Novak Djokovic bauð upp á sýningu í tennis þegar hann lagði Rafael Nadal í úrslitum á Monte Carlo mótinu í tennis. Djokovic vann í tveimur settum 6-2 og 7-6.
Nadal hafði unnið mótið heil átta ár í röð og var fyrir vikið taplaus í heilum 46 leikjum í röð. Nadal lagði Djokovic að velli í úrslitum árið 2009 og 2012 en nú var komið að Serbanum.
Eftir þægilegt fyrsta sett tapaði Djokovic uppgjöfinni í öðru setti. Hann sneri þó við blaðinu og tryggði sér sigurinn í leiknum sem tók tæpar tvær klukkustundir.
Nadal er enn að vinna í formi sínum eftir að hafa verið fjarri tennisvellinum í átta mánuði vegna meiðsla og veikinda. Það var þó ekki hægt að fela sig á bakvið neinar afsakanir því Djokovic fór einfaldlega á kostum.
„Til hamingju Novak, leikur þinn er einstakur. Til hamingju með að hafa unnið uppáhaldsmótið mitt," sagði Nadal í leikslok.
Batt enda á einokun Nadal
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið

Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa
Íslenski boltinn

„Sorgardagur fyrir Manchester City“
Enski boltinn

Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli
Íslenski boltinn



„Sé þá ekki vinna í ár“
Íslenski boltinn


Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís
Íslenski boltinn

Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika
Körfubolti

Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar
Íslenski boltinn
Fleiri fréttir
