Sagan er þörf í samfélaginu nú sem ávallt og minnir okkur á hverfulleika lífsins og mikilvægi þess að skoða allar hliðar samfélagsins. Boðskapurinn um að Kleppur sé víða skín skært og dregur fram þá þunnu línu milli þess sem við köllum heilbrigt og sýkt. Hver hefur sinn djöful að draga og oft verða bestu sögurnar ekki góðar fyrr en aðalpersónan er dauð. Engillinn hans Páls lifir þó í þessari sívinsælu sögu sem mun vafalaust sóma sér vel innan sviðsveggjanna langt fram á næsta leikár. Ein stærsta sýning leikársins sem allir leikhúsgestir geta glaðst yfir að sjá. Til hamingju Þjóðleikhús.
Gagnrýni Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira